Fréttir vikunnar


ÍÞRÓTTIR Þrátt fyrir að árangur Ítala hafi verið undir væntingum á EM í fótbolta mun Luciano Spalletti halda starfi sínu sem þjálfari. Forseti ítalska knattspyrnusambandsins staðfestir það.
ERLENT Fyrsta umferð þingkosninga fer fram í Frakklandi í dag en hægriflokkar gætu nú komist til valda, í fyrsta sinn frá árinu 2012.
ÍÞRÓTTIR Alex Pereira varði heimsmeistaratitil sinn í léttþungavigt með tilþrifum gegn Tékkanum Jiri Prochazka í Las Vegas í nótt. Brasilíumaðurinn sigraði með rothöggi í annari lotu.
SMARTLAND „Eftir að ég missi pabba fór ég í gegnum mjög erfitt tímabil sem mun móta mig að eilífu. Það var íkveikjan mín á ástríðunni fyrir heilsu og gerði mig meðvitaðri um mikilvægi hennar.“
INNLENT Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um einstakling í annarlegu ástandi sem var með ógnandi tilburði í Hafnarfirði. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð til vistunar vegna brots á lögreglusamþykkt fyrir Hafnafjörð og vegna ástands síns.

Danir minnast harmleiks

(1 hour, 15 minutes)
ÍÞRÓTTIR Árið 2009 varð danskur leikmaður fyrir eldingu í fótboltaleik og missti annan fótinn. Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, og aðstoðarmaður hans voru þjálfarar leikmannsins. Þrumuveðrið í leik Þýskalands og Danmerkur í gær vakti upp slæmar minningar hjá Hjulmand.

Ísland vann Sviss í lokaleik HM

(1 hour, 45 minutes)
ÍÞRÓTTIR Landslið Íslands skipað leikmönnum tuttugu ára og yngri lagði Sviss í leik um sjöunda sætið á heimsmeistaramóti U20 ára í handbolta í Skopje í morgun.
ERLENT Anne Rokne Bolkesjø og fjölskyldu hennar rak í rogastans þegar aldursgreining húskofa á lóð þeirra í Notodden í Telemark í Noregi leiddi í ljós að þar var komið elsta varðveitta timburhús landsins, byggt um 1220. Þau létu eljuverk viðhalds ekki stöðva sig heldur gerðu húsið upp og reka nú eitt elsta hótel heims í garði sínum.
ÍÞRÓTTIR „Persónulega upplifi ég ekki neina pressu frá bæjarfélaginu, þetta er miklu frekar gleði,“ sagði körfuknattleikskonan Birna Valgerður Benónýsdóttir í Dagmálum.
200 Albert Páll Albertsson lenti fyrir tveimur árum í skelfilegu slysi er hann var við störf á sjó og lenti útbyrðis. Þökk sé snöggum viðbrögðum áhafnarinnar á Víkingi AK-100 tókst að bjarga honum en síðan tók við langur líkamlegur og andlegur batavegur.
ICELAND Sævar Markús Óskarsson runs the Icelandic fashion house SÆVAR MARKÚS. He doesn’t just design the clothes in the collection, he also designs the materials. He takes great pride in patterns and designs. Sometimes he works at Apotek Atelier on Laugavegur where he sells his products alongside Halldóra Sif, who runs the Icelandic fashion house Sif Benedicta.

Hætta leitinni að Slater

(2 hours, 10 minutes)
ERLENT Leitinni að hinum 19 ára Jay Slater á Tenerife hefur verið hætt. Hans hefur verið saknað síðan 17. júní.

Argentína á siglingu (myndskeið)

(2 hours, 23 minutes)
ÍÞRÓTTIR Lautaro Martinez skoraði bæði mörk Argentínu í 2:0 sigri á Perú í lokaleik A-riðils Ameríkubikarsins í nótt. Chile og Kanada gerðu markalaust jafntefli á sama tíma.

Víkingaskip fær framhaldslíf

(2 hours, 26 minutes)
INNLENT Við Hjörleifshöfða á Mýrdalssandi er nýlega komið upp stórt víkingaskip. Skipið er á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Viking Park Iceland, sem stefnir að því að byggja upp sögu- og menningartengda ferðaþjónustu við Hjörleifshöfða og Hafursey.

