Sæstrengurinn Estlink 2 sem flytur rafmagn frá Finnlandi til Eistlands er bilaður. Arto Pankin, framkvæmdastjóri Fingrid, sem sér um dreifikerfi raforku í Finnlandi, segir ekki hægt að útiloka að um skemmdarverk eða hugsanlega hryðjuverk sé að ræða. Meira
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti fordæmir árásir Rússa á úkraínska orkuinnviði á jóladag. Meira
Nýr orkumálaráðherra segir að virkjað verði meira á landinu. Hans fyrsta verkefni verði þó að tryggja forgang almennings að raforku. Meira
Stefnuyfirlýsing, sem oft er kölluð stjórnarsáttmáli, Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins var kynntur í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag. Meira
20 kílómetra langur jarðstrengur verður lagður frá Skutulsfirði yfir í Álftafjörð og mun leysa af hólmi núverandi loftlínu til Súðavíkur. Meira
„Við erum afar stolt af því að hefja þetta samstarf við kokkalandsliðið. Að fá suma af fremstu matreiðslumönnum landsins til liðs við okkur gefur okkur einstakt tækifæri til að þróa hágæða landeldislax sem uppfyllir ströngustu kröfur og væntingar – bæði hér heima og á alþjóðlegum mörkuðum.“ Meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, hefur undirritað samning við orkufyrirtækið Rarik um að fyrirtækið taki að sér að leggja háspennulögn úr Kelduhverfi að Dettifossi og Grímsstöðum á Fjöllum. Meira
Uppbygging raforkukerfisins síðastliðin 15 ár hefur ekki verið í takt við uppbyggingu samfélagsins. Til að raforkuverð haldist lágt þarf að byggja hagkvæmar virkjanir og vera með skilvirka leyfisveitingaferla. Skortur á ákvörðunum hjá stjórnvöldum á síðustu árum geta leitt til frekari verðhækkana. Meira
Allt að 37% verðhækkun hefur orðið hjá smásölum raforku á einu ári en frá því í október í fyrra til dagsins í dag hefur verð á raforku hjá smásölum hækkað á bilinu 9-37%. Meira
„Það eru því engin dæmi í hálfa öld um hvað ríkisstjórnir án Sjálfstæðisflokks geti gert til að stuðla að blómlegu atvinnulífi hér á landi.“ Meira
Ekkert lát virðist ætla að verða á hækkun matarkörfunnar. Þannig hafa framleiðendur tilkynnt um óvenju margar verðhækkanir á matvöru í desember og í upphafi næsta árs. Meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, býður til kynningar á skýrslu starfshóps um endurskoðun rammaáætlunar í dag kl. 9.30. Meira
Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum á norður- og austurhluta landsins að ekki muni koma til þeirra skerðinga á afhendingu raforku um áramótin sem reiknað hafði verið með. Meira
Á meðan raforka er tryggð með varaafli í Vík og Mýrdal þá er kerfið sérstaklega viðkvæmt og getur slegið út aftur, eins og gerðist rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. Miklu máli skiptir að fólk spari rafmagnsnotkun. Meira
Framkvæmdir við stækkun og endurbætur jarðvarmaversins í Svartsengi hafa gengið vel og eru nánast á áætlun, þrátt fyrir að eldgos hafi brotist út sjö sinnum hinum megin við Sýlingarfellið og Þorbjörn frá því að fyrsta skóflustungan var tekin fyrir tveimur árum. Meira
Umræða: Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS skrifar. Meira
Rafmagnsverð á Íslandi hefur hækkað um 13,2% síðustu 12 mánuði, samkvæmt samantekt Samtaka iðnaðarins (SI), og er þetta mesta hækkun í 13 ár. Raunverð raforku hafi hækkað um 8,4% síðasta árið. Meira
Mér hefur lengi þótt það skrítið að Frakkar skuli ekki vera frjálshyggjumenn upp til hópa. Við eigum jú frönskum spekingum og frelsishetjum að þakka margar grunnhugmyndir okkar um frelsi og réttindi einstaklingsins Meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hótaði því í gær að Rússar gætu ráðist á helstu stjórnarbyggingar í Kænugarði með hinni nýju ofurhljóðfráu eldflaug sinni, Oreshnik, sem beitt var á borgina Dnípró í síðustu viku. Meira
Íslenskir flugrekstraraðilar þurfa að nýta sér í meiri mæli sjálfbært þotueldsneyti (e. sustainable avation fuel (SAF)) til að uppfylla alþjóðlegar skyldur sínar varðandi samdrátt í losun frá millilandaflugi. Meira