„Við veitum stuðning í hverju skrefi“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:39
Loaded: 25.08%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:39
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Frá ár­inu 1995 hafa Dýr­heim­ar verið umboðsaðilar Royal Can­in á Íslandi og boðið upp á fag­lega þjón­ustu, sér­vald­ar vör­ur og traust ráð til að hund­um og kött­um líði sem best. „Dýr­heim­ar eru staður þar sem hunda- og katta­eig­end­ur tengj­ast, deila sög­um og njóta með fer­fætt­um vin­um sín­um,“ seg­ir Ingi­björg Björns­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Dýr­heima. „Hjá Dýr­heim­um eru dýr­in þín hluti af fjöl­skyld­unni okk­ar en frá upp­hafi höf­um við haft mik­inn metnað fyr­ir því að bjóða upp á aðeins það besta fyr­ir dýr­in. Við erum með vís­inda­miðað fóður fyr­ir hunda og ketti, sér­fræðiþjón­ustu, hundaþjálf­un, nær­ing­ar­ráðgjöf og heilsu­far­stékk fyr­ir hunda og ketti,“ seg­ir Ingi­björg og bæt­ir við að dýra­lækn­ar, rækt­end­ur og aðrir end­ur­söluaðilar séu eins hluti af sam­fé­lagi Dýr­heima.

Sér­fræðing­ar í hund­um og kött­um

Ingi­björg seg­ir sér­fræðinga Dýr­heima mikla dýra­vini og að eitt hlut­verk fyr­ir­tæk­is­ins í dag sé að halda utan um öfl­ugt sam­fé­lag gælu­dýra­eig­enda, sem velja ein­ung­is það besta fyr­ir dýr­in sín. „Við höf­um laðað til okk­ar helstu sér­fræðinga lands­ins í hund­um og kött­um sem flest­ir eiga gælu­dýr sjálf­ir,“ seg­ir hún og bæt­ir við að til að vera traust­ur fé­lagi í lífi gælu­dýra og eig­enda þeirra var ákveðið að stofna kaffi­hús Dýr­heima. „Við trú­um því að traust sam­fé­lag ábyrgra hunda- og katta­eig­enda stuðli að góðu lífi dýr­anna. Kaffi­húsið okk­ar er eitt af fáum sem leyfa hunda og ketti. Þangað er ein­stak­lega gott að koma með fjöl­skyld­unni, til að kynn­ast fleiri gælu­dýr­um og eig­end­um þeirra. Ég vil því hvetja alla hunda- og katta­eig­end­ur að koma í heim­sókn til okk­ar að Vík­ur­hvarfi 5 í Kópa­vog eða að heim­sækja vefsíðuna okk­ar www.dyr­heim­ar.is.“

Dýr­in eru hluti af fjöl­skyld­unni

Ingi­björg seg­ir fóður skipta meira máli en marga grun­ar þegar kem­ur að líðan gælu­dýra. „Við erum umboðsaðilar Royal Can­in sem er leiðandi vörumerki í fóðrun hunda og katta. Royal Can­in er með nær 60 ára reynslu í að þróa nær­ing­ar­ríkt fóður sem er sér­sniðið að þörf­um mis­mun­andi hunda og katta. Með djúpa þekk­ingu á heilsu dýra og nær­ingaræði býður Royal Can­in upp á fóður sem bygg­ir á vís­ind­um og er þróað í sam­starfi við dýra­lækna og nær­ing­ar­fræðinga. Í versl­un Dýr­heima í Kópa­vogi má einnig finna ým­is­legt annað sem dýrið gæti þurft á að halda t.d. þrosk­andi og skemmti­legt dót fyr­ir and­lega heilsu þeirra.“

Þegar kem­ur að þjón­ustu Dýr­heima þá er val­inn sér­fræðing­ur í hverri stöðu að sögn Ingi­bjarg­ar. „Við bjóðum upp á hunda­skóla, heilsutékk og þjón­ustu við þá sem eru að taka þátt í hunda­sýn­ing­um. Í hunda­skóla Dýr­heima er Al­bert I. Stein­gríms­son, einn allra reynd­asti hundaþjálf­ari lands­ins. Al­bert er menntaður hundaþjálf­ari með áherslu á at­ferli hunda á öll­um ald­ur­skeiðum. Hægt er að koma í einka­tíma sem og í hóp­tíma um allt sem snýr að þjálf­un og hegðun hunda en við vilj­um stuðla að því að öll­um hund­um líði vel og séu ör­ugg­ir. Eins er hægt að fá þjálf­ara heim sem hef­ur reynst dýr­mæt þjón­usta fyr­ir marga hunda­eig­end­ur.“

Þegar kem­ur að heilsu gælu­dýra þá er mik­il­vægt að þau fái tíma hjá sér­fræðingi að sögn Ingi­bjarg­ar. „Heilsutékk fel­ur í sér grunnskoðun hjá Theo­dóru Ró­berts­dótt­ur dýra­hjúkr­un­ar­fræðingn­um okk­ar. Gælu­dýrið er vigtað og al­menn heilsa þess met­in. Eins er veitt ráðgjöf varðandi hreyf­ingu og heilsu dýrs­ins. Í þess­ari skoðun er nær­ing­ar­ráðgjöf innifal­in sem hef­ur reynst dýra­eig­end­um mjög vel. Ég get sömu­leiðis mælt með fyr­ir­lestri um fyrstu hjálp fyr­ir nýja gælu­dýra­eig­end­ur sem get­ur skapað aukið ör­yggi hjá hunda­eig­end­um.“

Fyrsta skrefið til að verða hluti af sam­fé­lag­inu

Ingi­björg seg­ir mark­mið Dýr­heima skýr. Dýr­heim­ar sé staður þar sem hunda- og katta­eig­end­ur geta sótt þær vör­ur og þjón­ustu sem þeir þurfa til að ann­ast dýr­in sín með ör­ugg­um hætti, tryggja vel­ferð þeirra og heilsu, bæði and­lega og lík­am­lega. „Við veit­um stuðning í hverju skrefi og erum til staðar með fjöl­breytta þjón­ustu sem er sér­sniðin að hverju gælu­dýri. Ég vil því hvetja alla gælu­dýra­eig­end­ur að heim­sækja okk­ur í Vík­ur­hvarfi 5 eða ein­hvern af okk­ar end­ur­söluaðilum. Það er fyrsta skrefið í að verða hluti af sam­fé­lag­inu,“ seg­ir Ingi­björg.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert