Guðjón Sigurbjartsson framkvæmdastjóri og eigandi HEI Medical Travel segir alla Íslendinga eiga rétt á bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu erlendis á góðum verðum. Hann er þaulvanur því að hjálpa fólki að velja heilbrigðisþjónustu sem hentar fyrir viðskiptavini sína enda er hann í sambandi við suma af bestu spítölum og meðferðarstöðum í heimi þegar kemur að tannlækningum, frjósemisaðgerðum og hárígræðslu svo eitthvað sé nefnt.
„Við höfum í ein átta ár hjálpað fólki að finna hágæða heilbrigðisþjónustu erlendis á góðum verðum. Það sem hefur verið hvað vinsælast hjá okkur á undanförnum árum er Helvetic-klíníkin okkar í Búdapest í Ungverjalandi en hún býður upp á hágæða tannlæknaþjónustu um leið og kostnaðurinn er um það bil helmingur þess sem þú borgar á íslenskum tannlæknastofum. Að mínu mati á hágæða tannlæknaþjónusta að vera öllum aðgengileg en á klíníkinni okkar er unnið eftir mjög nákvæmum vinnureglum,“ segir Guðjón og bætir við að Helvetic Clinics í Búdapest sé talin vera ein af bestu tannlæknastofunum í landinu.
„Stofan er í eigu tveggja Svisslendinga og tannlækna í Búdapest. Boðið er upp á breitt úrval tannlækninga, frá implöntum og krónum til fegrunartannlækninga. Á hverju ári velja hundruð Íslendinga Helvetic Clinics fyrir tannlækningar sínar sem við erum stolt af. Með persónulegri umönnun sem er sérsniðin að þínum þörfum er Helvetic Clinics áreiðanlegur valkostur fyrir tannlækningar í Ungverjalandi.“
Guðjón fer annan hvern mánuð með hópa til Búdapest á klíníkina á vegum fyrirtækisins og segir ferðina góða upplifun þar sem Helvetic tannlæknaklíníkin sé í miðborg Budapest. Allt í kring eru veitingastaðir og stærsta og flottasta verslunarhverfið er í stuttu göngufæri að hans sögn. Helvetic er með sambyggðu hóteli og stóru tannsmíðaverkstæði á staðnum. Helvetic þýðir í raun Sviss og stofan er með útibú þar og víðar í Evrópu.“
Hverjir eru helst að fara í þessar tegundir ferða með HEI Medical Travel?
„Það er fólk á besta aldri og upp úr. Einstaklingar sem hafa í gegnum tíðina ekki sett í forgang að passa upp á tennurnar sínar. Nú leyfa mörg sér að taka þær í gegn og vilja þá gjarnan fá ákveðið útlit á helmingi lægra verði. Það er gaman að fylgjast með Íslendingum heimsækja klíníkina í fyrsta skiptið því hún er glæsileg og fagleikinn skín af starfinu á staðnum. Þar má meðal annars finna fimmtán tannlæknastóla og allar sérgreinar í tannlækningum á sama stað. Hlutirnir ganga hratt fyrir sig og sérfræðingar stofunnar eru mjög framarlega á sínum sviðum.“
Hvernig hefur maður ferlið að panta í slíka ferð?
„Það sem ég mæli með er að fólk heimsæki Hei.is, heimasíðuna okkar og skoði hvað þar er í boði. Það er mjög auðvelt að hafa samband við okkur og óska eftir tilboði eða símtali varðandi þá þjónustu sem við bjóðum upp á. Það má einnig alltaf hringja í okkur í númerið 555-0725 og/eða senda erindi á hei@hei.is.
Á heimasíðunni er einnig hægt að sjá ýmsa aðra heilbrigðisþjónustu sem við bjóðum upp á erlendis. Svo sem frjósemisaðgerðir, þyngdarlækkandi aðgerðir, fegrunaraðgerðir, hárígræðslu og liðaskiptaaðgerðir.“
Hvað þarf að panta með miklum fyrirvara tannlæknaþjónustuna í Búdapest?
„Ég mæli með því að bóka aðeins fram í tímann en að sjálfsögðu reynum við að bregðast við strax ef það er ósk viðskiptavina okkar. Ég fer út með hóp af fólki annan hvern mánuð. Eins erum við með íslenskumælandi aðila á okkar vegum úti. Við fljúgum út þar sem við erum sótt út á flugvöllinn og svo er fyrsta nóttin frí á hóteli á vegum klíníkarinnar,“ segir hann og bætir við að einstaklingar sem ferðast vegna heilbrigðistengdrar þjónustu vilji vanalega ekki lenda í neinum ferðaævintýrum heldur hafa fókusinn á þeim aðgerðum sem þeir fara í. „Það er hins vegar enginn sem segir að ekki megi njóta ferðalagsins og þess staðar sem farið er til hverju sinni en til þess að þetta fari allt saman þarf góða skipulagningu og tengingar.“
Aðspurður um frjósemismeðferðir þá er HEI í samstarfi við Vistahermosa á Spáni. „Hjá Vistahermosa er boðið upp á bestu tæknifrjóvgunarmeðferðina á Spáni. Í 90% tilvika hefur Vistahermosa fundið lausn sem hjálpar konum að gera drauminn um að verða móðir að veruleika. Boðið er upp á glasafrjóvgun, eggjagjöf á Spáni, viðtöku eggfrumna frá maka og tæknisæðingu svo eitthvað sé nefnt. Verðin eru hagstæð úti og þjónustan algjörlega til fyrirmyndar. Margir okkar viðskiptavina hafa áður reynt töluvert á Íslandi og ekki náð árangri. Verðin eru hagstæð á Spáni, þá sér í lagi þegar við tökum árangurinn inn í myndina,“ segir Guðjón sem sjálfur á dóttur sem hefur leitað til Vistahermosa og úr þeirri samvinnu hafi orðið lítið yndislegt barnabarn sem er tveggja ára.
