Hágæðaprentun og fyrirtaks þjónusta hjá PMT

Anna M. Sigurðardóttir og Oddur Sigurðsson reka saman fjölskyldufyrirtækið PMT …
Anna M. Sigurðardóttir og Oddur Sigurðsson reka saman fjölskyldufyrirtækið PMT sem sérhæfir sig í að prenta límmiða auk þess að prenta á umbúðir, gera skilti og stimpla. mbl.is/Karítas

„Það eru límmiðar á eiginlega hverri einustu vöru sem þú kaupir út í búð. Og sennilega höfum við prentað mjög stóran hluta af límmiðum á íslenskum vörum,“ segir Oddur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Plast, miðar og tæki eða PMT eins og fyrirtækið er gjarnan kallað.

PMT á rætur sínar að rekja til Plastos sem er fyrirtæki sem afi Odds stofnaði í bílskúrnum heima hjá sér. PMT er því fjölskyldufyrirtæki en Oddur og systir hans, Anna M. Sigurðardóttir, reka fyrirtækið saman. Hann viður kennir fúslega að þau systkinin ólust nánast upp í fyrirtækinu og það eru ekki bara þau systkinin sem starfa hjá fyrirtækinu heldur synir þeirra líka.

„Rétt eins og ég og Anna byrjuðu þeir líka ungir í fjölskyldufyrirtækinu. Þetta er því sannkallað fjölskyldufyrirtæki og sem dæmi þá er starfsmaður hér í prentsalnum sem Anna vann með þegar hún var unglingur og sá starfsmaður vann svo með syni hennar líka. Það eru því komin nokkur ár sem sá starfsmaður hefur verið partur af fjölskyldunni. Í þessari stærð af fyrirtæki og sérstaklega fjölskyldufyrirtæki verður ákveðinn fjölskylduandi og mjög náin tengsl. Við kappkostum okkur við að viðskiptavinir okkar finni þennan anda, finnist þeir verða partur af honum og fái góða og persónulega þjónustu.“ 

PMT er sannkallað fjölskyldufyrirtæki og hér er Hugin Jarl Oddsson …
PMT er sannkallað fjölskyldufyrirtæki og hér er Hugin Jarl Oddsson að kenna Ara Óla Arnarsyni en báðir hafa þeir verið viðloðandi fyrirtækið frá barnsaldri, rétt eins og Anna og Oddur. Ljósmynd/Aðsend

Margvísleg reynsla hjá PMT

Þrátt fyrir að Oddur og Anna starfi núna saman í PMT þá hefur það ekki alltaf verið þannig því bæði unnu þau um tíma annars staðar. Anna kom inn í fyrirtækið í kringum Covid faraldurinn en hún er grafískur hönnuður með 25 ára reynslu af stórum stofum auk þess að hafa rekið sína eigin hönnunarstofu. Oddur er menntaður tölvunarfræðingur og starfaði um tíma sem slíkur.

Oddur talar um að fyrri reynsla þeirra systkina hjálpi mjög til við reksturinn og til að myndi nýtist reynsla Önnu vel innan PMT en hún taki á móti hönnunarskjölum frá stofum og tryggi að prentunin verði eins og hönnuðurinn leggi upp með. Með nýjum möguleikum á nýjum vélum sé það einstaklega spennandi og mikilvægt að ræða við viðskiptavini um möguleikana í prenti, frágangi, val á pappír og þess háttar. Það sé því góð brú á milli hönnuða og prentara því þekkingin frá báðum sé til staðar í fyrirtækinu.