Handboltamaðurinn á skotskónum

(2 hours, 43 minutes)
ÍÞRÓTTIR Benedikt Gunnar Óskarsson, handboltamaður úr Val, skoraði tvö mörk og tryggði Knattspyrnufélagi Hlíðarenda sigur á Kríu í fjórðu deild karla í gær. Benedikt var valinn besti leikmaður úrvalsdeildar karla í vetur.

Tveir látnir eftir aurskriðu í Sviss

(2 hours, 57 minutes)
ERLENT Tveir eru látnir og eins er saknað eftir að úrhellisrigning olli aurskriðu í suðausturhluta Sviss.
ÍÞRÓTTIR Nökkvi Þórisson skoraði þriðja mark St. Louis City í 4:3 tapi á útivelli gegn Vancouver Whitecaps í MSL deildinni í nótt. Mark Nökkva má sjá í fréttinni.
ÍÞRÓTTIR Fljótlega eftir að Virgil van Dijk hafði unnið sér sæti í byrjunarliði Groningen í heimalandi sínu, Hollandi, birtist honum áskorun af allt öðrum toga. Hann veiktist og á aðeins örfáum dögum fór það sem virtist saklaus magaverkur yfir í það að vera grafalvarleg veikindi.

Enn verið að semja um Ölfusárbrú

(4 hours, 3 minutes)
INNLENT Samningaviðræður um byggingu Ölfusárbrúar standa enn yfir milli Vegagerðarinnar og ÞG Verks. Upphæð tilboðsins hefur ekki verið gefin upp, en áætlaður kostnaður við brúna er allt að 8 milljarðar króna.

Sigurður upplifir leynd ævintýri

(4 hours, 5 minutes)
FERÐALÖG „Flateyri er fyrir mér mjög einstakur staður. Þegar ég kom þangað fyrst að kenna í Lýðháskólanum varð ég fyrir upplifun sem mér fannst mjög einstök.“
ÍÞRÓTTIR „Við erum fyrst og fremst fótboltamenn,“ sagði handknattleiksmaðurinn og Evrópubikarmeistarinn Vignir Stefánsson í Dagmálum.
ERLENT Minnst átján manns létu lífið í sjálfsmorðsárásum í norðausturhluta Nígeríu í gær. Nítján manns slösuðust einnig alvarlega.
INNLENT Ríkissjóður gaf á dögunum út kynjað skuldabréf og er Ísland er fyrsta landið sem gefur út skuldabréf af þessu tagi. Fjármálaráðherra telur líklegt að fleiri lönd muni fylgja fordæmi Íslendinga.

Hiti gæti farið yfir 20 stig í dag

(4 hours, 58 minutes)
INNLENT Víða á Austurlandi er búist við að hiti fari yfir 20 stig í dag.

Þurfum að þora að spila

(5 hours, 5 minutes)
ÍÞRÓTTIR „Við þurfum að þora að spila boltanum í gegnum þær og leita að réttu leiðunum til þess að refsa þeim og skora hjá þeim,“ sagði Þorsteinn H. Halldórsson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins um Þýskaland en Ísland mætir liðinu 12. júlí á Laugardalsvelli.
FJÖLSKYLDAN „Litlu dúllurnar auðvitað stjórna því oft hvernig æfingin fer. Þær mæta samt alltaf aftur og einhvern veginn láta hlutina bara ganga,“ segir Hildur Karen Jóhannsdóttir.
MATUR Bennakakan er vinsæl í Móberginu og barnabörnin hennar Brynju vita fátt betra en að koma í sunnudagskaffi til ömmu og afa og fá þessa.
ÍÞRÓTTIR Selfyssingar héldu áfram sigurgöngu sinni í 2. deild karla í fótbolta í gær og náðu þriggja stiga forystu á toppnum þegar þeir gerðu góða ferð austur á Egilsstaði.
SMARTLAND „Stundum erum við að sjá fólk sem er ánægt í parasambandi fara mjög langt í áfengisneysluna og fer inn í það að hegða sér bara alls ekki með þeim hætti sem það myndi annars gera þegar það er ekki í áfengi,“ segir Björg Vigfúsdóttir í Dagmálum.
ÍÞRÓTTIR Íþrótta­deild Morg­un­blaðsins og mbl.is held­ur áfram að gramsa í mynda­safni Morg­un­blaðsins þrátt fyrir rafrænan þjófnað og birta á mbl.is á laug­ar­dög­um.
INNLENT Rabarbarasíróp, rabarbarapæ og rabarbarasulta með hummus voru vinningsréttirnir í uppskriftarkeppni Rabarbarahátíðarinnar á Blönduósi.

