Fimm einstaklingar sem lentu í rútuslysinu austan við Kirkjubæjarklaustur síðasta miðvikudag dvelja enn á Landspítala, samkvæmt tilkynningu frá spítalanum. Einn þeirra er enn á gjörgæslu. Meira
Faðir kínversku stúlkunnar sem lést er rúta valt skammt frá Kirkjubæjarklaustri á miðvikudag, kom til landsins í gær. Þetta staðfestir lögreglan á Suðurlandi. Ættingjar þeirra sem slösuðust eru margir hverjir á leið til landsins. Meira
Opnað hefur verið fyrir umferð um þjóðveginn vestan við Kirkjubæjarklaustur þar sem alvarlegt rútuslys varð í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er rannsókn á slysstað lokið. Meira
Farþeginn sem lést þegar rúta fór út af þjóðveginum vestan við Kirkjubæjarklaustur í dag var kínversk kona á þrítugsaldri. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjón hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Meira
Hópslysateymi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur verið virkjað vegna alvarlegs rútuslyss sem varð í nágrenni bæjarins nú skömmu fyrir hádegi. Meira
Alvarlegt rútuslys varð vestan við Kirkjubæjarklaustur núna rétt fyrir hádegi. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir einn látinn. Meira
Skallagrímur og Breiðablik eru enn efst í 1. deild karla í körfubolta eftir sigra í kvöld. Breiðablik lagði Hamar í Kópavogi, 83:74. Jeremy Smith skoraði 33 stig og tók 12 fráköst fyrir Breiðablik og Larry Thomas gerði 21 stig fyrir Hamar. Meira
Breiðablik fór á topp 1. deildar karla í körfubolta með naumum 98:96-sigri á Fjölni í framlengdum leik í Grafarvoginum í dag. Jeremy Herbert Smith var stigahæstur með 41 stig og Sigvaldi Eggertsson fór á kostum fyrir Fjölni og skoraði 40 stig, það dugði hins vegar skammt. Breiðablik er með 18 stig, eins og Skallagrímur en Fjölnir er í 6. sæti með 10 stig. Meira
Engin skýring fannst á tildrögum banaslyssins þegar Kanadamaðurinn David Frederik McCord, eða Grampa Dave, féll til jarðar með svifvæng í Reynisfjöru 13. ágúst. „Þetta er eitt af þessum slysum sem verða sem við höfum ekki skýringu á hvað olli,“ segir yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi. Meira
Tveir íslenskir dómarar hafa bæst á lista yfir alþjóðlega dómara og koma þar með inn sem nýir FIFA-dómarar. Meira
Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir bílslys á Sólheimasandi, austan við Jökulsá um klukkan 14 í dag. Tveir bílar skullu saman, jepplingur og fólksbíll. Meira
Þrír leikir fóru fram í 1. deild karla í körfuknattleik í gær. Meira
Fólkið sem sérsveit ríkislögreglustjóra handtók við Stokkseyri á sunnudagskvöldið, hefur verið látið laust. Um er að ræða tvo karlmenn og eina konu; fólk sem hafði verið á ferð á Stokkseyri vopnað haglabyssu. Byssunni var þó ekki beitt. Meira
Lögreglan á Suðurlandi hefur í dag skoðað vettvang við sveitabæ í nágrenni Stokkseyrar þar sem þrír voru handteknir í gær. Er fólkið talin tengjast innbroti þar sem skotvopni var stolið og að hafa verið á ferð í gær vopnuð haglabyssu. Þá vinnur lögreglan nú að annarri húsleit vegna málsins. Meira
Sérsveit ríkislögreglustjóra handtók nú á níunda tímanum þrjá einstaklinga, tvo karlmenn og eina konu, sem höfðu verið á ferð í dag vopnuð haglabyssu, en þau eru talin tengjast innbroti þar sem skotvopni var stolið nýlega. Meira
Haukar gerðu sér lítið fyrir og slógu Stjörnuna úr leik í 1. umferð Maltbikars karla í körfubolta í Ásgarði í kvöld. Eftir spennandi lokamínútur urðu lokatölur 90:83. Paul Jones skoraði 22 stig í liði Hauka og Haukur Óskarsson og Kári Jónsson gerðu 16 stig. Kári var að spila sinn fyrsta leik með Haukum eftir eitt ár í bandaríska háskólakörfuboltanum. 29 stig frá Eysteini Bjarna Ævarssyni dugðu skammt fyrir Stjörnuna sem vann KR í síðasta deildarleik. Meira
Skallagrímur hélt góðu gengi sínu í 1. deild karla í körfubolta áfram í kvöld. Borgnesingar fóru þá í heimsókn til Hveragerðis og lögðu Hamar, 100:88. Skallagrímur hefur því unnið alla þrjá leiki sína eftir að liðið féll úr deild þeirra bestu síðasta vetur. Zaccery Alen Carter skoraði 36 stig fyrir Skallagrím og Þorgeir Freyr Gíslason gerði 26 fyrir Hamar. Meira
Brúarsmíði og vegagerð við Steinavötn gengur eins og í sögu og segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn í lögreglunni á Suðurlandi, að þeirri vinnu verði lokið vel fyrir helgi. Fundað var um stöðuna við Steinavötn í Suðursveit í morgun. Meira
A young boy in the small town of Hveragerði found two dead cats on Saturday. Both animals had been severely abused, and one of them was cut into pieces. Meira
„Frá því ég tók við hef ég lagt mjög mikla áherslu á að Þjóðleikhúsið sé leikhús allra landsmanna og að við förum með leiksýningar út á land,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri, en nýtt íslensk barnaleikrit, Oddur og Siggi, verður frumsýnt á Ísafirði í október. Meira