Hjá PMT eru prentaðir mörg þúsund tegundir límmiða og sennilega …
Hjá PMT eru prentaðir mörg þúsund tegundir límmiða og sennilega hefur PMT prentað mjög stóran hluta límmiða á íslenskum vörum sem má finna út í búð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bregðumst fljótt við

Verkefnin hjá PMT eru mjög fjölbreytt en Oddur talar um að límmiðar séu stærstu verkefnin. „Hjá PMT prentum við mörg þúsund tegundir af límmiðum en auk þess prentum við á umbúðir fyrir vörur og bréfpoka auk þess að gera skilti og stimpla. Við erum mjög stór í stimplagerð, ef ekki stærst enda gerum við stimpla fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Ásamt því flytjum við inn alls kyns tæki til pökkunar og merkingar. Við þjónustum mörg stór iðnaðarfyrirtæki og prentum alla límmiða fyrir þau sem eru notuð til dæmis til að merkja kjöt, drykki, osta, lýsi, grænmeti, meðul og margt fleira.

Við erum með marga fastakúnna og mikið til eru þetta stórir viðskiptavinir sem eru með samning hjá okkur. Við þurfum því að geta brugðist fljótt við og prentað í góðum gæðum. Það má ekkert klikka og við afgreiðum límmiða mjög fljótt í dag. Svo erum við búin að setja allt á vefsíðuna okkar sem þýðir að stórir viðskiptavinir geta skoðað alla miða sem þau hafa prentað hjá okkur á netinu og sömuleiðis pantað á vefsíðunni. Það er mjög þægilegt fyrir viðskiptavininn að geta séð útlit á gömlum og nýjum límmiðum og pantað svo í kjölfarið.“

PMT keypti nýverið nýja stafræna prentvél frá HP sem mun …
PMT keypti nýverið nýja stafræna prentvél frá HP sem mun auka möguleika fyrirtækisins í límmiðaprentun enn frekar en vélin prentar sjö liti og getur prentað minni upplög af límmiðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enginn límmiði eins í nýrri prentvél

Nýverið keypti PMT nýja stafræna prentvél frá HP sem Oddur segir að muni auka möguleika PMT í límmiðaprentun enn frekar. „Þetta er prentvél af nýjustu gerð sem prentar sjö liti. Hún getur líka prentað minni upplög af límmiðum en við höfum getað hingað til auk þess sem hægt er að prenta marga límmiða þannig að enginn sé eins sem gefur viðskiptavininum ýmsa möguleika við markaðssetningu. Það væri til að mynda hægt að prenta límmiða með raðnúmerum eða hreinlega hanna miðann þannig að enginn miði sé eins og tengja meira við samfélagsmiðlana,“ segir Oddur og bætir við að til að kynna þessa nýju möguleika fyrir viðskiptavinum mun markaðssérfræðingur frá HP koma til landsins og halda fyrirlestur.

PMT leggur mikið upp úr hágæðaprentun og þjónustu og það …
PMT leggur mikið upp úr hágæðaprentun og þjónustu og það er PMT mikilvægt að starfsfólkið hafi þekkingu á því sem það er að selja. Markmiðið sé alltaf að veita viðskiptavininum bestu mögulegu þjónustuna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Besta tæknin sem völ er á

PMT leggur mikið upp úr hágæðaprentun og þjónustu og Oddur talar um að það sé PMT mikilvægt að starfsfólkið hafi þekkingu á því sem það er að selja. Markmiðið sé alltaf að veita viðskiptavininum bestu mögulegu þjónustuna.

„Það gerum við með því að bjóða upp á nýjustu tækni sem völ er á og aðstoða viðskiptavininn við að koma vöru sinni á framfæri á sem bestan hátt. Auk þess fylgjumst við vel með því hvað er að gerast í þessum bransa erlendis svo við getum gripið og nýtt okkur allar nýjungar. Límmiðar hafa breyst mikið síðustu ár, meðal annars vegna reglugerða um innihaldslýsingar og nýrra strikamerkja, til dæmis QR-kóða sem viðskiptavinurinn getur tengt beint við heimasíðu sína. Þessi nýju strikamerki bjóða upp á ýmsa nýja möguleika og munu með tímanum leysa gömlu strikamerkin af hólmi.  Það er nauðsynlegt að fylgjast vel með öllum þessum breytingum og við erum sífellt að færa okkur meira í stafræna heiminn til að geta veitt bestu þjónustuna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert