Olíuflutningabíll og fólksbíll rákust á skammt frá Skógarfossi upp úr klukkan ellefu í dag. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Hann segist ekki geta veitt frekari upplýsingar að svo stöddu. Meira
Fimm mál eru á borði lögreglu tengd erlendum vegagerðarmönnum, sem hafa farið um á Suðurlandi og Vesturlandi undanfarið og boðið fram þjónustu sína. Varðstjóri á Suðurlandi segir að svindl eins og mennirnir virðist hafa stundað hér á landi sé „frægt“ erlendis. Meira
Forsætisráðherra hefur skipað nýja nefnd um aðferðafræði við útreikning vísitölu neysluverðs, en sú vísitala hefur meðal annars áhrif á verðtryggð húsnæðislán. Verkefni nefndarinnar er að skoða aðferðafræði við útreikning vísitölu neysluverðs út frá alþjóðlegum samanburði og leita álits erlendra sérfræðinga. Meira
Þjóðleikhúsið fagnar 70 ára afmæli sínu á næsta leikári og af því tilefni verður hið ástsæla barnaleikrit Kardemommubærinn sett á svið. Örn Árnason mun fara með hlutverk Bastíans bæjarfógeta og verður þetta í sjöunda sinn sem hann leikur í uppfærslu á verki eftir Thorbjørn Egner í Þjóðleikhúsinu. Meira
Miðvikudagurinn 15. maí var síðasti dagurinn þar sem íslensku knattspyrnufélögin gátu fengið til sín leikmenn en félagaskiptaglugganum var lokað þá um kvöldið. Meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt farbann yfir tveimur erlendum ríkisborgurum sem grunaðir eru um ræktun kannabisplantna, peningaþvætti og þjófnað á rafmagni, til 7. júní. Fyrri úrskurður um farbann yfir mönnunum rann út í dag. Meira
Eigandi peninga sem fundust við Nettó á Selfossi 1. maí síðastliðinn hefur ekki gefið sig fram. Eldri kona fann peningana og lét lögregluna á Selfossi vita. Þeir sem hafa upplýsingar eða telja sig eiga peningana eru beðnir um að setja sig í samband við lögregluna á Suðurlandi. Meira
Fjölnir er kominn í lykilstöðu í einvígi sínu gegn Hamri í úrslitaeinvígi um laust sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir 102:94-sigur liðsins í þriðja leik liðanna í Grafarvoginum í kvöld. Meira
Þrír erlendir karlmenn sem eru grunaðir um framleiðslu fíkniefna í Árnessýslu hafa verið látnir lausir úr haldi en í staðinn hafa þeir verið úrskurðaðir í farbann til 10. maí. Meira
„Aðstæður við ána eru góðar til leitar núna,“ segir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Liðsmenn björgunarfélags Árborgar, sérsveitar Ríkislögreglustjóra og sérfræðingar Landhelgisgæslu mæla lögun og dýpt gjárinnar neðan brúarinnar á Ölfusá á Selfossi í dag, laugardag og eiga aðgerðir að hefjast fyrir hádegi. Meira
Keflavík styrkti stöðu sína í toppbaráttu Dominos-deildar karla í körfuknattleik með öruggum sigri á Val, 101:77, í lokaleik kvöldsins. Meira
Dæmi eru um að ferðamenn hafi orðið fyrir barðinu á vasaþjófum á fjölsóttum ferðamannastöðum á Suðurlandi um helgina. Þjófarnir nota meðal annars þá aðferð að gefa sig að fólki og bjóða því að taka myndir af því og ræna það á meðan samtalið fer fram. Meira
Lögreglan, Björgunarfélag Árborgar, sérsveit ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslan og Brunavarnir Árnessýslu vinna nú að undirbúningi þess að reyna að staðsetja bíl Páls Mars Guðjónssonar í gjánni við Ölfusárbrú með fjölgeislamælingu á dýpt og lögun gjárinnar. Meira
Formlegri leit að manni sem talinn er hafa ekið bifreið sinni út í Ölfusá seint í gærkvöldi hefur verið hætt í dag. Svokallaðir sjónpóstar, sem lögregla og björgunarsveitarmenn geta fylgst með, verða á nokkrum stöðum við ána og leit verður haldið áfram í fyrramálið. Meira
Hlé var gert á öðrum tímanum í nótt á leitinni að manni sem talinn er hafa ekið bíl sínum út í Ölfusá seint í gærkvöldi. Vakt var þó enn á nokkrum stöðum við ána að því er fram kemur á vef lögreglunnar. Meira
Lögreglan á Suðurlandi telur sig hafa sterkan grun um hver ökumaður bílsins er sem virðist hafa af ásettu ráði ekið bíl sínum út í Ölfusá um klukkan 22 í kvöld. Meira
Umfangsmikil lögregluaðgerð stendur nú yfir við Ölfusárbrú á Selfossi þar sem talið er að bíll hafi farið í ána fyrir ofan Selfosskirkju. Lögregla og slökkvilið eru á svæðinu auk þess sem allar björgunarsveitir í Árnessýslu hafa verið kallaðar út. Meira
Búið er að taka skýrslu af bæði ökumönnum og farþegum í umferðarslysi sem varð er tveir bílar rákust saman á Suðurlandsvegi, austan við Hjörleifshöfða um miðjan mánuð. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir rannsókn slyssins enn vera í gangi. Meira
Þrennt liggur enn slasað á Landspítalanum eftir árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi austan við Hjörleifshöfða á fimmtudag í síðustu viku. Lögregla hefur tekið skýrslu af ökumönnunum. Meira
Þrír liggja alvarlega slasaðir á Landspítalanum eftir árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi austan við Hjörleifshöfða á fimmtudagskvöld, breskt par og einstaklingur frá Taívan. Meira