Sigruðu „grafreit draumanna“

(13 hours, 23 minutes)
INNLENT Erna Héðinsdóttir og föruneyti hennar, alls sjö sundkonur og sú áttunda með sem leiðbeinandi og reynslubolti, Sigrún Geirsdóttir sundgarpur, stigu í dag sigri hrósandi upp úr Ermarsundi eftir 17 klukkustunda og sjö mínútna sund. Erna sagði mbl.is frá „grafreit draumanna“, mótbyr, meðbyr og geysivel heppnuðu sundi.

Eiga ekki fljóta leikmenn

(13 hours, 35 minutes)
ÍÞRÓTTIR Luciano Spalletti, þjálfari Ítala, segir skort á hraða vera veikleika ítalska liðsins. Sviss sigraði Ítali 2:0 í dag og áttu Ítalir í stökustu vandræðum með að hanga í kraftmiklu liði Svisslendinga.

Sjö létu lífið eftir árás Rússa

(13 hours, 42 minutes)
ERLENT Rússar gerðu árás á úkraínska bæinn Vilniansk í suðurhluta Úkraínu þar sem að minnsta kosti sjö manns, þar af tvö börn, létu lífið, samkvæmt upplýsingum frá Kyiv.

Stóra táin sem felldi Dani (myndband)

(13 hours, 50 minutes)
ÍÞRÓTTIR Thomas Delaney, miðjumaður Dana, var dæmdur rangstæður í aðdraganda marks Joachim Andersen sem hefði komið Dönum í 1:0 gegn gestgjöfum Þýskalands á EM í fótbolta í Dortmund í kvöld.
SMARTLAND Hann er enn í góðu formi!
ERLENT Háttsettur fulltrúi hryðjuverkasamtakanna Hamas segir að samtökin og Ísrael nái ekki saman um vopnahléstillögu Bandaríkjanna.
ÍÞRÓTTIR Luciano Spalletti, þjálfari ítalska landsliðsins í fótbolta, fær það óþvegið í ítölskum fjölmiðlum eftir ósigur Ítala gegn Sviss í sextán liða úrslitum EM í Berlín í dag.
ÍÞRÓTTIR Þýskaland og Danmörk mætast í öðrum leiknum í 16-liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í Dortmund í Þýskalandi klukkan 19. Fylgst er með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.
INNLENT Enginn fékk fyrsta vinning í lottóúrdrætti kvöldsins og verða því tæpar 9 milljónir sem fara í pott næsta laugardags.Þá fékk enginn annan vinning upp á 408.950 krónur.
INNLENT Árlegur Flugdagur Flugsafns Íslands var haldinn í dag á Akureyravelli. Þar voru í kringum 20 til 30 flugvélar sem voru til sýnis og í kringum 15 flugvélar sem tóku þátt í flugsýningu.
ÍÞRÓTTIR Sviss sló Ítalíu úr keppni á Evrópumótinu í fótbolta í Berlín í dag með 2:0 sigri. Myndband af mörkum Sviss má sjá í fréttinni.
INNLENT Búið er að framlengja gæsluvarðhald yfir karl­manni um þrítugt sem grunaður er um stór­fellda lík­ams­árás í Kópa­vogi í síðustu viku.
ERLENT Þrítugur karlmaður var skotinn til bana fyrir utan ísraelska sendiráðið í Serbíu í dag eftir að hann hafði skotið lögreglumann í hálsinn með krossboga.
INNLENT Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á dögunum karlmann í 5 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að slá barnsmóður og fyrrverandi eiginkonu sínu svo hún hlaut alvarlega áverka.

