„Þykkvabæjar var stofnað árið 1981 af 30 bændum í Þykkvabæ og samstarfið sem við eigum í dag við íslenska kartöflubændur er ein af lykiláherslum okkar og mun alltaf vera,“ segir Ágústa Líney Ragnarsdóttir í sölu og markaðsdeild hjá Þykkvabæ. „Í dag starfa um 50 manns hjá Þykkvabæjar. Það er allt framleitt fyrir austan hjá Þykkvabæ en við erum með lager, dreifingu og skrifstofu á höfuðborgarsvæðinu. Í upphafi byrjuðum við á að framleiða forsoðnar kartöflur.“
„Þá var fyrirtækið og verksmiðjan sett upp þannig að það átti að skapa verðmæti úr smælki sem var ekki vinsæl vara þá. Fljótlega var svo farið að framleiða kartöflumús, kartöflugratín, kartöflusalat, franskar kartöflur og kartöflusnakkið,“ segir Ágústa en tekur fram að reyndar sé fyrirtækið hætt að framleiða snakkið og frönsku kartöflurnar þrátt fyrir að almennt hafi vöruúrvalið aukist verulega enda láti Þykkvabær engan bilbug á sér finna og ætli að halda áfram að bjóða viðskiptavinum og landsmönnum öllum fyrsta flokks matvöru á sanngjörnu verði, hvort sem það er kartöfluvörur eða tilbúnir réttir.
Það er mjög markviss vöruþróun hjá Þykkvabæ að sögn Ágústu og hún talar um að þau leggi metnað sinn í að hlusta á markaðinn og viðskiptavinina. Að grípa öll tækifærin sem markaðurinn bjóði upp á. „Við setjum á markað matvöru sem sparar fólki tíma og einfaldar heimilisstörfin. Í dag hefur meðalmaðurinn lítinn tíma til að elda og þá er ótrúlega þægilegt að kaupa tilbúna rétti frá Þykkvabæjar,“ segir Ágústa og bætir við að tilbúnu réttirnir komu fyrst á markað árið 2021 og hafa verið gríðarlega vinsælir.
„Við bjóðum upp á átta tilbúna rétti ásamt einum veganrétt. Það er mikil fjölbreytni í réttunum og það ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þetta eru líka mjög hæfilegar stærðir og góð máltíð fyrir einn.“
Aðspurð hvað sé uppáhaldsréttur Ágústu af tilbúnu réttunum segir hún að það sé ítalskt lasagna. „Það er minn uppáhaldsréttur og landsmenn eru greinilega sammála því það er einn vinsælasti rétturinn okkur. Það þurfa allir að prufa hann því hann auðveldar manni svo lífið. Það tekur tíma að gera lasagna frá grunni og það er geggjað að geta hent þessu í örbylgjuna, ofninn eða airfryer. Nýjasti rétturinn okkar er mexíkóskt kjúklingalasagnette sem er líka að slá í gegn. Svo má ekki gleyma klassískum réttum eins og fiskibollur í karrýsósu með hrísgrjónum sem er alltaf vinsælt. Hangikjöt með uppstúf og kartöflumús er líka einstaklega gott, ekki síst fyrir þá sem eru komnir í jólaskapið eða vilja fá forskot á sæluna,“ segir Ágústa og hlær.
„Almennt séð er hrásalatið okkar ein vinsælasta varan okkar enda gott meðlæti með öllum mat, sama hvað þú ert að borða og á hvaða árstíma. Það er alltaf gott að hafa hrásalat með matnum. Kartöflugratínið okkar er líka vinsælt allt árið. Svo eru vörur hjá okkur sem eru vinsælastar á ákveðnum árstíma, eins og kartöflusalat, grillkartöflur og forsoðnir maísstönglar eru vinsælust á sumrin því þá eru allir að grilla. Um jólin eru forsoðnar kartöflur mjög vinsælar því þá hefur enginn tíma til að sjóða kartöflur, mun einfaldara að kaupa þær forsoðnar, hita þær og brúna. Reyndar mæli ég alltaf með kartöflusalati með hamborgarhyggnum um jólin. Það er geggjað gott með köldum hamborgarhrygg,“ segir Ágústa að lokum.