Milljónir kvenna hafa orðið fyrir limlestingum þar sem hluti ytri kynfæra þeirra er skorin burt. Sameinuðu þjóðirnar skilgreina kynfæralimlestingu kvenna sem pyntingar og einn hættulegasta verknað sem tíðkast á jörðinni í dag. Siðurinn er á undanhaldi í heiminum, en er þó enn ógn við heilsu milljóna stúlkna.