Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnaði ákvörðun Seðlabanka Bandaríkjanna sem lækkaði stýrivexti í fyrsta sinn í fjögur ár. Bankinn lækkaði vextina um 0,5%. Meira
Evrópski seðlabankinn hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 25 punkta og standa meginvextir seðlabankans því í 3,50%. Meira
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08% á milli mánaða í september og að verðbólga lækki úr 6,0% niður í 5,7%. Meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gerði skautun, einstaklingshyggju, fordóma og samfélagsleg áföll að umræðuefni í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Meira
Ríkisstjórnin er föst í vítahring þegar kemur að ríkisútgjöldunum sem leiðir af sér áframhaldandi verðbólgu. Með Miðflokknum í næstu ríkisstjórn má treysta á að heilbrigð skynsemi verði innleidd í íslensk stjórnmál. Meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld mikilvægt að horfast í augu við þá hrinu ofbeldis sem hefur gengið yfir að undanförnu. Meira
Arion banki tilkynnti í dag um hressilegar vaxtahækkanir á verðtryggðum vöxtum. „Græðgi viðskiptabankanna þriggja er taumlaus,“ segir formaður Starfsgreinasambandins í samtali við mbl.is en vaxtahækkanirnar nema 0,5-0,75 prósentustigum. Meira
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir að í nýju fjárlagafrumvarpi sé ekki að finna neinar stórar aðgerðir sem stuðli að lækkun verðbólgu. Meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, og Kamala Harris, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, skiptust á fullyrðingum um árangur hvors annars í embætti, sem og áætlanir sínar ef þau standa uppi sem sigurvegarar eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 5. nóvember. Meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir nýtt fjárlagafrumvarp fjármála- og efnahagsráðherra sem kynnt var í dag litað af kosningaloforðum. Meira
Hópur fólks kom saman á Austurvelli í dag á meðan framhald á þingsetningu Alþingis stóð yfir til að mótmæla skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart hárri verðbólgu og vöxtum. Meira
Óvissa ríkir hverju sinni um efnahagsþróun. Þótt góðar líkur standi til þess að hagkerfið lendi mjúklega eftir öran vöxt síðastliðin þrjú ár getur þróunin orðið á annan veg, að því er segir í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að það sé ekki skynsamlegt að fara í niðurskurð, sem myndi valda gífurlegu atvinnuleysi. Meira
Stærsta skattkerfisbreyting ársins felst í kerfisbreytingu á gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti, að því er segir í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í byrjun ársins verður kílómetragjald einnig lagt á bifreiðar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Meira
Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) boða til mótmæla á Austurvelli þann 10. september næstkomandi, kl. 16:00. Vinnandi stéttir munu þar mótmæla skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart hárri verðbólgu og vöxtum. Meira
Lítill munur er á undirliggjandi verðbólgu á Íslandi annars vegar og í Bandaríkjunum, á Bretlandi og evrusvæðinu hins vegar. Meira
Landsframleiðsla dróst saman á öðrum ársfjórðungi og er þetta því annar ársfjórðungurinn í röð þar sem er samdráttur. Hagfræðingur vill þó ekki ganga svo langt að segja að hagkerfið sé í kreppu Meira
Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands segir að mikla hækkun á matvöruverði í júlí hafi mátt rekja til mikillar hækkunar á vöruverði í verslunum Samkaupa. Í gær sendi fyrirtækið frá sér tilkynningu þar sem það státaði sig af mikilli verðlækkun í ágúst. Meira
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir lækkun verðbólgu jákvæða en hefur þó áhyggjur af neikvæðum áhrifum húsnæðisverðs á hana. Meira
Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður efnahagssviðs, segir að ef verðbólga haldi áfram að hjaðna sé sannarlega tilefni til að velta fyrir sér hvort vaxtastig sé of hátt. Meira