Þórdís Kolbrún skipar annað sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, er varaformaður flokksins og utanríkisráðherra Íslands. Meira
Sigmar Guðmundsson segir að vextir og verðbólga brenni mest á fólki sem hann og meðframbjóðendur hans ræða við. Hann segir skýrt að stefna Viðreisnar sé að ganga í Evrópusambandið og leyfa fólki að kjósa um aðild. Meira
Þórhallur Gunnarsson, ráðgjafi og fjölmiðlamaður, bregst ókvæða við vaxtahækkun Íslandsbanka. Bankinn ber hönd fyrir höfuð sér, en gagnrýnisraddirnar eru fleiri. Miðstjórn ASÍ og Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum láta hvína í tálknum sér. Meira
Oddvitaviðtöl við oddvita allra framboða í Suðvesturkjördæmi birtast á mbl.is í dag, þar sem þeir eru bæði inntir eftir stöðunni í kosningabaráttunni og helstu kosningamálum, bæði sinna flokka og miðað við undirtektir kjósenda. Meira
Mikill viðsnúningur hefur orðið í rekstri Iceland Seafood International (ISI) og var aðlöguð afkoma á fyrstu níu mánuðum ársins fyrir skatta jákvæð um 2,5 milljónir evra, jafnvirði 367 milljónum íslenskra króna. Meira
Verðbólguspá Seðlabankans er orðin í það bjartsýnasta en engu að síður er nær öruggt að verðbólga lækki nægilega til að styðja við frekari vaxtalækkanir á næstu fundum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í greiningu Kviku. Meira
„Það er þyngra en tárum taki að verða vitni að þeirri „rányrkju“ sem Íslandsbanki ástundar á sínum viðskiptavinum en núna hefur bankinn hækkað breytilega verðtryggða vexti á húsnæðislánum um 0,80% á síðustu 63 dögum.“ Meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að helsti óvissuþátturinn er snúi að verðbólgu lúti að einkaneyslu. Launahækkanir hafi verið miklar á landinu og að þó að vísbendingar séu um að fólk hafi aukið sparnað sinn sé hætt við því að með aukinni neyslu fari verðbólgan af stað aftur. Meira
Verulega hefur hægt á hagvexti á Íslandi frá því í byrjun síðasta árs þegar hann mældist 8% og hafa hagvaxtarhorfurnar fyrir þetta ár og það næsta versnað. Einkaneysla og útflutningur hafa dregist saman og er útlit fyrir að sparnaður heimila sé að vaxa meira en áður var talið. Meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig. Meira
Verðbólga er á niðurleið og væntingar eru um að vaxtalækkunarferli sé hafið. Það er hins vegar hætta á því að ógna þessum árangri með hærri sköttum, auknum ríkisútgjöldum og aðildarviðræðum við Evrópusambandið, allt að óþörfu. Þetta segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Meira
Greiningardeild Landsbankans spáir því að verðbólga lækki nokkuð hratt allra næstu mánuði og í nýlegri verðbólguspá gerir bankinn ráð fyrir að verðbólga verði komin niður í 3,5% í febrúar, sem er talsverð hjöðnun frá núverandi gildum. Meira
Ingibjörg Isaksen, oddviti Framsóknar í Norðausturkjördæmi, segir flokkinn vita hvað hvílir á fólki í kjördæminu og það séu mál eins og verðbólga, vextir og húsnæðismál. Meira
Þorgrímur Sigmundsson, sem skipar annað sæti á lista Miðflokksins, segir að fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni sem eru lengra frá opinberri þjónustu eigi að borga lægri skatta. Meira
Ingvar Þóroddsson segir að vextir, verðbólga og heilbrigðismál brenni mest á fólk í Norðausturkjördæmi. Meira
Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs lækki um 0,13% á milli mánaða í nóvember og að verðbólga hjaðni úr 5,1% í 4,5%. Meira
„Loftslags- og náttúruverndarmál þurfa að vera kosningamál en þau skora ekki nógu hátt í huga almennings. Að sjálfsögðu er skiljanlegt að þau skori ekki hærra þegar það er húsnæðisvandi, mikil verðbólga og fólk fær ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu og geðheilbrigðisþjónustu.“ Meira
Baldur Borgþórsson, oddviti Lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir flokkinn borgaralega sinnaðan hægri flokk. Það sem skilji hann frá öðrum framboðum sé sú uppstokkun sem hann ætli að viðhafa á íslenskum peningamarkaði fái hann til þess kosningu. Meira
Umræða: Framboðshlið hagkerfisins hefur ekki fylgt eftir þörfum atvinnulífsins og landsmanna. Meira
Seðlabankar víðsvegar um heim beina sjónum sínum í auknum mæli að vinnumarkaði nú þegar verðbólga hefur hjaðnað Meira