MÁLEFNI

Nágrannaslagir

Nágrannaslagir

Martröð flestra stuðningsmanna er að þurfa að horfast í augu við stuðningsmann nágrannaliðsins eftir erfiðan tapleik. Að sama skapi er ekkert skemmtilegra en að fá tækifæri til að skjóta aðeins á náungann ef liðið þitt vann erkifjandann, hvort sem þú rekst á hann strax eftir leik, úti í búð eða póstar einhverju á Facebook. Nágrannaslagir hafa lengi verið órjúfanlegur verið hluti af íþróttasögunni. Í þeim brýst oft út einhver ólýsanleg spenna sem hefur verið byrgð inni alveg síðan dómarinn flautaði til leiksloka í síðustu rimmu. Þessum greinaflokki er ætlað að varpa ljósi á mikilvægi þessara leikja fyrir þá sem að þeim koma og hvað það er sem gerir þá oft á tíðum skemmtilegri en aðra leiki. 

RSS