Umsjón: Hólmfríður Gísladóttir (holmfridur@mbl.is)
Umfjöllun lokið: síðast uppfært fim. 20. okt. 2016 kl. 0:00
03:03 Frétt:
Mun Trump ekki una niðurstöðunni?03:43
Skiptir stærðin máli?03:37
„Enginn virðir konur meira en ég“03:34
„Svo viðbjóðsleg kona“20.10.2016
Þotur forsetaframbjóðendanna beggja mættust á McCarran alþjóðaflugvellinum í Las Vegas fyrr í dag, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Ljóst er að einhver stærðarmunur er á þotunum.
20.10.2016
Twitterteymi Clinton setur ummæli Trumps í samhengi... við ummæli hans klukkustund áður.
20.10.2016
Athygli vakti fyrr í kvöld þegar Trump greip fram í fyrir svari Clinton við spurningu spyrilsins, og sagði hana „svo viðbjóðslega konu.“ (e. „such a nasty woman.“)
20.10.2016
Hvað sem umfjöllun fjölmiðla líður virðist maðurinn sjálfur að minnsta kosti sáttur við frammistöðu sína í kvöld.
20.10.2016
Mesta athygli hefur vakið, eins og mbl.is greindi frá fyrr í kvöld, að Donald Trump neitaði að svara hvort hann myndi una niðurstöðu kosninganna, færi svo að hann lúti í lægra haldi fyrir Clinton.
20.10.2016
Nate Silver, sem þekktur er fyrir færni sína í að greina niðurstöður kannana, segir útlitið ekki bjart fyrir Trump.
20.10.2016
Þriðju kappræðum forsetaframbjóðendanna er þá lokið. Í framhaldi þessa munu stjórnmálaskýrendur greina frá sinni skoðun á því hvor þeirra stóð sig betur og mun mbl.is greina frá því innan stundar.
Fyrir áhugasama virtist sem frambjóðendurnir tækjust ekki í hendur við lokin, þar sem Trump hélt sig við ræðupúltið þar til Clinton hafði tekið í höndina á og gengið frá stjórnandanum Chris Wallace
20.10.2016
Umræðurnar snúast nú um skuldir Bandaríkjanna, og bendir Clinton á að Trump hafi gagnrýnt Ronald Reagan Bandaríkjaforseta á nákvæmlega sama hátt árið 1987 og hann geri nú, árið 2016, í tilfelli Obama.
Reynir hún þar að höggva skarð í fylgi Trump á meðal repúblikana, sem margir hverjir hafa Reagan í guðatölu.
20.10.2016
Clinton og Trump tókust ekki í hendur við upphaf kappræðanna, rétt eins og í þeim síðustu. Þó tókust þau í hendur við upphaf þeirra fyrstu og við lok síðustu kappræða. Enn á eftir að koma í ljós hvort þau takist í hendur nú á eftir. Stjórnmálaskýrendur fréttastöðvanna vestanhafs fylgjast eflaust grannt með.
20.10.2016
Mikla athygli hefur vakið að Trump segist ekki vilja svara því, hvort hann muni una niðurstöðu kosninganna, fari svo að hann lúti í lægra haldi fyrir Clinton. Ekki hefur verið venja fyrir slíku í Bandaríkjunum, svo vægt sé til orða tekið.
20.10.2016
Einhverjir eru ósammála Trump, þar á meðal þáttastjórnandinn Bill Maher.
20.10.2016
Frambjóðendurnir eru spurðir hvort þeir séu viljugir til að senda bandarískt herlið til Íraks, til að koma í veg fyrir að nokkurs konar tómarúm myndist fyrir samtökin Ríki íslams til að starfa, eftir að sókninni gegn þeim í Mosúl er lokið.
Ég er vongóð um að erfiðisvinnan sem bandarískir herráðgjafar hafa lagt af mörkum, muni skila okkur árangri, en við vitum að það bíður okkur enn mikið verk,“ segir Clinton.
Trump segir það sorglegt að hafa misst Mosúl. Gríðarleg mistök bandarískra ráðamanna, þar á meðal Clinton, hafi valdið því að borgin féll í greipar hryðjuverkasamtakanna. Bendir hann á að Clinton hafi greitt atkvæði á þingi með innrás í Írak, sem hafi komið af stað öllu saman.
„Við ætlum að taka Mosúl, og vitið þið hver græðir mest á því? Íran. [...] Stóri sigurvegarinn verður Íran.“
20.10.2016
Stjórnmálaskýrendurnir hjá FiveThirtyEight segja 57% Bandaríkjamanna ósátt við hvernig Clinton svarar spurningum um notkunina á tölvupóstfangi sínu, þegar hún gegndi embætti utanríkisráðherra.
20.10.2016
Samtök bandarískra byssueigenda styðja ekki Hillary Clinton, og þarf engan að undra.
20.10.2016
„Allt sem ég gerði í starfi mínu sem utanríkisráðherra var til að þjóna hagsmunum Bandaríkjanna,“ segir Clinton, spurð um tölvupóstahneykslið margumrædda.
Í framhaldinu tala þau í belg og biðu í á að giska tuttugu sekúndur, þar sem varla heyrist orða skil.
„Þú talar um konur og kvenréttindi, þetta er fólk sem fer hræðilega með þær, og samkynhneigða. Og þú tekur við peningum þeirra,“ segir Trump og vísar til fjárveitinga Sádi-Arabíu til Clinton-stofnunarinnar.