mbl | sjónvarp

Sigurmarkið reyndist sjálfsmark (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 4. febrúar | 16:58 
Chelsea vann endurkomusigur á West Ham United, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í gærkvöldi. Aaron Wan-Bissaka varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark sem reyndist sigurmark Chelsea.

Chelsea vann endurkomusigur á West Ham United, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í gærkvöldi. Aaron Wan-Bissaka varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark sem reyndist sigurmark Chelsea.

West Ham komst yfir í fyrri hálfleik þegar Jarrod Bowen skoraði með laglegri afgreiðslu eftir mistök Levi Colwill.

Pedro Neto jafnaði metin fyrir Chelsea í síðari hálfleik áður en Wan-Bissaka stýrði fyrirgjöf Coles Palmers í eigið neti.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

Enski boltinn

Mest skoðað

Loading