Ungstirni Leeds til Brentford?

(15 hours, 50 minutes)
ÍÞRÓTTIR Leeds United hefur samþykkt kauptilboð Brentford í miðjumanninn Archie Gray. Gray er átján ára gamall og var í lykilhlutverki hjá Leeds á tímabilinu en stærri lið en Brentford hafa verið orðuð við leikmanninn unga.
INNLENT Hjörvar Hafliðason, fótboltasérfræðingur, er staddur í Dortmund á leik Þjóðverja og Dana. Leikurinn var stöðvaður í um 15-20 mínútur vegna þrumuveðurs. Að sögn Hjörvars var leikmaður Dana sem óskaði eftir því að leik yrði hætt.
ÍÞRÓTTIR Leikur Þýskalands og Danmerkur á EM var stöðvaður eftir 35 mínútna leik vegna þrumuveðurs og úrhellisrigningar í Dortmund. Um tuttugu mínútum síðar hélt leikurinn áfram.

Ítalía að hætti Jennifer Lopez

(16 hours, 5 minutes)
FERÐALÖG Ferðalag að hætti Jennifer Lopez er ekki á færi allra. Það má þó láta sig dreyma um lúxusfrí á Amalfi-ströndinni eins Lopez fór í.
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnufélagið Þróttur sigraði HK í úrslitaleik pollamótsins í Vestmannaeyjum með þremur mörkum gegn tveimur. Þróttur hefur aldrei áður unnið pollamótið.

Heimagerður Oreo bragðarefur

(16 hours, 35 minutes)
MATUR Það er lítið mál að gera sinn uppáhaldsbragðaref heima og miklu hagkvæmara fyrir budduna.

Egill og Garima Íslandsmeistarar

(16 hours, 54 minutes)
ÍÞRÓTTIR Víkingarnir Egill Sigurðsson og Garima N. Kalugade urðu í dag Íslandsmeistarar í einliðaleik í tennis en leikið var á tennisvöllum Víkings í Fossvogi.

Hélt sig heima í 40 daga

(17 hours, 5 minutes)
FJÖLSKYLDAN „Ég fer ekki frá honum. Ég elska að vera heima núna, tíminn minn fer í að hugsa um barnið,“ sagði Kourtney Kardashian.

Mótsmet féllu á Akureyri (myndir)

(17 hours, 15 minutes)
ÍÞRÓTTIR Elísabet Rut Rúnarsdóttir, Kristófer Þorgrímsson og Baldvin Þór Magnússon settu mótsmet á öðrum degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fer á Akureyri.

„Fólki er almennt mjög misboðið“

(17 hours, 16 minutes)
INNLENT „Við getum ekki verið almennilegar manneskjur eða almennileg þjóð ef við sendum fárveikt ellefu ára gamalt barn úr landi út í mögulegan dauða og óvissu, þá erum við ömurlegar manneskjur,“

Börðu tvo lögreglumenn til óbóta

(17 hours, 32 minutes)
ERLENT Tveir lögreglumenn eru sagðir með mikla áverka eftir að ráðist var á þá sem sögð eru hafa brotist út fyrir utan höfuðstöðvar hægri flokksins AfD í Essen í Þýskalandi.

Elísabet ekki til Villa

(17 hours, 45 minutes)
ÍÞRÓTTIR Aston Villa hefur ráðið Robert de Pauw sem þjálfari kvennaliðs félagsins í fótbolta. Elísabet Gunnarsdóttir var inni í myndinni sem þjálfari félagsins en ljóst er að ekki verður af því í þetta sinn.
INNLENT Í nýlegri könnun sem Prósent framkvæmdi, kom fram að 15% Íslendinga hafa farið eða telja sig líklega til að fara í parísarhjólið sem stendur við Reykjavíkurhöfn.
INNLENT Margir lögðu leið sína á Brúartorg í miðbæ Selfoss til að fylgjast með leik Ítalíu og Sviss.
SMARTLAND Það er margt sem þarf að huga að þegar maður ákveður að stofna fyrirtæki með vini sínum.

