Guðrún Eva Mínervudóttir hefur verið að saxa á forskot Arnaldar Indriðasonar síðustu vikur og læðist nú út úr skugganum og tyllir sér í efsta sætið á síðasta metsölulista Eymundsson sem kemur út fyrir þessi jól. Bók hennar, Í skugga trjánna, hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og hefur almannarómur sömuleiðis farið fögrum orðum um verkið. Það kemur því ekki á óvart að bókin skuli nú ná efsta sæti listans og senda um leið Ferðalok eftir Arnald Indriðason niður í annað sætið.
Önnur bók sem hefur verið að klífa listann er spennutryllirinn Ég læt sem ég sofi eftir Yrsu Sigurðardóttur sem er kominn upp í þriðja sætið. Það er greinilegt að aðdáendur glæpasagna eru að taka við sér því Hulda eftir Ragnar Jónasson hækkar líka mikið milli vikna og situr í fimmta sæti.
Jón Kalman Stefánsson, höfundur Himintungls yfir heimsins ystu brún, og ævisaga Geirs H. Haarde halda áfram að seljast vel eins og undanfarnar vikur og sitja í fjórða og sjötta sæti listans.
Nú er bara ein barnabók á listanum; Orri óstöðvandi eftir Bjarna Fritzson situr í sjöunda sæti og þar á eftir, í því áttunda, kemur Hallgrímur Helgason með bókina Sextíu kíló af sunnudögum. Í því níunda og tíunda sitja svo tvær glæpasögur til viðbótar, Dauðinn einn var vitni eftir Stefán Mána og Kvöldið sem hún hvarf eftir Evu Björgu Ægisdóttur snýr að lokum aftur inn á topp tíu, í tíunda sætið.
Það er því óhætt að segja að bóksalan sé mjög lífleg í ár og greinilegt að ást þjóðarinnar á bókum er ekkert farin að dvína.
Listann í heild sinni má sjá hér að neðan:
Allar bækur
- Í skugga trjánna - Guðrún Eva Mínervudóttir
- Ferðalok - Arnaldur Indriðason
- Ég læt sem ég sofi - Yrsa Sigurðardóttir
- Himintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson
- Hulda - Ragnar Jónasson
- Geir H. Haarde Ævisaga - Geir H. Haarde
- Orri óstöðvandi: Heimsfrægur á Íslandi - Bjarni Fritzson
- Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason
- Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni
- Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir
Handbækur, fræðibækur, ævisögur
- Geir H. Haarde Ævisaga - Geir H. Haarde
- Börn í Reykjavík - Guðjón Friðriksson
- Almanak Háskóla Íslands 2025 - Gunnlaugur Björnsson/Páll Jakobsson ritstjórar
- Útkall í ofsabrimi - Óttar Sveinsson
- Óli K. - Anna Dröfn Ágústsdóttir
- Duna - Kristín Svava Tómasdóttir/Guðrún Elsa Bragadóttir
- Churchill - Stjórnvitringurinn - James C. Humes
- Öxin Agnes og Friðrik - Magnús Ólafsson
- Pabbabrandarar 3 - Þorkell Guðmundsson
- Stóra brauðtertubókin - Ýmsir höfundar
Innbundin skáldverk
- Í skugga trjánna - Guðrún Eva Mínervudóttir
- Ferðalok - Arnaldur Indriðason
- Ég læt sem ég sofi - Yrsa Sigurðardóttir
- Himintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson
- Hulda - Ragnar Jónasson
- Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason
- Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni
- Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir
- Ég færi þér fjöll - Kristín Marja Baldursdóttir
- Eldri konur - Eva Rún Snorradóttir
Barnabækur
- Orri óstöðvandi: Heimsfrægur á Íslandi - Bjarni Fritzson
- Stella segir bless! - Gunnar Helgason
- Kúkur piss og prump Vísindalæsi - Sævar Helgi Bragason
- Fíasól í logandi vandræðum - Kristín Helga Gunnarsdóttir
- Dótarímur - Þórarinn Eldjárn
- Sveindís Jane Saga af stelpu í landsliði - Sæmundur Norðfjörð/Sveindís Jane Jónsdóttir
- Verstu skrímsli í heimi - David Walliams
- Voffbóti - David Walliams
- Kærókeppnin - Embla Bachmann
- Lára fer á fótboltamót - Birgitta Haukdal
Ljóðabækur
- Jarðljós - Gerður Kristný
- Söngvar til sársaukans - Valdimar Tómasson
- Aðlögun - Þórdís Gísladóttir
- 100 kvæði - Þórarinn Eldjárn
- Ljóðasafn (1983-1986) - Gyrðir Elíasson
- Upphafshögg - Eyrún Ingadóttir
- Föðurráð - Bubbi Morthens
- Koma jól? - Hallgrímur Helgason/Rán Flygenring
- Flaumgosar - Sigurbjörg Þrastardóttir
- Ég er það sem ég sef - Svikaskáld