Alsjálfvirkt hjartastuðtæki sem bjargar mannslífum

„Ef það næst að gefa rafstuð innan þriggja mínútna frá …
„Ef það næst að gefa rafstuð innan þriggja mínútna frá hjartastoppi þá aukast lífslíkur um 70%. Ef það næst að gefa rafstuð innan einnar mínútu frá hjartastoppi þá aukast lífslíkur um 90%,“ segir Ástrós Kristinsdóttir, markaðsstjóri Fastus sem selur LIFEPAK CR2 hjartastuðtækin sem eru alsjálfvirk hjartastuðtæki. Ljósmynd/Aðsend

„Um 200 hjartastopp eiga sér stað árlega á Íslandi en talið er að einungis 20% lifa það af. Með fjölgun hjartastuðtækja er hægt að bjarga fleiri mannslífum. Tími er einstaklega mikilvægur í tilfellum hjartastoppa. Ef hjartastopp á sér stað þá er mikilvægt að gefa rafstuð eins fljótt og auðið er og þess vegna viljum við vekja athygli á mikilvægi hjartastuðtækja.

Ef það næst að gefa rafstuð innan þriggja mínútna frá hjartastoppi þá aukast lífslíkur um 70%. Ef það næst að gefa rafstuð innan einnar mínútu frá hjartastoppi þá aukast lífslíkur um 90%,“ segir Ástrós Kristinsdóttir, markaðsstjóri Fastus sem selur LIFEPAK CR2 hjartastuðtækin sem eru alsjálfvirk hjartastuðtæki.

„Meðalviðbragðstími sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu árið 2023 var sjö mínútur og þá er ekki verið að reikna með tímanum sem fer í símtalið sjálft, greiningarferlið hjá Neyðarlínunni eða umferðaraukningunni sem hefur orðið síðan þá. Þess vegna er alltaf að verða mikilvægara að svona öryggisbúnaður sé til taks svo hægt sé að bregðast við strax. Hjartastuðtæki eru því tæki sem bjarga mannslífum,” bætir Ástrós við.

LIFEPAK CR2 er eitt fullkomnasta hjartastuðtækið á markaðnum í dag …
LIFEPAK CR2 er eitt fullkomnasta hjartastuðtækið á markaðnum í dag til almenningsnotkunar og krefst engrar sérfræðiþekkingar eða námskeiða. Tækið leiðbeinir notandanum með raddskipun, bæði á íslensku og ensku, hjálpar til við hjartahnoðið og gefur rafstuð ásamt því að stilla sjálfkrafa raddstyrk eftir umhverfishávaða. Ljósmynd/Aðsend

Hjartastopp getur átt sér stað hjá hverjum sem er

Þá segir Ástrós mikilvægt að átta sig á því að hjartastopp getur átt sér stað hvenær sem er og hjá hverjum sem er, óháð aldri eða líkamsástandi. „Sumir halda að hjartastopp komi bara fyrir hjá eldra fólki eða líkamlega óhraustu fólki en það er ekki staðan heldur getur þetta komið fyrir hvern sem er; börn, ungt fólk og líkamlega hraust fólk þar með talið. Tækið er þess vegna ekki einungis hannað fyrir fullorðna heldur er barnastilling á því líka sem gefur viðeigandi rafstuð ef um ungan einstakling er að ræða.“

„LIFEPAK CR2 er eitt fullkomnasta hjartastuðtækið á markaðnum í dag til almenningsnotkunar og krefst engrar sérfræðiþekkingar eða námskeiðs. Þegar það verður hjartastopp eru fyrstu viðbrögð fólks að byrja hjartahnoð og tækið er þannig hannað að það þarf ekki að stoppa hjartahnoð á meðan tækið metur ástand hjartans til að gefa rafstuð. Tækið leiðbeinir notandanum með raddskipun, bæði á íslensku og ensku, hjálpar til við hjartahnoðið og gefur rafstuð ásamt því að stilla sjálfkrafa raddstyrk eftir umhverfishávaða.“

Starfsfólk Fastus en Fastus selur LIFEPAK CR2 sem er eitt …
Starfsfólk Fastus en Fastus selur LIFEPAK CR2 sem er eitt fullkomnasta hjartastuðtækið á markaðnum í dag til almenningsnotkunar. Ljósmynd/Aðsend

Mikilvægur öryggisbúnaður á öllum vinnustöðum

Ástrós talar um að mikilvægt sé fyrir vinnustaði að tryggja sér öryggisbúnað á borð við hjartastuðtæki af því að rannsóknir sýna að hjartastopp á sér stað í 13% tilfella á vinnustöðum en þá sé verið að meina þegar fólk er í vinnunni sinni.

„Ef við horfum á þetta í víðara samhengi. Þegar við erum ekki í vinnunni þá erum við oft á öðrum vinnustöðum; til að mynda í sundi, á líkamsræktarstöð eða jafnvel á biðstofu hjá tannlækninum. Þessi prósentutala er því mikið hærri en 13% sem gerir það að verkum að hjartastuðtæki eru alveg jafn mikilvægur öryggisbúnaður og slökkvitæki sem eru orðin staðalbúnaður í flestum fyrirtækjum. Við viljum því ýta undir vitund fólks og vinnustaða að þetta ætti að vera staðalbúnaður á öllum vinnustöðum í landinu, óháð stærð eða gerð,” segir Ástrós og bætir við að það séu mörg fyrirtæki sem  hafi haft frumkvæði að því að setja hjartastuðtæki upp sem öryggisbúnað sem sé mjög jákvæð þróun.

„Við viljum auka vitundarvakningu hjá vinnustöðum að sýna frumkvæði í öryggismálum og fjárfesta í hjartastuðtækjum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert