Regluverkið verður sífellt þyngra

Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SFF, er gestur Dagmála í dag. Þar fjallar hún meðal annars um gullhúðun íslenskra stjórnvölda á regluverki fjármálageirans, hvernig fyrirtækin hafa brugðist við því og hvaða áhrif það hefur á reksturinn, um samkeppni á fjármálamarkaði, stöðuna framundan og margt fleira.

„Við erum alltof fá“

Heimilislæknar á Íslandi eru helmingi of fáir til að geta starfað í anda þeirrar hugmyndafræði sem þeir kjósa að starfa eftir. Mikið álag er á heilsugæslunni á Íslandi þó einkum á höfuðborgarsvæðinu vegna þessa. Margrét Ólafía Tómasdóttir formaður félags heimilislækna á Íslandi er gestur Dagmála í dag og ræðir meðal annars þá stöðu sem uppi er í heilsugæslunni hér á landi.

Íslenskt þungarokk í öndvegi

Þorsteinn Kolbeinsson féll snemma fyrir þungarokki og það hefur átt hug hans og hjarta alla tíð. Hann hefur verið duglegur við að kynna íslenskt þungarokk og koma rokksveitum á framfæri erlendis.

Tónar sem mega ekki týnast

Helgi Jónsson er ritstjóri Glatkistunnar, eins stærsta gagnagrunns um íslenskt tónlistarlíf og sögu þess, allt frá tólftu öld til dagsins í dag. Hann ræðir við mbl.is um þetta umfangsmikla verkefni sem hófst í raun sem einfalt Word-skjal sem átti að halda utan um plötusafnið hans.