Jóhanna Benediktsdóttir, viðskipta- og snyrtifræðingur, er vörumerkjastjóri Novexpert á Íslandi. Hún starfar hjá RS snyrtivörum og er spennt að kynna frönsku snyrtivörurnar frá Novexpert fyrir Íslendingum þar sem vörulínan hefur slegið í gegn hjá frönskum konum um árabil. Það nýjasta frá Novexpert um þessar mundir er Pro Retinal Boosterinn sem seldist upp á tveimur vikum í Frakklandi síðasta haust.
„Novexpert kom til landsins síðastliðið sumar og er ungt vörumerki hér á landi þrátt fyrir að hafa verið á markaði frá árinu 2008 í Frakklandi. Það sem vakti mesta athygli mína er að þessar vörur eru 100% hreinar og framleiddar af vísindamönnum sem eru sérfræðingar í öldrun húðarinnar. Með notkun á vörunum erum við bæði að huga að góðri heilsu og unglegu útliti sem mér þykir mjög heillandi,“ segir Jóhanna.
„Það krefst mikillar þekkingar að koma með 100% hreinar vörur á markað. Það er líka dýrt að breyta og laga vörur, þess vegna er ferlið vandasamt. Vegna hreinleika Novexpert þá er vörumerkið einstakt og öruggt fyrir alla, það hefur engin áhrif á starfsemi líkamans og er 0% ofnæmisvaldandi,“ segir Jóhanna sem hefur fylgst með snyrtivöruiðnaðinum í mörg ár og umfjöllunum um óæskileg áhrif margra innihaldsefna sem settar eru í snyrtivörur.
„Ég var því mjög forvitin og spennt þegar ég keypti mér fyrsta kremið sem er í Pro Collagen-línu Novexpert. Kremið er silkimjúkt og með mildum, þægilegum ilm. Við fyrstu notkun fann ég hvernig húðin hreinlega drakk það í sig og hvað hún varð strax mjúk. Öll kremin frá Novexpert vinna að því að halda húðinni unglegri og ferskri en Pro Collagen-kremið vinnur sérstaklega á teygjanleika húðarinnar og styrkir hana. Vísindalegar rannsóknir sýna fram á að það minnkar dýpt hrukka um allt að 37% sem er magnað. En allar vörurnar í Novexpert eru með vísindalegar rannsóknir á bak við sig sem styðja við hreinleika og mikla virkni,“ segir hún.
Eins og fyrr segir hefur Novexpert slegið í gegn á meðal franskra kvenna. „Novexpert er geysilega vinsælt í Frakklandi eins og nýjasta dæmið ber með sér, en Pro Retinol Boosterinn er nýjasta viðbót í vöruúrval Novexpert og var að koma í hillur sölustaða hér á landi í þessari viku. Þessi lína kom á markað í Frakklandi í október á seinasta ári og seldist allur lagerinn upp á aðeins tveimur vikum!“
Það er oft sagt að glæsileiki byrji innan frá en meginþorri franskra kvenna reynir ekki að breyta sér til að fylgja staðlaímyndum, heldur leggja meira áherslu á að draga fram sína bestu eiginleika að mati Jóhönnu. „Þær kjósa yfirleitt náttúrulegt og heilbrigt útlit og velja frekar hreinar snyrtivörur sem stuðla að náttúrulegri fegurð fram yfir lýtaaðgerðir og botox. Þannig að í stuttu máli þá leggja franskar konur áherslu á að líta vel út án þess að virðast reyna of mikið. Þær velja klassísk föt, einfaldan farða og hreina snyrtivöru sem gefur frá sér afslappaðan en fágaðan blæ. Náttúruleg fegurð ber alltaf af,“ segir Jóhanna.
Þegar kemur að Pro Retinol Boosternum segir Jóhanna vöruna vera byltingu í húðvörum. „Að ávísa hreinu retínóli og ávaxtasýrum hefur verið vinsælt meðal húð- og lýtalækna til meðhöndlunar á fínum línum og hrukkum. Það ber þó að fara varlega þegar kemur að svona sterkum innihaldsefnum því ofskömmtun á hreinu retínóli er mjög varasöm. Of mikill styrkur gerir húðina mjög erta, þurrkar upp og mikil flögnun kemur í kjölfarið. Þetta efni hentar því alls ekki viðkvæmri húð, þurri og ekki barnshafandi konum eða þeim sem eru með barn á brjósti.
Það er þess vegna sem Novexpert valdi að nota Pro Retinól í nýja Nætur Boosterinn sinn. Pro – Retinól þýðir að í vörunni er ekki hreint retínól heldur efni sem umbreytist í retínól í húðinni. Það sem þeir nota er Beta – karótin, þörungar og gulrætur sem hafa sömu áhrif á húðina og retínól en það er engin áhætta á ofskömmtun eins og ef um hreint retínól væri að ræða. Í Boosternum er einnig innihaldsefnið Bakuchiol sem er á sama tíma náttúrulegt efni sem hefur svipaða virkni og retínól, en er mildara og hentar því vel fyrir viðkvæma húð. Bakuchiol örvar kollagenframleiðslu og stuðlar að endurnýjun húðarinnar. Til að hjálpa við að fjarlægja dauðar húðfrumur og auka frískleika og ljóma, þá eru einnig mildar ávaxtsýrur (e. AHA og PHA) í Boosternum. Pro-Retinol-línan frá Novexpert er því svo sannarlega bylting í húðvörum. Þetta er mjög virkt tvíþætt serum sem dregur á áhrifaríkan hátt úr hrukkum og bætir áferð húðarinnar. Notkun á nóttunni leiðir til sjáanlegra breytinga en eftir eina nótt er húðin sléttari og eftir 56 nætur hafa hrukkur minnkað um meira en helming eða um 66%,“ segir Jóhanna.
Hún mælir með því að nota Retinól Boosterinn yfir vetrartímann en að skipta svo yfir í Hyalúónusýru sem er Raka-boosterinn eða Pro Collagen-boosterinn á sumrin þar sem ávaxtasýrur þynna aðeins húðina og betra er að draga úr notkun þeirra í mikilli sól.
„Ég held að við íslensku konurnar ættum að færa okkur nær franskri menningu þegar kemur að húðvörum en því sem er að gerast í Bandaríkjunum því náttúrulegt útlit og að draga fram það fallega í andlitinu er alltaf mikið fallegra en staðlað útlit sem er háð tískunni í lýtalækningum hverju sinni.“
Jóhanna segir Boosterinn góðan á hálsinn og handarbakið og lumar á nokkrum góðum ráðum þegar farið er af stað í að nota vöruna. „Fyrir þau sem hafa áhuga á að prófa Pro Retinól Boosterinn þá hvet ég þau sem eru ekki vön að nota ávaxtasýrur að byrja að nota hann aðra hverja nótt fyrstu vikuna og um leið og húðin hefur vanist vörunni, þá endilega að nota hana á hverri nóttu og muna að njóta þess að leyfa vörunni að vinna á húðinni á meðan þú sefur,“ segir Jóhanna Benediktsdóttir, vörumerkjastjóri Novexpert á Íslandi.
Þess má geta að Novexpert vörurnar fást á eftirtöldum sölustöðum: Íslandsapótek, Lyfjaver, Efstaleitisapótek, Lyfjaval Glæsibæ, Lyfjaval Urðahvarfi, Lyfjaval Hæðasmára, Fræið Fjarðakaupum, Apótekarinn í Keflavík, Akureyri, Selfossi, Austurveri og Bíldshöfða.
Vörurnar fást einnig í vefverslun Skincarelab.