Sölumet slegið á Tax free í Hagkaup

Rakel Ósk Hreinsdóttir vörustjóri snyrtivöru segir viðtökur við Tax free …
Rakel Ósk Hreinsdóttir vörustjóri snyrtivöru segir viðtökur við Tax free alltaf góðar. „Við erum sannarlega þakklát fyrir þessar frábæru viðtökur.“ mbl.is/Eyþór

Á ný­af­stöðnum Tax free dög­um í Hag­kaup var slegið sölu­met en aldrei hef­ur verið selt eins mikið í tutt­ugu ára sögu Tax free dag­anna hjá Hag­kaup. Rakel Ósk Hreins­dótt­ir vöru­stjóri snyrti­vöru seg­ir viðtök­ur við Tax free alltaf góðar og það sé gam­an að upp­lifa þessa miklu stemn­ingu sem mynd­ist alltaf.

„Við erum sann­ar­lega þakk­lát fyr­ir þess­ar frá­bæru viðtök­ur. Það skipt­ir okk­ur gríðarlega miklu máli að geta boðið upp á þessi kjör og við sjá­um það á aukn­ingu í sölu og viðskipta­vin­um, hvort sem það er í versl­un eða á vefn­um okk­ar, að viðskipta­vin­ir okk­ar eru að nýta sér þessa daga og eru ánægðir með að geta verslað snyrti­vör­ur á betri kjör­um.

Það eru 25 ár síðan Hag­kaup bauð í fyrsta sinn upp á frí­hafn­ar­daga þar sem boðið var upp á 19.36% af­slátt af allri snyrti­vöru. Síðar fengu þess­ir dag­ar nafnið Tax free dag­ar en þá þekkt­ust slík­ir dag­ar ekki hér á Íslandi. Nú eru þess­ir dag­ar fast­ur liður í starf­semi Hag­kaups og hafa notið mik­illa vin­sælda öll þessi ár.“

Rakel talar um að það skipti gríðarlega miklu máli að …
Rakel tal­ar um að það skipti gríðarlega miklu máli að geta boðið upp á þessi góðu kjör og það sjá­ist á aukn­ingu í sölu og viðskipta­vin­um, hvort sem það er í versl­un eða á vefn­um okk­ar, að viðskipta­vin­ir okk­ar eru að nýta sér þessa daga og eru ánægðir með að geta verslað snyrti­vör­ur á betri kjör­um. mbl.is/​Eyþór

Mun­ar miklu að fá af­slátt

Rakal tal­ar um að Tax free hafi byrjað sem ein­föld hug­mynd, að geta keypt snyrti­vör­ur á betra verði án þess að þurfa að fara er­lend­is eða versla í frí­höfn. „Og svo geng­ur þetta það vel að við erum hér enn rúm­lega tutt­ugu árum síðar með þessa vin­sælu daga. Við höld­um Tax free daga um það bil fjór­um sinn­um á ári. Í hvert sinn eykst sal­an og viðskipta­hóp­ur­inn stækk­ar sem er að sjálf­sögðu okk­ar mark­mið. Al­mennt er nú mik­il leynd yfir því hvenær við höld­um Tax free daga en við telj­um að viðskipta­vin­ir okk­ar séu þó komn­ir á lagið með hvenær dag­arn­ir eru, eða svona um það bil,“ seg­ir Rakel og hlær.

„Ég held að ég sé ekki að ýkja þegar ég segi að al­geng­asta spurn­ing­in sem all­ir starfs­menn Hag­kaup fái er hvenær sé næst Tax free. Það er ótrú­lega skemmti­legt að fólk bíði eft­ir þess­um dög­um og hafi áhuga á að koma til okk­ar. Við erum að sjálf­sögðu með gott rennsli í búðina allt árið um kring en auðvitað vilja viðskipta­vin­ir okk­ar bíða eft­ir dög­um þar sem sér­stök kjör eru í boði. Oft á tíðum eru þetta dýr­ar vör­ur og það mun­ar miklu að fá af­slátt. Við erum virki­lega ánægð með að geta boðið okk­ar viðskipta­vin­um upp á þessa daga og þessi kjör. Eins finn­um við að sal­an á net­inu er sí­fellt að verða meiri og við höld­um vel utan um okk­ar vefsíðu og erum ávallt að stækka hana með því að bæta við vör­um og bæta þjón­ust­una.“

Á Tax free eru allar vörur í snyrtivörudeildunum á afslætti …
Á Tax free eru all­ar vör­ur í snyrti­vöru­deild­un­um á af­slætti á tax free, hvort sem það eru krem, förðun­ar­vör­ur, hár­vör­ur, ilm­vötn eða nagla­vör­ur og snyrti­vöru­deild­in í Hag­kaup í Smáralind er sú stærsta á land­inu. mbl.is/​Eyþór

Framúrsk­ar­andi þjón­usta og skemmti­leg­ir viðburðir

Á Tax free eru all­ar vör­ur í snyrti­vöru­deild­un­um á af­slætti á tax free, hvort sem það eru krem, förðun­ar­vör­ur, hár­vör­ur, ilm­vötn eða nagla­vör­ur og Rakel tal­ar um að snyrti­vöru­deild­in í Hag­kaup í Smáralind sé sú stærsta á land­inu. „Und­an­far­in ár höf­um við mark­visst byggt upp snyrti­vöru­deild­ina og auk þess erum við alltaf að end­ur­nýja deild­irn­ar okk­ar til þess að auka not­enda­upp­lif­un. Núna standa ein­mitt yfir mikl­ar breyt­ing­ar á deild­inni okk­ar í Garðabæ sem verður skemmti­legt að frum­sýna fljót­lega. Við vilj­um veita framúrsk­ar­andi þjón­ustu og erum alltaf að leita leiða til þess að gera bet­ur.

