Austurrísk yfirvöld hafa samþykkt að veita öllum meðlimum fjölskyldu Josefs Fritzl ný nöfn og kennitölur. Yfirvöld ákváðu að veita eiginkonunni Rosmarie, Elísabetu og börnunum sex ný nöfn eftir að þau ákváðu að hafna viðtölum við fjölmiðla um raunir sínar. Meira
Kerstin Fritzl, 19 ára dóttur austurrísku konunnar Elisabeth Fritzl, er vöknuð úr dái sem hún hefur legið í frá því hún var flutt á sjúkrahús fyrir mánuði. Kerstin er elst af sjö börnum sem Elisabeth Fritzl eignaðist með Josef föður sínum í neðanjarðarbyrgi þar sem henni var haldið fanginni í 24 ár. Meira
Til stendur að vekja nítján ára dóttur Elisabetar og Joseps Fritzl en stúlkunni hefur verið haldið sofandi á sjúkrahúsi frá því hún var flutt úr jarðhýsi þar sem Josef hélt dóttur sinni fanginni í tuttugu og fjögur ár. Meira
Öryggisvörður á Mauer-sjúkrahúsinu í austurríska bænum Amstetten var á mánudaginn sleginn með kylfu af ljósmyndara í tilraun hans til að ná ljósmyndum af Elísabetu Fritzl og sex börnum hennar sem þar dvelja og reyna að aðlagast breyttum veruleika. Meira
Elisabeth Fritzl, sem haldið var fanginni í kjallara í Austurríki í 24 ár þar sem hún eignaðist sjö börn með föður sínum, ætlar að koma fram í sjónvarpi á einhverjum næstu dögum og fjalla um málið frá sinni hlið. Meira
Austurríska stúlkan Natascha Kampusch hefur keypt hús Wolfgang Priklopils, þar sem henni var haldið fanginni í átta ár. Segist hún hafa gert það til að koma í veg fyrir að ókunnugir fái aðgang að því. Hún geti þó hvorki hugsað sé að búa þar né að húsið verði rifið. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten. Meira
Elizabeth Fritzl og börn hennar hafa sent frá sér skilaboð í fyrsta sinn frá því að þau losnuðu úr kjallara föður síns í síðasta mánuði. Meira
Greint hefur verið frá því að Austurríkismaðurinn Josef Fritzl hafi flutt 197 tonn af jarðvegi af landareign sinni er hann byggði jarðhýsið þar sem hann hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár. Þrátt fyrir umfang þessara flutninga mun enginn hafa gert yfirvöldum viðvart um að eitthvað grunsamlegt væri á seyði. Þetta kemur fram á fréttavef Daily Mail. Meira
Rosmary, eiginkona Josef Fritzl, sem hélt dóttur þeirra hjóna fanginni í 24 ár og eignaðist með henni sjö börn, verður yfirheyrð á ný af lögreglu til þess að ganga úr skugga um að hún hafi ekki vitað neitt um hryllinginn í kjallaranum. Þetta kemur fram á vef Times en Sunday Times birtir í dag viðtal við yfirmann rannsóknarinnar, Frank Polzer. Meira
Dómari í Austurríki hefur framlengt varðhaldsúrskurð Josef Fritzl, sem hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár, um mánuð. Úrskurðurinn verður endurskoðaður að þeim tíma liðnum. Meira
Josef Fritzl hefur kennt Þýskalandi nasismans um að honum hafi verið innrætt gildismat sem leiddi til þess að hann læsti dóttur sína í kjallara í 24 ár. „Ég er af gamla skólanum,“ stendur í bréfi frá Fritzl. Meira
Josef Fritzl segist hafa gert sér fulla grein fyrir því að það sem hann var að gera væri rangt, og að hann „hlyti að hafa verið brjálaður,“ að því er haft var eftir honum í dag. Meira
Elisabeth Fritzl sem haldið var í dýflissu í kynlífsánauð í 24 ár mun hafa ætlað að flytja að heiman skömmu áður en faðir hennar læsti hana inni. Þetta kemur fram í bréfum sem hún ritaði í maí 1984 nokkrum mánuðum áður en Josef faðir hennar læsti hana inni í gluggalausum kjallaranum. Meira
Alfred Gusenbauer, kanslari Austurríkis, kynnti í dag hertari aðgerðir yfirvalda til að berjast gegn kynferðisglæpum. Eftir að upp komst um glæpi Josef Fritzl hefur þess verið krafist að refsingar á kynferðisglæpamönnum verði þyngdar. Meira
Josef Fritzl, sem hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár og eignaðist með henni 7 börn á þeim tíma, er reiðubúinn að upplýsa um málið og sýnir samstarfsvilja við yfirvöld, segir Gerhard Sedlacek, talsmaður saksóknara. Saksóknari yfirheyrði Fritzl í morgun og er það í fyrsta skipti frá því að Fritzl var handtekinn fyrir tíu dögum síðan. Meira
Lögfræðingur Austurríkismannsins Josef Fritzl segir hann staðhæfa að hann sé ekkert skrímsli og að hann hafi sannað það með því að bjarga lífi dóttur sinnar og þriggja barna hennar. Þetta kemur fram á fréttavef Sky. Meira
Greint hefur verið frá því að Austurríkismaðurinn Josef Fritzl skuli andvirði 227,9 milljóna íslenskra kóna. Skuldunum mun hann m.a. safnað er hann reyndi fyrir sér í fasteignabraski. Líklegt er því talið að lánadrottnar hans muni krefja fjölskyldu hans um greiðslu skuldanna í kjölfar handtöku hans. Meira
Austurríkismaðurinn Josef Fritzl neitar að fara í gönguferðir um garð fangelsisins sem hann dvelur í, og vill ekki fara út úr fangaklefanum. Hann verður væntanlega yfirheyrður af saksóknara síðar í vikunni, og mun gangast undir geðrannsókn. Meira
Lögregla í Austurríki segir, að Josef Fritzl, sem lokaði dóttur sína inni í neðanjarðarbyrgi í 24 ár, hafi byrjað að skipuleggja byrgið árið 1978 þegar dóttir hans var 12 ára. Meira
Josef Fritzl kann að reyna að sleppa við fangelsi með því að bera við ósakhæfni sökum geðbilunar, að því er fram kemur í viðtali við verjanda hans í þýska blaðinu Bild am Sonntag í dag. Meira