Ekki er hægt að takast á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í tengslum við börnin okkar með einstaka fundum eða átaksverkefnum. Mikilvægt er að huga stöðugt að forvörnum, nýta áfram þá þekkingu sem við búum yfir og aðlaga að nýjum verkefnum. Meira
Framherjinn Kasper Høgh skoraði eitt og lagði upp annað í 3:2-sigri Bodø/Glimt á Porto á Aspmyra-vellinum í Bodø. Fyrir fjórum árum lék hann með Val í Bestu deild karla. Meira
Lagt hefur verið til að Landsfundur Vinstri grænna álykti að tímabært sé að slíta ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Meira
Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri fór 26 sinnum til útlanda í embættiserindum á síðastliðnum tveimur árum. Ferðirnar tóku 90 daga og hefur Dagur því dvalið í tæpa þrjá mánuði í útlöndum af þeim 29 mánuðum sem liðnir eru af kjörtímabilinu. Meira
Hugmyndin að Berginu kviknaði hjá Sigurþóru Bergsdóttur eftir að hún missti son sinn úr sjálfsvígi. Þar er tekið á móti ungmennum í vanda með opinn faðminn. Meira
„Það var erfið ákvörðun að loka The Coocoo's Nest, við vorum mjög tilfinningabundin og kúnnarnir okkar líka. En okkur fannst kominn tími til breytinga og við vorum líka tilbúin í nýjar áskoranir sem við hefðum ekki tekist á við nema með þeirri ákvörðun að loka.“ Meira
„Ég hef alla tíð verið mikið fyrir viðburðahöld og að gera mér glaðan dag en þrátt fyrir ungan aldur hef ég upplifað mikinn missi, sem í rauninni kveikti enn meira á ástríðunni fyrir að fagna lífinu þegar tækifæri gefst til.“ Meira
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra vill meiri fyrirsjáanleika í kringum erlendu skuldabréfaútgáfu ríkisins. Kom þetta fram í viðtali við ViðskiptaMoggann sem birt var í gær. Meira
Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein mætti að nýju í dómsal í dag þar sem hann neitaði að hafa brotið á konu kynferðislega í hótelherbergi í New York árið 2006. Meira
„Ég hef aldrei verið mikið fyrir dýr en eitthvað breyttist þarna sumarið 2022 þegar ég fékk að passa hund ein í smá tíma, þá fattaði ég hvað hundar gefa manni mikið.“ Meira
Við konungshöllina í Ósló stendur tvítugur maður úr Hafnarfirði með skotvopn um öxl. Þar fer ekki háskalegur tilræðismaður í breyttum ógnarheimi heldur Gabríel Gaui Guðrúnarson, þrautþjálfaður hermaður í lífvarðasveit konungs. Gabríel sagði Morgunblaðinu frá. Meira
Elvar Ingimarsson, eigandi Ítalíu, segir að sér þyki afar þungbært að stéttarfélagið Efling hafi efnt til mótmæla fyrir utan veitingastaðinn og persónugert þau með myndum af sér. Meira
Formaður félagsskaparins Reiðhjólabænda, Birgir Birgisson, gagnrýnir að yfirvöld í borginni sjái sér ekki fært um að standa að götulokunum til að samhjólaviðburður félagsins geti farið fram á Bíllausa daginn. Meira
Ríkisstjórnin er föst í vítahring þegar kemur að ríkisútgjöldunum sem leiðir af sér áframhaldandi verðbólgu. Með Miðflokknum í næstu ríkisstjórn má treysta á að heilbrigð skynsemi verði innleidd í íslensk stjórnmál. Meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist vera döpur og undrandi eftir að nýtt fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025 var kynnt í dag. Meira
„Það eru öll merki um að íslenskt samfélag sé að ná árangri í baráttunni gegn verðbólgu. Við sjáum fram á bjartari tíma með lægri vöxtum,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2025 í morgun undir yfirskriftinni: Þetta er allt að koma. Meira
Alþjóðlegu fræðslusamtökin AFS á Íslandi leita nú áhugasamra fjölskyldna til að taka á móti átta skiptinemum sem fengu ekki pláss hér á landi vegna skorts á fósturfjölskyldum. Er þetta í fyrsta skipti í sögu samtakanna þar sem umsækjendum um skiptinám hér á landi er neitað með þessum hætti. Meira
„Ég var í Ríó 2016 og svo var Covid í Tókýó 2021 og þar voru engir áhorfendur og ekkert hægt að gera. Núna er ég hér þannig að þetta er í annað skiptið sem ég mæti,“ sagði Sveinn Sölvason, forstjóri Össurar, sem er staddur á Paralympics-leikunum í París. Meira
Íslensk erfðagreining mælist hæst fyrirtækja á Sjálfbærniásnum. Alls hlutu 16 fyrirtæki viðurkenningu í morgun á athöfn Opna háskólans í Háskólanum í Reykjavík fyrir árangur í sjálfbærni. Meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu verða jákvæðari gagnvart ferðamönnum þegar þeim fækkar. Ánægja með fjölda ferðamanna jókst í þegar covid-faraldurinn gekk yfir og náði ánægjan hámarki árið 2022 þegar 85 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins sögðust ánægð með fjölda ferðamanna í sinni heimabyggð. Meira