Skráðu þig inn til að horfa á þáttinn
Athugið að Dagmálsþættir eru aðeins fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.
Íþróttir
24. mars 2025
Landsliðseinvaldur íslenska landsliðsins í hestaíþróttum er gestur Dagmála í dag. Hann á að baki einn lengsta keppnisferil sem íslenskur íþróttamaður hefur lagt að baki og það sem meira er, hann er enn að. „Ég er enn með „götsið,“ og á meðan að það er til staðar og ég trúi að ég geti unnið, þá held ég áfram,“ segir hinn magnaði afreksíþróttamaður, Sigurbjörn Bárðarson.
Margt ber á góma í spjalli dagsins. Sú breyting sem hefur orðið á ræktunarstarfi íslenska hestsins. Áður fyrr voru menn ofurlítið hver í sínu horni og ræktuðu upp ólík einkenni og skapgerðir. Í dag segir Sigurbjörn er ræktunarstarfið orðið einsleitara og allir að leita í sömu genin.
Íslenski hesturinn hefur stækkað og munar þar miklu þegar horft er til fyrri ára. Gott atlæti á þar stóran þátt.
Framundan er heimsmeistaramót íslenska hestsins í Sviss í ágúst. Frábær árangur náðist á síðustu heimsleikum en brekkan verður sífellt brattari segir Sigurbjörn sem þó ætlar sér að skila titlum heim. Hann horfir á fjóra titla í Sviss til að hann verði ánægður.
Það er eldmóður í knapanum þegar hann ræðir um íslenska hestinn. Hann er uppfullur lotningar og aðdáunar á hestinum sem hann vill meina að á sínum tíma hafi haldið lífi í þjóðinni og verið þarfasti þjónninn. Risið svo úr því hlutverki til að verða sporthestur sem þúsundir Íslendinga njóta og elska.
Fáðu meira með vikupassa!
Vikupassinn veitir þér fullan aðgang að Dagmálum ásamt öllu öðru efni fyrir áskrifendur Morgunblaðsins í viku fyrir aðeins 2.790 kr.
Fréttir - Ritstjórnargreinar - Menning - Umræðan - Minningargreinar - Viðtöl - Viðskipti - Daglegt líf - Aðsendar greinar - og umfram allt: fagleg fréttamennska