Dómari í Los Angeles hafnaði í gær kröfu Katherine Jackson, móður Michael Jackson, um að hún yrði gerð að fjárhaldsmanni dánarbús hans. Meira
85,4% þeirra sem tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á lögum um ríkiserfðir í Danmörku samþykktu að breyta lögunum þannig að elsta barn konungs eða drottningar erfa stólinn óháð kyni. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten. Meira
Sala á spritti, grímum og hönskum hefur rokið upp úr öllu valdi síðustu daga vegna svínaflensunnar. Hjá Rekstrarvörum hefur selst meira af andlitsgrímum síðustu tvö daga en í marga mánuði. Sölustjóri þar telur ekki ólíklegt að fólki með grímur fari að bregða fyrir á götum Reykjavíkur. Meira
Manfreð Vilhjálmsson, arkítekt, hlaut sérstök heiðursverðlaun þegar menningarverðlaun DV voru afhent í gær. Fékk Manfreð verðlaunin fyrir frábært framlag sitt til íslenskrar byggingarlistar. Meira
Breska lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline boðaði í dag uppsagnir starfsmanna án þess að gefa upp hversu mörgun verði sagt upp. Undanfarna daga hafa breskir fjölmiðlar birt fréttir um að allt að tíu þúsund starfsmenn GSK missi vinnuna eða um 10% af heildarfjölda starfsmanna. Hagnaður GSK dróst saman um 11,7% á síðasta ári og nam 4,6 milljörðum punda. Meira
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir á bloggvef sínum, að það sé mjög óvenulegt að snjó festi í Mýrdal, Skaftártungu og á Síðu eins og gerðist í gær og morgun. Því sé um mjög merkilegan veðurviðburð að ræða. Meira
Flugfélag Íslands hækkaði fjögur dýrustu fargjöldin sín um 6% um helgina og kostar nú flugfar til Egilstaða frá Reykjavík báðar leiðir 28 þúsund krónur. Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að stöðugt væri verið að breyta fargjöldum og að nú hefði þurft að bregðast við ýmsum hækkunum á aðföngum og þjónustu til flugfélagsins en ítrekaði að lægstu fargjöldin hefðu ekki hækkað. Meira
Enski dómarinn Graham Poll dæmir sinn síðasta leik á ferlinum á miðvikudaginn þegar hann dæmir leik Finna og Belga í undankeppni Evrópumótsins. Poll, sem er 43 ára gamall, hefur verið í hópi bestu dómara Englands mörgun undanfarin ár en ferill hans spannar 12 ár. Meira
Dwight Yorke miðvallarleikmaður Sunderland og fyrrum leikmaður Aston Villa og Manchester United hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna en hann hefur verið lykilmaður í liði Trínidad og Tóbagó mörgun undanfarin ár. Meira
Miklar rigningar í Rúmeníu síðustu daga urðu þess valdandi að ár flæddu yfir bakka sína á mörgun stöðum í landinu í morgun. Að minnsta kosti einn lést en fjögurra er saknað í austurhluta landsins. Úrkoma hefur ekki verið meiri í landinu í hálfa öld. Meira
Shlomo Amar, æðsti rabbíni ísraelskra gyðinga af austrænum uppruna, verður yfirheyrður í dag vegna ráns og misþyrminga fjölskyldu hans á táningi sem átti í sambandi við sautján ára dóttur hans. Meira
Gulrófur hafa hækkað um 29% frá því í maí, steinselja um 22% og íslenskar agúrkur og gulrætur um 20%. Á sama tíma hefur meðalverð lækkað á jöklasalati/ísbergssalati um 26% og á kínakáli um 14%. Meira
Volkswagen-bifreiðaverksmiðjurnar, sem eru stærsti bílaframleiðandi í Evrópu, munu þurfa að segja upp 30.000 starfsmönnum, 17% alls vinnuafls síns í Þýskalandi, ef verkalýðsfélög fallast ekki á verulegar sparnaðaraðgerðir fyrirtækisins. Fulltrúi verkalýðsfélags starfsfólksins er ósáttur. Meira
Hjartaþræðingum hefur fjölgað um 16% í ár á Landspítala - háskólasjúkrahúsi - frá í fyrra og voru 537 á fyrri helmingi ársins. Sömuleiðis hefur kransæðavíkkunum fjölgað um 14,5% en þær voru 325. Meira
Að minnsta kosti þrír Palestínumenn létu lífið og 25 særðust þegar flugskeyti var skotið úr ísraelskri F16 orrustuþotu á hús í miðborg Gasaborgar. Konur og börn voru meðal þeirra sem særðust og segja starfsmenn sjúkrahúsa í borginni að nokkrir þeirra séu í lífshættu. Meira
Fyrrverandi poppstjarnan Cat Stevens, sem tók upp nafnið Yusuf Islam þegar hann snerist til íslamstrúar, hefur hljóðritað fyrsta lag sitt í aldarfjórðung en tilefnið er að afla fjár fyrir börn sem hafa orðið fyrir áhrifum stríðsins í Írak. Stevens endurhljóðritaði lag sem hann gerði vinsælt árið 1971, „Peace Train“ í hljóðveri í Jóhannarborg í Suður-Afríku. Meira
Ónefnd útvarpsstöð í Bandaríkjunum stóð fyrir heldur nýstárlegri keppni á dögunum til að hita upp fyrir tónleika Elton John í Kanada á næstunni. Áhugasömum var gert að safna eins mörgun engisprettum og mögulegt væri og myndi sá sem flestum safnaði hreppa tvo miða á tónleikana. Meira
Kvikmyndaútgáfa fyrsta hluta Hringadróttinssögu J.R.R. Tolkiens á trúlega einhvers konar met í metum. Það er sama hvers konar lista verið er að taka til, alltaf virðast einhverjir hlutar myndarinnar eða hún í heild sinni eiga efstu sætin. Meira
Með Norðlingaöldulóni við Þjórsárver fara um 7,2 ferkílómetrar af grónu landi í lónstæðinu í kaf. Vísindamenn, sem rannsakað hafa dýralíf og gróðurfar á þessum slóðum, áhugafólk og heimamenn komu saman í vikunni og ræddu áhrif þessarar umfangsmiklu framkvæmdar á svæðið í heild sinni. Meira
Stoke City leitar nú logandi ljósi að sóknarmanni til þess að fylla það skarð sem Peter Thorne skilur eftir sig. Vefsíðan oatcake segir frá því í dag, að Gianluca Vialli knattspyrnustjóri Watford hafi hafnað tilboði Guðjóns Þórðarsonar í Heiðar Helguson. Guðjón var að falast eftir því að fá Heiðar að láni í þrjá mánuði. Meira