Það er heldur betur gleðidagur á Seltjarnarnesi í dag, en álft, sem talið er að sé álftin Svandís Sigurgeirsdóttir, eignaðist unga í dag. Talið er að þeir séu fjórir talsins. Meira
Fuglaáhugafólk á Seltjarnarnesi getur tekið gleði sína á ný því álftin hefur snúið aftur á Bakkatjörn eftir langa fjarveru. Líklegt þykir að um sé að ræða álftir úr ættboga hinnar ástsælu Svandísar Sigurgeirsdóttur sem hélt á vit feðra sinna fyrir fáeinum árum. Meira
Ástsæla álftin Svandís sem verpt hefur undanfarin ár í hólmanum í Bakkatjörn á Seltjarnarnesi sást með einn unga á tjörninni í fyrradag. Í gær var unginn hvergi sjáanlegur. Meira
Álftin Svandís er farin að gera sér hreiður í hólmanum í Bakkatjörn líkt og sést á meðfylgjandi ljósmynd sem var tekin í dag. Svandís horfir til lands á meðan maki hennar vinnur að hreiðurgerðinni. Meira
Álftin Svandís, sem margir kannast við af síðum Morgunblaðsins, hefur setið á eggjum mun lengur en vanalegt er og fuglaáhugamaðurinn Stefán Magnússon sem fer á hverjum degi og gefur henni að éta hafði áhyggjur af því að hún sæti á fúleggjum og kíkti í hreiðrið hjá henni í dag. Mbl slóst í för. Meira
Marga er farið að lengja eftir því að sjá álftarunga á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi. Álftin Svandís hefur legið á hreiðri sínu vikum saman en ekkert bólar á ungunum. Meira
Svandís og maki hennar eiga von á „erfingja“ og hafa hafið hreiðurgerð. Líklega er réttara að tala um „erfingja“ - í fleirtölu - en þeir skipta nú þegar tugum. Meira
Álftin Svandís sem hefur ekki látið sjá sig á Bakkatjörn að undanförnu kom aftur til síns heima í gær. Velunnarar Svandísar anda nú léttar en þeir voru farnir að óttast um hag hennar enda hafði hún ekki sést á Bakkatjörn svo vikum og mánuðum skipti. Meira
Álftin Svandís hefur haldið til á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi í fjölmörg ár og haft þar vetursetu ásamt afkomendum sínum. Lesandi sem átti leið fram hjá tjörninni í dag sá að álftin var komin með þrjá unga. Meira
Álftin Svandís hefur haldið til á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi í fjölmörg ár og haft þar vetursetu ásamt afkomendum sínum. Nú eru komnir tveir ungar og nú bíða fuglaáhugamenn með öndina, eða öllu heldur álftina, í hálsinum hvort von sé á fleiri ungum. Meira
Álftin Svandís er mætt á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi og er farin að huga að hreiðurgerð í hólmanum í tjörninni. Meira
Álftin fræga, Svandís, er ein þeirra sem eru allt árið á Íslandi. Meira
Álftin Svandís á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi er nú með fjóra unga og sat fjölskyldan fyrir hjá ljósmyndara Morgunblaðsins í gær, ef til vill vegna þess að ungarnir fóru sína fyrstu sundferð þótt ekki sé hægt að fullyrða það með vissu. Meira
Álftin Svandís hefur hreiðrað um sig á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi eins og hún hefur gert síðastliðin 14 ár. Þótt heimavön sé er Svandís vör um sig. Álftir koma yfirleitt til landsins í lok apríl, en Svandís, maki hennar og afkomendur eru hér allt árið um kring. Meira
„Ég var alveg miður mín,“ segir Baldvin Ársælsson sem varð vitni að því þegar mávar réðust á álftapar í Bakkatjörn, hröktu það á brott og átu eggin þeirra í gær. Sama álftaparið hefur komið ár eftir ár í Bakkatjörn til að verpa en nú er ljóst að engir álftarungar muni komast á legg þetta árið. Meira
Álftin Svandís kom ásamt ektamaka sínum á heimaslóðir við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi í lok apríl og er þetta þrettánda árið í röð sem þau búa um sig í hólmanum í tjörninni. Meira
Álftin Svandís Sigurgeirsdóttir sneri fyrir nokkru heim á Bakkatjörn, tíunda árið í röð og hafa Seltirningar tekið eftir heimkomu hennar, að því er segir í tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ. Stuttu eftir að Svandís sneri aftur, mætti maki hennar til jafn margra ára á Bakkatjörn. Meira