„Sigrún Lilja Guðjónsdóttir dóttir mín starfar hjá HEI og þjónustar þennan hluta starfseminnar. Það er svo margt í þessu ferli sem þarf að huga að. Ekki síst tilfinningalegt gildi þess að fá bestu þjónustu sem völ er á og þá að sleppa við að fara oft og tíðum á stofu sem ekki virkar. Ég hvet alla þá sem eru forvitnir um þessa þjónustu að vera í sambandi við okkur og fá að vita meira hvað er í boði. Við eigum alls ekki að lækka kröfurnar okkar á þessu sviði.“
Annar vinsæll þjónustuflokkur hjá HEI Medicical Travel að sögn Guðjóns er hárígræðsla. „Við bjóðum upp á ferðir til Medhair-klíníkarinnar í Istanbúl en hún er framkvæmd á LIV-spítalanum þar. Medical Park í Anatyla er líka stór og öflugur spítali í samnefndri sólarparadís við Miðjarðarhafið á suðurströnd Tyrklands. Þangað eru góðar flugtengingar í gegnum helstu flugvelli í Evrópu og auðvelt að komast. Ferlið hefst á því að hafa samband við okkur og fá verð í verkefnið. Nokkrar meðferðir eru í boði þegar kemur að hárígræðslu. Aðal meðferðin felst í að virkir hársekkir eru teknir þar sem nóg er af hári, yfirleitt aftan á höfði og er þeim plantað þar sem hár vantar vegna hárloss sem er yfirleitt ofan á höfði eða í kollvikum. Flestir þeir sem fara í þessar aðgerðir eru karlmenn en konum er að fjölga líka, ekki síst í hármeðferðir þar sem markmiðið er að þykkja hárið.
Hárvöxtur eftir ígræðslu er þannig að fyrst vaxa ígræddu hársekkirnir aðeins og detta síðan af á lífsferli sínum. Um sex mánuðum eftir hárígræðslu byrjar hárið að vaxa þykkt og þétt á svæðinu með meiri styrkleika og þéttleika en áður. Hárígræðslan kostar í kringum 280 þúsund krónur en það þarf að skoða hvern viðskiptavin fyrir sig og áætla kostnað eftir því.“
HEI Medical Travel býður einnig upp á þyngdarlækkandi aðgerðir á erlendri grundu og hafa magaermisaðgerðirnar verið vinsælar. „Þær eru framkvæmdar á Medical Park-háskólasjúkrahúsinu sem finna má meðal annars í Tyrklandi og er HEI umboðsaðili þeirra spítala á Íslandi. Flestir Íslendingar fara á háskólasjúkrahúsið í Istanbúl en þau sólþyrstu fara á Antalya á Miðjarðarhafströndinni sem er góður og fallegur kostur líka. Magaermi-pakkinn kostar í kringum 450 þúsund krónur og þjónustan í kringum hana er mjög góð. Innifalið í verðinu eru fjórir dagar á spítalanum og þrír dagar á hóteli, fyrir þig og fylgdarmanneskju þína. Þú ert sóttur á flugvöllinn og það er móttökuskrifstofa spítalanna á nýja flugvellinum í Istanbúl sem er mjög nútímalegur og flottur.“
Guðjón segir mikilvægt að Íslendingar hafi aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á og að HEI Medical Travel hafi orðið til vegna þess að fólk hafði áhuga á að ferðast erlendis fyrir heilbrigðisþjónustu, en vildi hafa gott íslenskt fyrirtæki með sér í liði og vali á stofnunum.
„Ég er öllum öngum þjónustunnar vel kunnur og þegar ég ferðast með hópana mína til sem dæmis Helvetica í Búdapest, þá er ég með skrifstofuna mína hjá þeim og sinni mínu fólki afskaplega vel. Þegar við erum að velja læknisþjónustu á stöðum sem bjóða upp á lægri verð, þá verðum við að geta treyst þjónustunni. Því er að mínu mati mikilvægt að unnið sé eftir bestu stöðlum sem í boði eru í dag og get ég sagt að viðskiptavinir okkar hafa yfirgnæfandi verið ánægðir með útkomuna hjá þeim þjónustuveitendum sem HEI Medical Travel hefur unnið með,” segir Guðjón Sigurbjartsson, framkvæmdastjóri og eigandi fyrirtækisins að lokum.