Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson (gunnardofri@mbl.is)
22.9.2015
Tillögur minni- og meirihluta voru sameinaðar til að draga úr því að minnihlutinn væri að leiðrétta það sem meirihlutinn hefði gert rangt, segir Halldór Halldórsson. Hann lýsti vonbrigðum með að meirihlutinn hefði ekki tekið til greina ítrekaðar ábendingar um að draga greinargerðina með tillögu sinni til baka.
Hann sagði að það myndi draga dilk á eftir sér.
Hann sagðist ekki hafa átt von á því fyrir fundinn að minnihlutanum yrði kennt um málið. Hann sagði borgina hafa tapað trúverðugleika þegar kæmi að mannréttindamálum. Íslendingar stæðu í ýmsum þvingunaraðgerðum, en í samráði við aðrar þjóðir.
Hann sagði eðlilegt að menn íhuguðu að segja af sér.
„Losaði þig við fólkið sem dregur þig niður. Það er ekki þess virði, því miður,“ sagði hann um meirihlutasamstarfið og vitnaði í ónefnt skáld.
22.9.2015
22.9.2015
„Heimurinn hættir náttúrlega ekki að snúast,“ segir S. Björn Blöndal; tillögur verði lagðar fram og mannréttindi virt. Hann segist vonast til þess að fyrirliggjandi tillaga um að draga fyrri tillögu til baka verði samþykkt.
S. Björn og Áslaug Friðriksdóttir hafa deilt nokkuð um skynjanir og upplifanir fólks á afstöðu meirihlutans.
22.9.2015
Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni að svo virtist sem fulltrúum meirihlutans væri sama um þær afleiðingar sem tillagan sem samþykkt var 15. september hefur að hennar mati haft í för með sér.
Hún segir engu máli skipta hvernig borgarfulltrúum líði vegna þessa, heldur sé það eina sem skipti nú máli að lágmarka skaðann eftir að meirihlutinn sendi þau kolröngu skilaboð að sniganga vörur frá heillri þjóð.
„Þetta eru ótrúlegir stælar og undanbrögð,“ sagði Áslaug að meirihlutinn hafi sýnt af sér. „Þetta er fáránleg niðurstaða.“ Hún rifjaði upp orð borgarstjóra í byrjun fundar þess efnis að greinargerðir skiptu ekki máli, aðalmálið væri að verið væri að draga tillöguna til baka. Annað segir hún að hafi komið í ljós í máli borgarfulltrúanna, sem hún segir „fabúlera“ um að skaðinn sé nánast enginn.
22.9.2015
Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, sagði að „sitt eigið innra eftirlit,“ sem hann sagði hafa klikkað í síðustu viku, bjóði honum ekki annað en að draga tillöguna til baka. Þar hafi borgarfulltrúarnir sem samþykktu tillöguna þann 15. september ekki velt tillögunni nógu vel fyrir sér.
Jafnvel þótt tillagan hafi verið til í kerfinu, eins og hann orðaði það, um langan tíma, þá komst hún ekki í umræðuna fyrr en Björk Vilhelmsdóttir lagði hana fram stuttu fyrir fundinn. Hann baðst afsökunar á að hafa farið fram úr sjálfum sér þegar tillagan var samþykkt.
Honum, sem öðrum, hafi þó gengið gott eitt til með samþykkt tillögunnar. Hann sagðist reglulega hafa vakið athygli á því þegar aðrir valdhafar, svo sem lögregla og forsætisráðherra, hafi gengið of langt við beitingu valds síns og hann gæti því ekki annað en greitt atkvæði með því að draga tillöguna til baka.
22.9.2015
Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, sagði á borgarstjórnarfundinum í kvöld að borgarstjórn hafi samþykkt umdeilda tillögu þann 15. september, en ekki brotið lög. Hún sagði kröfur um afsögn ekki eiga rétt á sér.
Hún sagði eftir sem áður að hún myndi samþykkja að draga tillöguna til baka því hún trúir því að samstilltur meirihluti geti fundið leið til að standa áfram með frjálsri Palestínu. Hún sagði meiri yfirlegu yfirtillöguna líklega til að skila meiri árangri.
22.9.2015
S. Björn Blöndal sagði í ræðu sinni að afskaplega slæmt hafi verið að tiltaka ekki að til stæði að sniðganga vörur frá hernumdu svæðum Palestínu. Því þyrfti að bakka og að vel gæti verið að hægt væri að koma áherslunum á framfæri með öðrum hætti en að sniðganga vörur. Það kæmi hins vegar í ljós við nánari skoðun.
22.9.2015
S. Björn Blöndal, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar, sagði að viðbrögð borgarstjóra í málinu hafi einkennst af yfirvegun og auðmýkt. Kröfur um afsögn borgarstjóra væru hins vegar yfirspil af hálfu minnihlutans að hans mati.
22.9.2015
Áslaug María Friðsiksdóttir sagði á borgarstjórnarfundi í dag að meirihlutinn hafi vitað frá upphafi að tillagan gengi ekki upp. Skúli Helgason svaraði henni og sagði að borgin væri mannréttindaborg sem hefði mannréttindastefnu og myndi fylgja henni áfram.
Áslaug kom aftur í pontu og sagði minnihlutann umfram allt að farið væri að lögum. „Annaðhvort eruð þið að styðja lögbrot eða eruð að fara fram með óteúlega tillögu sem þið vitið að getur ekki gengið í gegn,“ sagði Áslaug. Hún sagði þurfa þrjú ár hið minnsta til að útfæra tillöguna.
22.9.2015
Hjálmar Sveinsson sagði í andsvörum við ræðu sem Kjartan Magnússon hélt að tilgangur ræðunnar hafi umfram allt verið að koma höggi á vinsælan borgarstjóra. Kjartan sagði þó vel geta verið að hann hafi farið úr einu í annað í sinni ræði, en það hafi verið vegna þess að tími er takmarkaður.
22.9.2015
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði á fundinum að ekki væri ástæða til annars en að binda með afgerandi hætti enda á málið til að senda skýr skilaboð út í heim.
22.9.2015
Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði að fólk ætti ekki að hafa of miklar áhyggjur af tjóni sem ekki er ljóst hvert verður.
Hann benti á að Whole Foods hafi margsinnis hótað að taka íslenskar vörur úr hillum sínum, auk þess sem ekki var frallið frá viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi, þrátt fyrir að það gæti haft í för með sér mikið tjón fyrir sjávarútveginn.
22.9.2015
Sveinbjörg Birna sagði nauðsynlegt fyrir borgina að fá aðstoð til að senda fréttatilkynningar út heim og stíga skref í áttina að því að „núlla út þetta tjón,“ sem hún sagði eftir sem áður að væri ósannað.
22.9.2015
22.9.2015
Bréfið, sem Júlíus Vífill sagði Höskuld Ólafsson, bankastjóri Arion banka, sendi Degi B. Eggertssyni, er aðgengilegt í heild á mbl.is. Hér má lesa bréfið.