Á nýafstöðnum Tax free dögum í Hagkaup var slegið sölumet en aldrei hefur verið selt eins mikið í tuttugu ára sögu Tax free daganna hjá Hagkaup. Rakel Ósk Hreinsdóttir vörustjóri snyrtivöru segir viðtökur við Tax free alltaf góðar og það sé gaman að upplifa þessa miklu stemningu sem myndist alltaf.
„Við erum sannarlega þakklát fyrir þessar frábæru viðtökur. Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli að geta boðið upp á þessi kjör og við sjáum það á aukningu í sölu og viðskiptavinum, hvort sem það er í verslun eða á vefnum okkar, að viðskiptavinir okkar eru að nýta sér þessa daga og eru ánægðir með að geta verslað snyrtivörur á betri kjörum.
Það eru 25 ár síðan Hagkaup bauð í fyrsta sinn upp á fríhafnardaga þar sem boðið var upp á 19.36% afslátt af allri snyrtivöru. Síðar fengu þessir dagar nafnið Tax free dagar en þá þekktust slíkir dagar ekki hér á Íslandi. Nú eru þessir dagar fastur liður í starfsemi Hagkaups og hafa notið mikilla vinsælda öll þessi ár.“
Rakal talar um að Tax free hafi byrjað sem einföld hugmynd, að geta keypt snyrtivörur á betra verði án þess að þurfa að fara erlendis eða versla í fríhöfn. „Og svo gengur þetta það vel að við erum hér enn rúmlega tuttugu árum síðar með þessa vinsælu daga. Við höldum Tax free daga um það bil fjórum sinnum á ári. Í hvert sinn eykst salan og viðskiptahópurinn stækkar sem er að sjálfsögðu okkar markmið. Almennt er nú mikil leynd yfir því hvenær við höldum Tax free daga en við teljum að viðskiptavinir okkar séu þó komnir á lagið með hvenær dagarnir eru, eða svona um það bil,“ segir Rakel og hlær.
„Ég held að ég sé ekki að ýkja þegar ég segi að algengasta spurningin sem allir starfsmenn Hagkaup fái er hvenær sé næst Tax free. Það er ótrúlega skemmtilegt að fólk bíði eftir þessum dögum og hafi áhuga á að koma til okkar. Við erum að sjálfsögðu með gott rennsli í búðina allt árið um kring en auðvitað vilja viðskiptavinir okkar bíða eftir dögum þar sem sérstök kjör eru í boði. Oft á tíðum eru þetta dýrar vörur og það munar miklu að fá afslátt. Við erum virkilega ánægð með að geta boðið okkar viðskiptavinum upp á þessa daga og þessi kjör. Eins finnum við að salan á netinu er sífellt að verða meiri og við höldum vel utan um okkar vefsíðu og erum ávallt að stækka hana með því að bæta við vörum og bæta þjónustuna.“
Á Tax free eru allar vörur í snyrtivörudeildunum á afslætti á tax free, hvort sem það eru krem, förðunarvörur, hárvörur, ilmvötn eða naglavörur og Rakel talar um að snyrtivörudeildin í Hagkaup í Smáralind sé sú stærsta á landinu. „Undanfarin ár höfum við markvisst byggt upp snyrtivörudeildina og auk þess erum við alltaf að endurnýja deildirnar okkar til þess að auka notendaupplifun. Núna standa einmitt yfir miklar breytingar á deildinni okkar í Garðabæ sem verður skemmtilegt að frumsýna fljótlega. Við viljum veita framúrskarandi þjónustu og erum alltaf að leita leiða til þess að gera betur.
Við höfum verið með sérstaka viðburði á Tax free dögum sem og yfir árið og til dæmis héldum við fermingarkvöld fyrr á árinu þar sem við buðum fermingarbörnum og þeirra forráðamönnum að koma í kennslu í húðumhirðu og förðun fyrir þennan aldurshóp. Við stefnum að því að hafa enn fleiri viðburði og námskeið enda af nógu að taka í okkar deildum.“
Aðspurð hvort innkaup hjá Hagkaup séu hugsuð öðruvísi eftir tilkomu samfélagsmiðla, og sérstaklega eftir tilkomu Tik tok þar sem alls kyns vörur fara oft á flug, segir Rakel að vissulega séu þau mjög meðvituð um að samfélagsmiðlar sé einn helsti áhrifaþátturinn í snyrtivörukaupum landsmanna. „Við fylgjumst því vel með á öllum helstu miðlum og reynum að grípa það sem verður vinsælt á þessum miðlum.
Það er samt því miður þannig að einhver af þeim merkjum sem hafa orðið vinsæl líta ekki á Ísland sem nógu stóran markað og hafa því ekki tekið boðum íslenskra heildsala um dreifingu á íslandi. Í flestum tilfellum getum við samt fundið sambærilegar vörur frá einhverjum af þeim frábæru merkjum sem eru í sölu hjá okkur.“
Þá segir Rakel að neytendur geti alltaf treyst því að vörur í Hagkaup séu frá upprunalegum framleiðanda og þurfi því ekki að óttast svokallaðan gráan markað. „Við leggjum okkur fram við að selja eingöngu vörur sem við vitum hvaðan koma. Við vinnum með íslenskum birgjum sem eru viðurkenndir dreifingaraðilar þeirra merkja sem eru í sölu hjá okkur. Fyrir okkur er uppruni snyrtivaranna og öryggi okkar viðskiptavina mikilvægara en einstakar vörur eða tískusveiflur. Við viljum að okkar viðskiptavinir geti treyst því að snyrtivörur sem þeir kaupa í Hagkaup komi beint frá upprunalegum framleiðanda.
Í snyrtivörudeildum Hagkaups er að finna breytt úrval ólíkra snyrtivörumerkja á allskonar verðbili fyrir alla aldurshópa. Við tökum reglulega inn ný vörumerki en svo eru alltaf að koma inn spennandi nýjungar frá þeim vörumerkjum sem við erum með. Það ættu því öll að geta fundið sér eitthvað við hæfi í snyrtivörudeildunum okkar,“ segir Rakel og bætir við að þjónustan í snyrtivörudeildunum sé líka einstaklega góð.
„Í samvinnu við mörg af stærri vörumerkjunum okkar eru fagaðilar að störfum í verslunum okkar sem eru með sérþekkingu á þeim vörum og vörumerkjum. Eins fær starfsfólk snyrtivörudeildanna okkar þjálfun bæði innanhúss hjá okkur og frá snyrtivöru heildsölunum sjálfum til þess að geta deilt þekkingu til viðskiptavina og greint þarfir þeirra.“