Svisslendingar mun sterkari en Ítalir

(18 hours, 10 minutes)
ÍÞRÓTTIR Sviss varð í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum EM karla í fótbolta með verðskulduðum sigri á Ítalíu, 2:0, í fyrsta leik 16-liða úrslitanna á Ólympíuleikvanginum í Berlín.

LeBron segir upp samningnum

(18 hours, 15 minutes)
ÍÞRÓTTIR Körfuboltamaðurinn LeBron James er samkvæmt bandarískum fjölmiðlum búinn að segja upp samningi sínum við Los Angeles Lakers. Stefnan er að endursemja við Lakers en sonur hans, Lebron James Jr., mun spila með Los Angeles liðinu á næsta tímabili.

Veðrið lék við borgarbúa: Myndir

(18 hours, 23 minutes)
INNLENT Borgarbúar tóku fagnandi á móti sólinni sem leikið hefur við Suðvesturhornið undanfarna daga, eftir miklar rigningatíð í júni.

Biden virðist hvergi nærri hættur

(18 hours, 34 minutes)
ERLENT Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virðist hvergi af baki dottinn eftir kappræður fimmtudagsins ef marka má orð hans á stuðningsmannafundi í Norður-Karólínu á föstudag.

Tour de France hefst í dag

(18 hours, 35 minutes)
ÍÞRÓTTIR Frakk­lands­hjól­reiðarn­ar, Tour de France byrja í dag en hjólreiðamenn leggja afstað frá Florence á Ítalíu.

Valgeir lagði upp mark

(18 hours, 55 minutes)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumaðurinn Valgeir Valgeirsson lagði upp mark í 3:1 sigri Örebro gegn Sundsvall í sænsku B-deildinni í dag.
INNLENT „Við erum kannski ekki alveg sammála um að það sé trúnaðarbrestur þó að listinn kjósi ekki eins í öllum málum.“

Sindri nálgast ÓL sæti

(19 hours, 15 minutes)
ÍÞRÓTTIR Sindri Hrafn Guðmundsson bætti sinn besta árangur í spjótkasti og færist nær farseðli á Ólympíuleikana í París á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Akureyri í dag.

Konan fékk lægri laun vegna kyns

(19 hours, 29 minutes)
INNLENT Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu, að Innheimtustofnun sveitarfélaganna hefði mismunað kvenkyns starfsmanni stofnunarinnar vegna kynferðis.

María á förum frá Hollandi

(19 hours, 35 minutes)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnukonan María Catharina Ólafsdóttir Gros er á förum frá hollenska félaginu Fortuna Sittard og hugur hennar stefnir til Svíþjóðar.
INNLENT Ekki stendur til að banna nýskráningu dísil- og bensínbifreiða árið 2028. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, í samtali við mbl.is.

Þriðji sigur Íslands á NM í röð

(20 hours, 3 minutes)
ÍÞRÓTTIR Íslensku strákarnir í U20 ára landsliðinu í körfubolta vann þriðja leikinn í röð á Norðurlandamótinu í Svíþjóð í dag.

Ingeborg á Paralympics

(20 hours, 19 minutes)
ÍÞRÓTTIR Kúluvarparinn Ingeborg Eide Garðarsdóttir tekur þátt í Ólympíumóti fatlaðra í París í sumar en Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) staðfesti það. Hún er fyrsta frjálsíþróttakonan en fjórir sundmenn hafa þegar tryggt sér þáttökurétt.
INNLENT Hópur íbúa í Grafarvogi er ósáttur við áform borgarinnar um þéttingu byggðar í hverfinu. Einar Þorsteinsson borgarstjóri kynnti á blaðamannafundi á miðvikudag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar. Eiga hátt í 500 íbúðir að rísa í Grafarvoginum á næstu árum, ef tillögur Einars og borgarmeirihlutans ganga eftir.

Skoraði í sterkum sigri

(21 hours, 4 minutes)
ÍÞRÓTTIR Sædís Rún Heiðarsdóttir skoraði fimmta mark Vålerenga í 5:0 stórsigri liðsins í norsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta.
ÍÞRÓTTIR Valur tryggði sér sæti í úrslitum bikarkeppni kvenna í fótbolta með heimasigri á Þrótti, 3:0, í seinni undanúrslitum á Hlíðarenda í dag. Valur mætir Breiðabliki í úrslitum.

