Árni Sigurjónsson, yfirlögfræðingur JBT Marel og formaður Samtaka iðnaðarins, segir Ísland standa á tímamótum um þessar mundir í nýrri heimsmynd vegna aukinnar verndarstefnu, tollamúra og aukinna ríkisafskipta víða. Meira
CCP er í efsta sæti yfir fyrirtæki með 100 starfsmenn og fleiri en Stokkur Software leiðir listann yfir fyrirtæki með 100 starfsmenn og færri. Meira
Hvernig mun fjármálaþjónusta framtíðarinnar líta út og hvaða tækifæri skapa breytingarnar fyrir Íslendinga á komandi árum? Meira
Fjártækni og þróun fjármálaþjónustu verður í brennidepli á viðburði sem haldinn verður í Norðurljósasal Hörpu fimmtudaginn 30. janúar. Viðburðurinn er samstarfsverkefni Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) og Fjártækniklasans. Meira
„Vandinn á íslenskum húsnæðismarkaði í dag er sá að samfélagið Ísland er að breytast hratt og mikið og greiningargeta þeirra aðila sem vinna á markaðnum hefur ekki alveg fylgt,“ segir framkvæmdastjóri Aflvaka um húsnæðismarkaðinn. Meira
Engar upplýsingar fást um skattafrádrátt sem fjölda fyrirtækja er veittur árlega vegna þróunar og rannsókna, en frádrátturinn getur numið tugum milljóna ár hvert hjá hverju fyrirtæki. Í heild er um að ræða milljarðaupphæðir á hverju ári sem ekki fást upplýsingar um, en upphæðin í ár nemur 5,5 milljörðum. Meira
Tölvuleikjafyrirtækið CCP fær hæstu upphæðina í ár í sérstakan skattafrádrátt vegna nýsköpunar, eða samtals tæplega 449 milljónir í gegnum félögin CCP ehf. og CCP Platform ehf. Fékk fyrra félagið 275 milljónir og hið síðara 174 milljónir. Meira
Kosningafundur um skapandi greinar fer fram í Grósku í dag kl. 8.30-10.00. Meira
slandsbanki hefur ráðið þau Árdísi Björk Jónsdóttur sem forstöðumann daglegra bankaviðskipta, Frey Guðmundsson sem forstöðumann stafrænnar þróunar, Guðmund Böðvar Guðjónsson sem deildarstjóra vörumerkis og Petru Björk Mogensen forstöðumann viðskiptaumsjónar. Meira
Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur gefið út nýjan farsímaleik á alþjóðavísu, EVE Galaxy Conquest, sem bætist við vaxandi EVE leikjaheim fyrirtækisins. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu. Meira
Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur gefið út nýjan farsímaleik á alþjóðavísu, EVE Galaxy Conquest, sem bætist við vaxandi EVE-leikjaheim fyrirtækisins. Kemur þetta fram í tilkynningu frá CCP. Meira
Ragnar Árnason, Pálmar Gíslason og Haraldur Gunnarsson hafa verið ráðnir til tryggingatæknifélagsins Verna sem sérfræðingar á sviði upplýsingatækni. Meira
Kórónuveiran er landsmönnum enn í fersku minni, enda aðeins rúm fjögur ár síðan hún hélt innreið sína til landsins. Meira
Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur boðað útgáfu á nýjum tölvuleik sem mun bera heitið EVE Frontier. Meira
Engar upplýsingar fást uppgefnar um hverjir fá meirihluta þeirrar endurgreiðslu sem ríkið veitir vegna rannsókna og þróunar ár hvert. Á síðustu sex árum hefur aðeins verið upplýst um þá sem þáðu endurgreiðslustyrki upp á 17,2 milljarða af þeim 37,4 milljörðum sem veittir hafa verið. Meira
Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sýn hf. Hann tekur við starfinu af Kristínu Friðgeirsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum. Meira
Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Solid clouds lýkur í dag hlutafjárútboði sínu þar sem markmiðið er að safna samtals 400 milljónum króna til að ljúka útgáfu leiksins Starborne: frontiers og hefja markaðssetningu hans. Með útboðinu er samtals verið að rúmlega tvöfalda fjölda hluta í fyrirtækinu, en gengi þess er aðeins um 15% af því sem útboðsgengi þess var fyrir þremur árum. Meira
Bæjarráð Kópavogs hefur vísað til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000 íbúða á jörðinni Gunnarshólma. Þá er einnig gert ráð fyrir allt að 1.200 hjúkrunarrýmum á svæðinu þegar það er fullbyggt. Meira
Renata Blöndal hefur verið ráðin í starf fararstjóra (Chief Strategy Officer) Nova og tekur hún jafnframt sæti í framkvæmdastjórn hjá félaginu. Meira
Hátt í 500 manns starfa nú fyrir 22 leikjafyrirtæki á Íslandi. Meira