IKEA-geitin er kominn á sinn stað fyrir utan verslun fyrirtækisins í Kauptúni í Garðabæ. Það er ekki seinna vænna, en 71 dagur er til jóla. Löng hefð er fyrir því að geitin standi fyrir framan verslunina. Hún hefur gert það í aðdraganda jólanna síðastliðin 14 ár. Meira
Framleiðsla Öglu gosgerðar á hinu svokallaða Jólamösti hefur vakið athygli víðar en í verslunum hér á landi. Meira
Nýr gosdrykkur Öglu, Jólamöst, hefur vakið athygli margra í verslunum síðustu daga en þar er um að ræða íslenska atlögu að hinum vinsæla sænska jóladrykk Julmust. Meira
Það markar alltaf ákveðin tímamót þegar sænska jólageitin er sett upp við IKEA og kemur hún þeim sem eiga leið hjá henni oftar en ekki í mikið jólaskap. Lífið hefur þó ekki alltaf farið ljúfum höndum um þessa gríðarstóru strágeit, ekki frekar en sænsku systur hennar sem hafa margar hverjar orðið eldi að bráð í gegnum tíðina. Meira
Sænska jólageitin er risin við verslun Ikea í Kauptúni í Garðabæ. Geitin var sett upp í dag og er áminning um að nú styttist í jólin. Í dag eru 72 dagar til jóla. Meira
Stóra jólageitin í sænska bænum Gävle hefur fengið að vera í friði yfir jólin en litla geitin í bænum er ekki jafn heppin því kveikt var í henni í nótt. Meira
Sænska jólageitin var sett upp við IKEA í Garðabæ í gær og minnti á að það styttist til jóla. Meira
„Aðallega þykir okkur vænt um jólageitina og þetta er náttúrulega dýr búnaður, jólaseríur og fleira,“ segir Gunnlaugur Fannar Jónsson, öryggisstjóri IKEA, í við fyrirspurn mbl.is um nauðsyn sólarhringsvöktunar við hina margfrægu jólageit IKEA við Kauptún í Garðabæ. Meira
Sænska jólageitin er mætt fyrir utan verslunina IKEA stærri og dýrari en nokkru sinni fyrr. Geitin, sem vegur um sjö til átta tonn, var hífð upp með krana í dag. Líkt og í fyrra verður geitin undir ströngu eftirliti svo brennuvargar geri sér ekki að leik að kveikja í henni. Meira
Sænska jólageitin hefur nú fengið sinn fasta stað við verslunarhúsnæði IKEA og nýtur sín vel. Meira
Jólageitin í Gävle náði nokkrum klukkustundum áður en hún var öll blessunin í ár. Fimmtíu ár eru liðin frá því jólageitinni var fyrst komið fyrir á Slottstorget í sænska bænum Gävle og yfirleitt er kveikt í henni. Meira
Kveikt var í jólageitinni við IKEA við Kauptún í Garðabæ í nótt. Að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var tilkynnt um íkveikjuna um fjögurleytið og brann geitin nánast til kaldra kola. Ekki er víst hvort geitin rís á ný enda kostnaðarsamt, samkvæmt upplýsingum frá IKEA. Meira
Tvær litlar dráttavélar voru notaðar til að þyngja jólageitina við Ikea og einnig var slökkt á seríunni vegna hvassviðrisins í gær. Þetta bar góðan árangur og stóð jólageitin af sér veðrið. „Við höfum gert þetta undanfarið þegar von er á vondu veðri,“ segir Guðný Camilla Aradóttir. Meira
Í einungis eitt ár af sex hefur jólageit Ikea staðið af sér veður, vind og varga sem vilja leggja eld að henni. Jólageitin er sum sé komin upp sjöunda árið í röð við Ikea og það er spurning hvernig henni muni reiða af í ár. Það er ljóst að tölfræðin stendur ekki með þessari himinháu geit. Meira
Loksins tókst að kveikja í Gävle geitinni í Svíþjóð en það gerist yfirleitt alltaf fyrir jól. Svo bar til í ár að ekki var kveikt í henni fyrr en í nótt. Í fyrra tókst hins vegar ekki að kveikja í henni en á þeim 49 árum sem jólageitin hefur verið sett upp hefur verið kveikt í henni í 34 skipti. Meira
„Það hefur verið meiri umræða en oft áður að þetta sé að færast fram. Það er ekki rétt hvað okkur varðar,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, en jólin komu þar á bæ þann 15. október síðastliðinn. Meira
Jólageitin við IKEA í Kauptúni í Garðabæ fuðraði upp á þremur mínútum eftir að eldur kom upp í henni eftir hádegi í dag. Í myndskeiði sem fylgir fréttinni má sjá hana brenna. Meira
Það á ekki af jólageitinni við IKEA að ganga. Ekki eru liðnar tvær vikur frá því að henni var komið fyrir og nú hefur hún orðið eldinum að bráð líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Meira
Jólageit IKEA kom sér fyrir á hólnum í Kauptúninu í dag með dyggri aðstoð kranabíls og öflugra aðstoðarmanna. Geitin er rúmlega sex metra há og er skreytt þúsundum ljósa sem lýsa upp skammdegið og gleðja augað. Meira
Ótrúlegt en satt - jólageitin í Gävle stendur enn keik á sínum stað og er þetta í fyrsta skipti í mörg ár sem ekki er kveikt í blessaðri geitinni um jólin. Meira