Skotárás í Fellahverfi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra voru kallaðar út um níuleytið 5. ágúst vegna tilkynningar um skothvelli fyrir utan söluturn í Iðufelli. Hópur manna hafði safnast þar saman til að gera upp mál sín á milli að því er lögregla telur en það sló í brýnu milli hópanna sem endaði með að skotið var af haglabyssu í átt að bíl þar sem tveir menn voru. Lögregla lokaði götum í nágrenninu þegar rannsókn fór fram, en síðar kom í ljóst að enginn hafði slasast vegna byssuskotsins. Almenn lögregla vopnaðist í aðgerðum lögreglunnar.

RSS