Feðgarnir semja við fjölskyldumeðlim

(21 hours, 30 minutes)
ÍÞRÓTTIR Feðgarnir Hrafn Kristjánsson og Mikael Máni Hrafnsson tóku við karlaliði Breiðabliks í körfubolta og stýra því á næsta tímabili.
ÍÞRÓTTIR Ensku úrvalsdeildarfélögin Liverpool og Newcastle United voru í viðræðum um enska landsliðsmanninn Anthony Gordon.

Tekist á um ásetning Dagbjartar

(22 hours, 3 minutes)
INNLENT Hvort að það hefði verið ásetningur Dagbjartar Guðrúnar Rúnarsdóttur að verða vini sínum að bana kvöldið 23. september var á meðal þess sem sækjandi og verjandi í Bátavogsmálinu deildu um í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
SMARTLAND „Ég hef loksins fundið framleiðanda á Ítalíu sem með annars sér um að framleiða fyrir Fendi,“ segir Sævar Markús.
INNLENT Þorvaldur Þórðarson eldjallafræðingur tekur tilkynningu Veðurstofu Íslands um aukið landris við Sundhnúkagíga með fyrirvara. Hann telur ekki að gjósa muni í bráð á svæðinu.
ICELAND Inflation in Svartsengi is continuing at an increasing rate and a new magma-run or volcanic eruption is likely in the coming weeks.

Drepum við of mikið af smálaxinum?

(22 hours, 19 minutes)
VEIÐI Smálax á Íslandi er orðinn undir líffræðilegum viðmiðunarmörkum, þegar kemur að hrygningarstofni eftir að tekið hefur verið tillit til veiðiálags. Stutta útgáfan gæti verið – Við erum að drepa of mikið af smálaxi.

Missir af móti eftir hundsbit

(22 hours, 26 minutes)
ÍÞRÓTTIR Golfkonan Nelly Korda, sem er efst á heimslistanum, missir af Aramco Team Series mótinu í Englandi í næstu viku en það er hluti af evrópsku mótaröðinni.
MATUR Rabarbarahátíðin á Blönduósi er í dag haldin í fyrsta sinn. Einn skipuleggjenda hátíðarinnar segir tilganginn að vekja athygli á rabarbaranum sem vannýttri auðlind og um leið fegurð gamla bæjarins á Blönduósi.

Martin Mull látinn

(22 hours, 46 minutes)
FÓLKIÐ Bandaríski leikarinn og grínistinn Martin Mull er látinn 80 ára að aldri.

Markmaðurinn yfirgefur United

(23 hours, 4 minutes)
ÍÞRÓTTIR Mary Earps, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins er á förum frá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United.

Lyftingadómari leggst til Ermarsunds

(23 hours, 31 minutes)
INNLENT Erna Héðinsdóttir, sem fyrst Íslendinga mun dæma í ólympískum lyftingum á Ólympíuleikunum í París, syndir til Frakklands í nótt. Þetta hefur þó ekkert með leikana að gera þar sem hún syndir boðsund yfir Ermarsund með fræknum kvennahópi.
MATUR „Þú ert ekki að innbyrða nein eiturefni sem hefur áhrif á tauga og hormónakerfið þitt og lífræn ræktun er betra fyrir umhverfið því það eru engin eiturefni að skolast út í sjóinn eða andrúmsloftið.“
INNLENT Óveðrið á Austurlandi hefur nú að mestu gengið niður, en í morgun mældist vindhraði mestur um 20 metrar á sek­úndu í Hamarsfirði.

Þjálfar KR út tímabilið

(23 hours, 52 minutes)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnudeild KR tilkynnti í dag að Pálmi Rafn Pálmason muni stýra meistaraflokki karla hjá félaginu út tímabilið.

Vandræði Englendinga halda áfram

(23 hours, 57 minutes)
ÍÞRÓTTIR Vandræði Englendinga með vinstri bakvarðarstöðu liðsins halda áfram en Kieran Trippier er meiddur.