Við höf­um verið með sér­staka viðburði á Tax free dög­um sem og yfir árið og til dæm­is héld­um við ferm­ing­ar­kvöld fyrr á ár­inu þar sem við buðum ferm­ing­ar­börn­um og þeirra for­ráðamönn­um að koma í kennslu í húðum­hirðu og förðun fyr­ir þenn­an ald­urs­hóp. Við stefn­um að því að hafa enn fleiri viðburði og nám­skeið enda af nógu að taka í okk­ar deild­um.“

Í snyrtivörudeildum Hagkaups er að finna breytt úrval ólíkra snyrtivörumerkja …
Í snyrti­vöru­deild­um Hag­kaups er að finna breytt úr­val ólíkra snyrti­vörumerkja á allskon­ar verðbili fyr­ir alla ald­urs­hópa og reglu­lega eru tek­in inn ný vörumerki. mbl.is/​Eyþór

Vin­sæl­ir tísku­straum­ar

Aðspurð hvort inn­kaup hjá Hag­kaup séu hugsuð öðru­vísi eft­ir til­komu sam­fé­lags­miðla, og sér­stak­lega eft­ir til­komu Tik tok þar sem alls kyns vör­ur fara oft á flug, seg­ir Rakel að vissu­lega séu þau mjög meðvituð um að sam­fé­lags­miðlar sé einn helsti áhrifaþátt­ur­inn í snyrti­vöru­kaup­um lands­manna. „Við fylgj­umst því vel með á öll­um helstu miðlum og reyn­um að grípa það sem verður vin­sælt á þess­um miðlum.

Það er samt því miður þannig að ein­hver af þeim merkj­um sem hafa orðið vin­sæl líta ekki á Ísland sem nógu stór­an markað og hafa því ekki tekið boðum ís­lenskra heild­sala um dreif­ingu á ís­landi. Í flest­um til­fell­um get­um við samt fundið sam­bæri­leg­ar vör­ur frá ein­hverj­um af þeim frá­bæru merkj­um sem eru í sölu hjá okk­ur.“

Rakel talar um að hjá Hagkaup séu þau mjög meðvituð …
Rakel tal­ar um að hjá Hag­kaup séu þau mjög meðvituð um að sam­fé­lags­miðlar sé einn helsti áhrifaþátt­ur­inn í snyrti­vöru­kaup­um lands­manna og fylg­ist því vel með á öll­um helstu miðlum. mbl.is/​Eyþór

Vör­ur frá upp­runa­leg­um fram­leiðend­um

Þá seg­ir Rakel að neyt­end­ur geti alltaf treyst því að vör­ur í Hag­kaup séu frá upp­runa­leg­um fram­leiðanda og þurfi því ekki að ótt­ast svo­kallaðan grá­an markað. „Við leggj­um okk­ur fram við að selja ein­göngu vör­ur sem við vit­um hvaðan koma. Við vinn­um með ís­lensk­um birgj­um sem eru viður­kennd­ir dreif­ing­araðilar þeirra merkja sem eru í sölu hjá okk­ur. Fyr­ir okk­ur er upp­runi snyrti­var­anna og ör­yggi okk­ar viðskipta­vina mik­il­væg­ara en ein­stak­ar vör­ur eða tísku­sveifl­ur. Við vilj­um að okk­ar viðskipta­vin­ir geti treyst því að snyrti­vör­ur sem þeir kaupa í Hag­kaup komi beint frá upp­runa­leg­um fram­leiðanda.

Í snyrti­vöru­deild­um Hag­kaups er að finna breytt úr­val ólíkra snyrti­vörumerkja á allskon­ar verðbili fyr­ir alla ald­urs­hópa. Við tök­um reglu­lega inn ný vörumerki en svo eru alltaf að koma inn spenn­andi nýj­ung­ar frá þeim vörumerkj­um sem við erum með. Það ættu því öll að geta fundið sér eitt­hvað við hæfi í snyrti­vöru­deild­un­um okk­ar,“ seg­ir Rakel og bæt­ir við að þjón­ust­an í snyrti­vöru­deild­un­um sé líka ein­stak­lega góð.

„Í sam­vinnu við mörg af stærri vörumerkj­un­um okk­ar eru fagaðilar að störf­um í versl­un­um okk­ar sem eru með sérþekk­ingu á þeim vör­um og vörumerkj­um. Eins fær starfs­fólk snyrti­vöru­deild­anna okk­ar þjálf­un bæði inn­an­húss hjá okk­ur og frá snyrti­vöru heild­söl­un­um sjálf­um til þess að geta deilt þekk­ingu til viðskipta­vina og greint þarf­ir þeirra.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert