„Mannréttindadagur barna er alla jafna í heiðri hafður á leikskólum landsins,“ segir María Ólafsdóttir, móðir á Seltjarnarnesi, en í gær stóðu foreldrar á Seltjarnarnesi fyrir hátíðarhöldum á Eiðistorgi með skemmtidagskrá fyrir börnin. „Þar sem daginn bar upp þegar verkfall er yfirstandandi fannst okkur foreldrum barna tilvalið að grípa tækifærið og gera okkur glaðan dag.“ Meira
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hefur tilkynnt að hann muni skipa Mehmet Oz, einnig þekktur sem sjónvarpslæknirinn Dr. Oz, til að fara fyrir embætti sjúkratrygginga Bandaríkjanna (CMC). Meira
Sólveig Guðrún Hannesdóttir, rektor Menntaskólans í Reykjavík, segir alltaf einhverja nemendur nýta sér það að skólinn sé opinn á meðan kennarar eru í verkfalli. Það skipti máli fyrir marga að geta komist að heiman og hitta félagana. Einhverjir nýti það líka að geta lært saman. Meira
Drottning norðursins. Þetta kraftmikla og fallega nafn ber nýútkomin bók Steinars J. Lúðvíkssonar um Laxá í Aðaldal. Um leið er hún 80 ára saga Laxárfélagsins. Bókin dregur dám af Laxá. Hún er 350 blaðsíður skrýdd fjölda mynda og efnismikil eins og viðfangsefnið. Meira
Xi Jinping, forseti Kína, lofaði á síðasta fundi sínum með Joe Biden, fráfarandi Bandaríkjaforseta, að vinna með Donald Trump eftir að Trump tekur við embætti. Þetta kom fram á blaðamannafundi eftir síðasta Jinpoing með núverandi forseta Bandaríkjanna, Joe Biden. Meira
„Það gengur mjög vel og er svipað og það hefur verið í kosningum undanfarin ár,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, um utankjörstaðarkosningar fyrir komandi alþingiskosningar í ár. Meira
Þegar áætlað er að fyrstu lotu borgarlínunnar verður lokið árið 2030 tekur nýtt leiðanet gildi í heild sinni. Þá verða 71% íbúa höfuðborgarsvæðisins í 400 metra radíus frá stoppistöð með 7 til 10 mínútna tíðni. 23% íbúa verða í 400 metra radíus frá stoppistöð með 7 mínútna tíðni á háannatíma. Meira
Íslensk erfðagreining mun áfrýja dómi Landsréttar frá því í dag. Meira
Landsréttur snéri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra þegar ógiltur var úrskurður Persónuverndar um að Íslensk erfðagreining hafi brotið gegn persónuverndarlögum í þremur málum sem vörðuðu notkun blóðsýna Covid-19-sjúklinga. Meira
Fimm lágu inni á Landspítala vikuna 4. til 10. nóvember vegna RS-veirusýkingar, þar af voru fjögur börn tveggja ára eða yngri. Meira
Aðalstefnumál Ábyrgrar framtíðar, að sögn Jóhannesar Loftssonar oddvita, er að gera upp covid-tímann en framboðið býður eingöngu fram í Reykjavíkurkjördæmi norður. Meira
Breskur dómstóll hefur dæmt karlmann á sextugsaldri í fimm ára fangelsi fyrir að hvetja til hryðjuverka í færslum sem hann birti á samfélagsmiðlum á meðan kórónuveirufaraldurinn gekk yfir. Hann birti m.a. myndir af vopnum og sprengingum þegar hann birti færslunar. Meira
„Neyðarstigi verður lýst yfir í Grindavík og bærinn verður rýmdur.“ Á þessum orðum hefst frétt sem birt var á mbl.is klukkan 23.01, fyrir einu ári, föstudaginn 10. nóvember. Fulltrúar yfirvalda segja mbl.is í dag að rýma hefði mátt Grindavík fyrr. Meira
Víðir Reynisson segir eðlilegt að menn velti vöngum yfir því þegar embættismenn í valdastöðum bjóði sig fram til Alþingis. Þó verði að hafa í huga að allir hafa rétt á að bjóða sig fram. Meira
Víðir Reynisson stóð í ströngu á covid-tímanum og var hluti hins valdamikla þríeykis sem stýrði landinu um missera skeið. Á þeim tíma gerði Víðir alvarleg mistök. Í Spursmálum gerir hann þau upp. Meira
Þegar framkvæmdastjóri Rafíþróttasambands Íslands ræddi margvíslegan samfélagslegan ávinning af rafíþróttum í Bítinu á Bylgjunni nýlega benti hann meðal annars á mikilvægi þess að rafíþróttir verði skilgreindar þannig að sömu lög og reglur gildi um þær og rótgrónari íþróttagreinar. Meira
Ásgeir Reykfjörð forstjóri Skeljar segir að sig gruni að margir í atvinnulífinu hafi orðið hissa á að eftir 30 ár í EES komi í ljós að á Íslandi sé tvöfalt samkeppniseftirlit. Meira
Hann er kominn á lyf sem minnkar matarlyst og segir það furðulegt. Meira
Jeremy Critchfield, eigandi verslunarinnar Huntchef, er búsettur í litlum bæ sem heitir Chalkhill í Pennsylvaníu. Meira
Bogi segir að félagið sjái gríðarleg tækifæri í nýju samningunum en eins og staðan er í dag komi 10% af tekjum Icelandair í gegnum samstarfsflugfélög. Meira