Rannsókn stendur enn yfir á eldsvoðanum á Selfossi þar sem eldur kom upp í einbýlishúsi við Kirkjuveg með þeim afleiðingum að kona og karlmaður týndu lífi. Þrír einstaklingar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Meira
Búið er að yfireyra báða einstaklingana sem handteknir voru vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi í gær. Um er að ræða húsráðanda og gestkomandi konu. Lögregla hefur gert kröfu fyrir Héraðsdómi Suðurlands um að þau sæti hvort um sig gæsluvarðhaldi í viku vegna rannsóknarhagsmuna. Meira
Fulltrúar tæknideildar lögreglunnar og Mannvirkjastofnunar eru komnir á brunavettvang við Kirkjuveg á Selfossi, þar sem einbýlishús varð eldi að bráð í gærkvöldi. Brunavarnir Árnessýslu afhentu lögreglu vettvanginn til rannsóknar fyrr í morgun. Meira
Tvö mál dýrbíta hafa komið inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi undanfarna daga, en mbl.is greindi frá því um helgina að hundur hafi gengið laus í Ölfusi fyrir um viku og drepið þar hóp fjár. Meira
Alls hafa 739 einstaklingar slasast í umferðinni árin 2015 til 2017 í slysum sem tengjast ferðum erlendra ferðamanna. Aðeins 8,6% þeirra slasaðra eru Íslendingar, og eru mun fleiri ferðamenn sem slasast af völdum íslenskra vegfarenda. Meira
Ekki er hægt að segja til um eldsupptök þegar stórt sumarhús og annað minna við hlið þess brunnu til grunna Grafningsmegin við Þingvallavatn. Eldurinn kom upp í hádeginu í gær en slökkvistarf gekk vel. Meira
Rannsóknarvinna tæknideildar lögreglunnar á Suðurlandi vegna eldsvoða í sumarhúsi getur ekki hafist fyrr en vettvangurinn hefur kólnað, segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Meira
Hið árlega góðgerðarmót Nesklúbbsins, Einvígið á Nesinu (shoot-out), er nú haldið í 22. sinn á Nesvellinum í dag. Venju samkvæmt er tíu af bestu kylfingum landsins boðið til leiks og munu þeir leika í þágu Barnaspítala Hringsins í þetta skiptið. Meira
Hið árlega góðgerðarmót Nesklúbbsins, Einvígið á Nesinu (shoot-out), verður nú haldið í 22. sinn á Nesvellinum mánudaginn 6. ágúst. Venju samkvæmt er tíu af bestu kylfingum landsins boðið til leiks og munu þeir leika í þágu Barnaspítala Hringsins í þetta skiptið.. Meira
Íslenskir dómarar eru á faraldsfæti um Evrópu í vikunni, en Ívar Orri Kristjánsson og Þóroddur Hjaltalín dæma í Evrópu- og Meistaradeildinni í fótbolta á miðvikudaginn. Meira
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir rannsókn á brunanum í fiskeldi Samherja við Núpa í Ölfusi komna af stað og Mannvirkjastofnun og tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru komin á vettvang. Slökkvistarf gekk vel en ljóst er að tjón er mikið. Meira
41 kynferðisbrotamál kom inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi í fyrra. Árið 2016 voru kynferðisbrotin 23 og 27 árið á undan samkvæmt upplýsingum frá Oddi Árnasyni, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi. Meira
11 manns, mögulega 12, hafa farist af slysförum í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi á fyrstu 5 mánuðum þessa árs. Tíðni banaslysa í umdæminu er með því hæsta sem gerist á landinu að mati Odds Árnasonar yfirlögregluþjóns. Fjöldinn jafngildi því að 120 létust af slysförum í höfuðborginni á ári. Meira
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, segir ekki gott að sú staða geti komið upp að þyrla Landhelgisgæslunnar geti ekki sinnt útkalli vegna manneklu. Sú staða kom upp í sunnudag að vakthafandi þyrlusveit gat því ekki komið til aðstoðar vegna tveggja ferðamanna sem höfðu lent í Þingvallavatni. Meira
Forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar hafa ítrekað bent á að auka þurfi mönnun á þyrlum Gæslunnar. Þetta segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni. Vonast er til að hægt verði á næsta ári að halda úti tveimur þyrluáhöfnum stærstan hluta tímans. Meira
Dagurinn hefur verið þungur og annasamur í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi, því auk víðtækrar leitar að manni sem fór í Ölfusá síðustu nótt lentu tveir bandarískir ferðamenn í slysi er þau voru við veiðar í Þingvallavatni. Meira
Álag á lögreglumenn á Suðurlandi er mikið, enda nær umdæmið yfir um þriðjung af öllu landinu og liggur nærri að fjöldi lögreglumanna í umdæminu dugi fyrir Árnessýslu eina. Þetta segir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, og kveðst um margt sammála formanni Landssambands lögreglumanna. Meira
Einstaklingurinn sem lést í umferðarslysinu á Suðurlandsvegi í dag er sá níundi sem hefur látið lífið í alls átta banaslysum í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi það sem af er þessu ári. Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Meira
Karlmaðurinn, sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt í Biskupstungum síðdegis í gær og reyndi að flýja undan lögreglu, er í öðru sæti á lista Nýs afls í Bláskógabyggð. Meira
Fjölmargir Íslendingar léku í dag með liðum sínum erlendis í fótbolta, körfubolta og handbolta og mbl.is fylgdist með gengi þeirra í þessari frétt sem var uppfærð jafnt og þétt í allan dag og kvöld. Meira