Apple Computer Inc. hefur aflýst tölvusýningu sinni Apple Expo 2001, sem fram átti að fara í París 26.-30. september. Sýningunni, eins og svo mörgun öðrum viðburðum, er aflýst vegna hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum í síðustu viku. Meira
Atvinnurekstur á Íslandi má muna sinn fífil fegurri en nú um stundir. Laun hafa hækkað langt umfram framleiðsluaukningu og himinháir innlendir vextir og gengistöp gera það að verkum að minna en ekkert er eftir fyrir þá sem eiga fyrirtækin og bera ábyrgð á rekstrinum. Þar að auki bætist við minni eftirspurn frá fyrirtækjum og neytendum. Meira
Djasspíanistinn Sunna Gunnlaugs heldur tónleika í kvöld á Múlanum, Húsi málarans, sem hefjast kl. 21. Á morgun verður hún síðan mætt í Deigluna á Akureyri kl. 21. Meira
"Ég tel mikilvægt að rifja upp grunnþætti í efnahagsstyrk Íslands, sem eru mjög traustir," segir Halldór Jón Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands, þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við endurskoðaðri þjóðhagsspá. Meira
Hópur reiðra þorpsbúa í Nígeríu kveikti í rútu trúarhóps en átta manns létust í brunanum og 50 slösuðust. Ástæða íkveikjunnar var sú að að íbúar þorpsins ásökuðu einn úr trúarhópnum um að hafa látið reður manns úr þorpinu hverfa. Meira
Tölvunefnd hefur úrskurðað að við framkvæmd rannsóknar á erfðum Alzheimer sjúkdómsins, sem nefndin veitti leyfi fyrir í apríl 1998, hafi í mörgun atriðum verið andstæð lögum sem og leyfinu sem rannsóknin grundvallaðist á. Fram kom í fréttum RÚV að nefndin hefur úrskurðað að skilmálar leyfisins skyldu teknir til endurskoðunar Meira
Rafmagn fór af miðborg Reykjavíkur í nokkrar sekúndur upp úr klukkan tvö í dag. Að sögn starfsmanns Orkuveitu Reykjavíkur fór rafmagnið af vegna mannlegra mistaka er verið var að vinna við að breyta tengingu kerfisins í stöð við Barónsstíg. Meira
Íslandsdeild Amnesty International mun sérstaklega leitast við að virkja réttindasamtök homma og lesbía, barna og kvenna hér á landi í herferð alþjóðadeildar samtakanna gegn pyntingum, en að sögn framkvæmdastjóra eiga þessir hópar í mestri hættu á að verða beittir pyntingum. Þó eru landsmenn allir hvattir til að leggja herferðinni lið með bréfaskriftum og fjárframlögum. Meira
Starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, hefur verið rekinn fyrir að bera ábyrgð á að loftárás var gerð á kínverska sendiráðið í Belgrad í Júgóslavíu meðan á loftárásum Atlantshafsbandalagsins stóð á síðasta ári. Að sögn ónafngreinds embættismanns CIA fengu sex aðrir starfsmenn áminningu en einn starfsmaður, sem lýsti áhyggjum af væntanlegu skotmarki áður en árásins var gerð, fékk sérstakt lof frá George Tenet forstjóra CIA. Meira
Fjárfestar hafa með tilkomu Verðbréfaþings Íslands í auknum mæli horft til hlutabréfamarkaðar sem ávöxtunarleiðar á sparifé og þátttakendum á hlutabréfamarkaði hefur fjölgað í samræmi við stækkun og þróun markaðarins. Meira
Koltvísýringur í andrúmsloftinu minnkaði á árinu 1998. Það er í fyrsta sinn sem koltvísýringur minnkar á sama tíma og hagkerfi heimsins styrkist. Meira
Í mörgun ársreikningum fyrirtækja árið 1998 má lesa að gengisþróun gjaldmiðla hafi verið fyrirtækinu óhagstæð og er þetta stundum notað sem afsökun fyrir afkomu sem er undir væntingum, skrifar Margeir Pétursson. Meira
Prófkjör sjálfstæðismanna á Austurlandi fór rólega af stað í morgun samkvæmt upplýsingum Jónasar A.Þ. Jónssonar, formanns prófkjörsnefndar, enda voru haldin þorrablót á mörgun stöðum á Austurlandi í gær. Meira
Eftir slaka byrjun, í kjölfar verðfalls á Wall Street í nótt, hækkaði verð hlutabréfa á mörgum mörkuðum í Asíu í dag. Meira
Oskar Lafontaine, fjármálaráðherra Þýskalands, hét því í dag að fækka atvinnulausum um eina milljón, eða einn fjórða, fyrir árið 2002. Meira
Þroskaheftur maður sem framdi morð 17 ára gamall var tekinn af lífi með eitursprautu í Virginíu í nótt. Meira
Kaupfélag Eyfirðinga, KEA, hefur verslunarrekstur í höfuðborginni á mörgun er félagið opnar nýja matvöruverslun í Mjóddinni, þar sem verslunin Kaupgarður var áður. Fær hún nafnið Nettó og mun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, opna verslunina með formlegum hætti fyrir hönd KEA. Meira
Þegar árið 1995 verður gert upp í sjávarútvegi verður útkoman mjög misjöfn eftir einstökum greinum. Árið hefur reynst hefðbundinni botnfiskvinnslu mjög erfitt. Meira