Ert þú með ábendingu?

Sendu okkur myndir eða myndskeið úr þínu nærumhverfi á frettir@mbl.is eða með skilaboðum á Facebook-síðu mbl.is

Kvennafrídagurinn 2016

Umsjón: Skúli Halldórsson (sh@mbl.is)

Umfjöllun lokið: síðast uppfært mán. 24. okt. 2016 kl. 0:00

Konur leggja niður störf til að mótmæla ójöfnum kjörum kynjanna á vinnumarkaði.

mbl.is

Við þökkum fyrir samfylgdina, umfjölluninni hefur lokið.

Fjöldi fólks á Ráðhústorgi

Fjöldi fólks mætti á Ráðhústorgið á Akureyri í dag, eins og mbl.is hefur áður greint frá. Blaðamaður og ljósmyndari mbl.is tók þessar myndir af þeim sem þar komu saman.

Baráttukveðjur frá Landspítalanum

Konur á deildum A-7 og B-7 á Landspítalanum í Fossvogi komu saman fyrr í dag framan við deildirnar tvær og sendu baráttukveðjur til fundargesta á Austurvelli.

Þekkir þú einhverja á myndunum?

Þjóðminjasafnið birtir þrjár myndir af kvennafrídeginum sem fyrst var haldinn þennan dag árið 1975. Greina má andlit nokkurra af þeim fjölda kvenna sem streymdi í miðbæ Reykjavíkur þann dag.

Flykktust úr Háskóla Íslands

Háskóli Íslands birtir eftirfarandi myndskeið á Facebook-síðu sinni, þar sem sjá má nemendur og starfsfólk leggja leið sína á Austurvöll fyrr í dag.

Einn launalaus mánuður?

Víða má nú sjá skilti með þessari áletrun, og ljóst að margir vilja fá núverandi ástandi breytt.

Áfram stelpur!!! #kvennafrí

A photo posted by Gréta Matt (@grjetamatt) on Oct 24, 2016 at 9:13am PDT

„Viltu Gericomplex?“

Og í tilefni dagsins er hér hið fræga lag Grýlanna í heild sinni, í flutningi Elínar Ey.

„Hvað er svona merkilegt við það...“

„...að vera karlmaður?“ heyrist meðal annars sungið í meðfylgjandi myndskeiði, sem blaðamaður mbl.is tók upp fyrir skömmu á Austurvelli.

„Nenni ekki að bíða til 2068“

Ég veit ekki með ykkur en ég nenni allavega ekki að bíða! #kvennafrí #jöfnkjör

A photo posted by ingasara92 (@ingasara92) on Oct 24, 2016 at 9:06am PDT

Skiltið á tröppum Alþingishússins vísar til yfirlýsingar aðstandenda kvennafrídagsins frá því fyrr í dag, þar sem fram kom að ef áfram heldur sem horfir, verður launamun kynjanna ekki útrýmt fyrr en árið 2068.

Valkyrjuklapp á Austurvelli

Fjöldinn sem saman er kominn á Austurvelli sést glöggt á meðfylgjandi myndskeiði.

„Hvenær verða allir menn taldir menn?“

Fjölmennur fundur á Akureyri

Nokkur fjöldi er mættur á Ráðhústorgið á Akureyri til að berjast fyrir kjarajafnrétti kynjanna.

Morgunblaðið þriðjungi minna

„Ég held að ég hafi aldrei stutt verk­fall en ég leit ekki á þetta sem verk­fall. Þetta var krafa um jöfn rétt­indi karla og kvenna og þannig já­kvætt fram­tak,“ sagði Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, í samtali við tímarit breska ríkisútvarpsins á síðasta ári.

Tilefnið var að fjörutíu ár voru þá liðin frá fyrsta kvennafrídeginum árið 1975, en þá felldu niður störf allar þær konur sem störfuðu við blaðið.

Þoldu engan launamissi

Telur Styrmir að eng­ar þeirra hafi þó þurft að þola neinn launam­issi vegna þessa. All­ar hafi þær þá snúið aft­ur á miðnætti, til að aðstoða við að gefa út blað næsta dags.

Það var þó tals­vert styttra en venju­lega, 16 blaðsíður, í stað 24.

Sjá umfjöllun tímaritsins

mbl.is í beinni frá Austurvelli

„Ömmur þurfa líka jafnrétti“

Fólk á öllum aldri er saman komið á Austurvelli til að mótmæla launamun kynjanna.

Hættum þessu rugli! #kvennafrí

A photo posted by María Hrund Marinósdóttir (@mariahrund) on Oct 24, 2016 at 8:07am PDT

Pylsur seldust upp og landið lamaðist

Vig­dís Finn­boga­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­seti Íslands, seg­ir að það sem gerðist þenn­an dag fyrir 41 ári, hafi verið fyrsta skref kvenna á Íslandi til að losna úr ánauð sinni.

„Þetta gjör­sam­lega lamaði landið og augu margra karla opnuðust í kjöl­farið,“ sagði Vig­dís í samtali við tímarit breska ríkisútvarpsins í tilefni af þessum degi á síðasta ári.

Börn að leik í útvarpinu

Bank­ar, verk­smiðjur og marg­ar búðir neydd­ust til að loka dyr­um sín­um vegna þessa, auk skóla og dag­heim­ila. Þurftu marg­ir feður því að taka börn sín með á vinnustaði þeirra. Hermt er að svo mik­il spurn hafi verið eft­ir pyls­um, sök­um vin­sælda þeirra á meðal barna og þess hversu auðvelt er að elda þær, að þær hafi selst upp þenn­an dag.

„Við gát­um heyrt börn að leik í bak­grunn­in­um á meðan frétta­skýrend­ur lásu upp frétt­ir í út­varp­inu. Það var frá­bært áheyrn­ar, vit­andi það að karl­arn­ir þyrftu að sjá um allt sam­an,“ sagði Vig­dís.

Einhverjum stóð ekki á sama

„Ég held að í fyrstu hafi körl­un­um fund­ist þetta vera fyndið uppá­tæki, en mig rek­ur ekki minni til þess að nokk­ur hafi verið reiður,“ seg­ir Vig­dís, spurð hvaða skoðun karl­ar hafi haft á frí­deg­in­um. „Þeir áttuðu sig á því að ef þeir settu sig upp á móti þessu eða neituðu kon­um um leyfi þá myndu þeir fljótt missa vin­sæld­ir sín­ar.“

Heyrst hafi þó af nokkr­um körl­um sem stóð ekki al­veg á sama á þess­um bar­áttu­degi kvenna. Er eig­inmaður einn­ar þeirra kvenna sem tóku þátt í ræðuhöld­um dags­ins sagður hafa verið spurður af vinnu­fé­laga sín­um:

„Af hverju leyf­irðu kon­unni þinni að gaula svona á al­manna­færi? Aldrei myndi ég nokk­urn tíma leyfa kon­unni minni að gera þetta.“ Eig­inmaður­inn svaraði þá um hæl: „Hún myndi held­ur aldrei nokk­urn tíma gift­ast manni eins og þér.“

Útvarpsviðtal BBC við Vigdísi