mbl | sjónvarp

Margrét Lára: Að spila á móti mögulega besta liði heims

ÍÞRÓTTIR  | 3. febrúar | 13:17 
„Við spilum á móti mögulega besta liði í heimi þessa dagana og stöndum dálítið vel í þeim,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Vellinum á Símanum Sport.

„Við spilum á móti mögulega besta liði í heimi þessa dagana og stöndum dálítið vel í þeim,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Vellinum á Símanum Sport.

Þar átti hún við Bournemouth sem gerði Liverpool erfitt fyrir er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardag. Liverpool vann leikinn að lokum 2:0 með tveimur mörkum frá Mohamed Salah.

„Það er risasigur fyrir lið eins og Bournemouth,“ bætti Margrét Lára við.

„Þetta er algjörlega magnað,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen um síðara mark Salah í leiknum.

Umræðu þeirra ásamt þáttastjórnandanum Herði Magnússyni um leik Bournemouth og Liverpool má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Enski boltinn

Mest skoðað

Loading