Inflúensan skollin á af fullum þunga

Hin árlega inflúensa er skollin á af fullum þunga og lýkur tímabilinu sem hún geisar ekki fyrr en langt er liðið á vetur. Ívið fleiri innlagnir hafa verið á sjúkrahús í ár, miðað við sama tíma í fyrra en það getur þó leitað jafnvægis í samanburði við fyrri ár þegar upp er staðið. Guðrún Aspelund, sóttvarnarlæknir er gestur Dagmála Morgunblaðsins og ræðir þar stöðuna. Fjölmargar aðrar öndunarfærasýkingar geisa og má þar nefna RS-vírusinn hjá börnum aðallega en vísbendingar eru um að hann sé að gefa eftir. Rhino-veiran er um allt og einnig eru áberandi kórónu-veirur og fleira sem getur lagt hraustustu einstaklinga í rúmið, tímabundið. Enn er ekki of seint að fara í innflúensusprautu og hvetur Guðrún þá sem eru í áhættuhópi, eldra fólk og þá sem kunna að vera með undirliggjandi sjúkdóma til að nýta sér bólusetningu. Hún staðfestir að bóluefni er enn til. Þátttaka Íslendinga þegar kemur að bólusetningum er á bilinu 40 til 50% þegar hlutfallið þyrfti að vera mun hærra ef góður árangur ætti að nást. Í Dagmálaþættinum ræðir Guðrún Aspelund um allt milli himins og jarðar þegar kemur að veirum og mögulegum heimsfaraldri. Hún ræðir þau gögn sem til eru um uppruna Covid-19 þegar mannkynið stóð skyndilega frammi fyrir nýrri og áður óþekktri veiru. Hvaða geta ógningar komið? Er það utan úr geimnum? Eða þurfum við að hafa áhyggjur af því þegar sífrerinn í Síberíu og víðar þiðnar? Þá svarar hún líka spurningunni hver er hræðilegasti sjúkdómurinn sem veirur valda og gæti náð mögulega mikilli útbreiðslu. Loks er það aðgerðaráætlun sem stjórnvöld samþykktu vegna sýklalyfja ónæmra baktería. Loks má nefna fuglaflensuna sem greinst hefur í fjölda fugla hér á landi og smitast yfir í ketti og mink. Þegar heilsulegar hörmungar eru til umræðu er af nógu að taka.

100% frá hjartanu

Hildur Kristín Stefánsdóttir byrjaði árið með því að senda frá sér Afturábak, fyrstu breiðskífuna á löngum tónlistarferli. Hún segir að platan sé 100% frá hjartanu og öll unnin frá tilfinningum og upplifunum sem hún hefur átt síðustu ár.

Fann hvernig líkaminn var að deyja

Davíð Goði Þorvarðarson er 27 ára gamall kvikmyndagerðarmaður og fyrirtækjaeigandi. Fyrir ári síðan veiktist hann illa af óþekktum sjúkdómi sem varð til þess að hann þurfti að ganga í gegnum krabbameinsmeðferð og beinmergsskipti í Svíþjóð. Davíð segir sögu sína í þætti dagsins og hvernig það að hafa óbilandi trú á eigin getu hafi að mörgu leyti bjargað lífi hans. Davíð ásamt föður sínum Þorvarði Goða reka fyrirtækið Skjáskot en þeir feðgar stofnuðu það árið 2019.

Grænland efst á baugi

Grænland, næsti nágranni Íslands, barst óvænt í alþjóðlega umræðu þegar Donald Trump ítrekaði óskir um aukin áhrif Bandaríkjanna þar. Egill Þór Níelsson og Þórður Þórarinsson fjalla um Grænland, Ísland og heimsmálin.