Ólíkir kraftar togast á um íslenska náttúru, eina mestu auðlind Íslands. Styrkur þeirra allra hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Horfur eru á aukinni raforkuþörf, náttúruvernd hefur fengið byr í seglin og ferðaþjónustan, sem byggir að miklu leyti á aðdráttarfli hinnar óspilltu náttúru, blómstrar sem aldrei fyrr. Íslendingar standa nú að mörgu leyti á tímamótum í uppbyggingu stóriðju. Og þá vaknar spurningin: Þarf að virkja meira í bráð?