Dýpkunarframkvæmdir hófust á Þórshöfn síðastliðið sumar og fylgdi þeim mikill uppgröftur á efni. Ísfélag Vestmannaeyja ákvað að nýta þetta efni sem farg á byggingarsvæði við höfnina þar sem félagið reisir stóra frystigeymslu, að grunnfleti um 2.070 fermetra. Meira
Ekki er hægt að ganga út frá því að inngrip löggjafans vegna nýfallins dóms héraðsdóms muni tryggja framgang virkjanaframkvæmda í Þjórsá. Náttúruverndarsinnar boða áframhaldandi baráttu. Meira
” Til þess að markmiði um hallalausan ríkisrekstur verði náð er mikilvægt að saman fari markvissar aðgerðir sem auka hagkvæmni í rekstri ríkisins og efling verðmætasköpunar í atvinnulífinu. Meira
„Þessi óvissa sem upp er komin er algerlega óþolandi og ólíðandi fyrir okkar samfélag og þessa kyrrstöðu verður að rjúfa strax,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Morgunblaðið. Meira
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að möguleikinn á nokkurra ára seinkun á gangsetningu Hvammsvirkjunar, vegna dóms héraðsdóms, væri óþolanleg niðurstaða. Hann segir að innleiðing bókun 35 í íslenskan rétt hefði mögulega komið í veg fyrir stöðuna sem uppi er komin. Meira
Landsvirkjun segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, um að fella úr gildi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, bendi til þess að við innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins hafi löggjafinn gert Umhverfisstofnun ókleift að að veita heimild til breytingar á vatnshloti fyrir byggingu vatnsaflsvirkjana. Þar með sé ekki hægt að gefa út virkjunarleyfi. Meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt leyfisveitingu sem Orkustofnun veitti Landsvirkjun í fyrra til þess að reisa raforkuverið Hvammsvirkjun. Meira
Landsnet endurgreiðir sex raforkuframleiðendum samtals um þrjá milljarða króna í dag vegna svokallaðs innmötunargjalds, þar af Landsvirkjun 2,4 milljarða. Meira
Aðfaranótt gærdagsins, þriðjudags, nutu íbúar Norður-Noregs ódýrasta rafstraums til híbýla sinna sem nokkru sinni hefur gengið kaupum og sölum þar í landshlutanum, þegar kílóvattstundin fór niður í einn norskan eyri klukkan þrjú um nóttina að staðartíma – jafnvirði rúmlega tólf íslenskra aura, það er 0,12 króna. Meira
Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir áhyggjum af áformum ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjalda og áhrifum af boðuðum breytingum á strandveiðikerfinu. Meira
Hugmyndahraðhlaup Gulleggsins setur tóninn fyrir nýsköpunarárið 2025. Meira
Verða hugmyndir um mikla hækkun veiðigjalds að veruleika kann það að leiða til þess að fækka þurfi skipum og loka fiskvinnslum, að sögn Friðbjörns Ásbjörnssonar framkvæmdastjóra FISK Seafood á Sauðárkróki. Meira
Verð á bensínlítra var í lok desember einungis hærra en á Íslandi í tveimur löndum í heiminum, Mónakó og Hong Kong, samkvæmt samantekt vefjarins GlobalPetrolPrices.com sem fylgist með eldsneytisverði í 168 löndum. Meira
Heildarorkukostnaður heimila samkvæmt nýjum samanburði, þ.e.a.s. bæði raforku- og húshitunarkostnaður viðmiðunareignar, var hæstur í Grímsey á síðasta ári eða 427 þús. kr. en hann var lægstur á landinu á Flúðum, 195 þús Meira
Forsætisráðherra Slóvakíu, Róbert Fico, hefur hótað að skera niður fjárhagsaðstoð við úkraínska flóttamenn, vegna ákvörðunar Úkraínu um að loka fyrir gasflutninga Rússa í gegnum landið. Meira
Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar segir ekki til staðar svigrúm til stórfelldrar hækkunar á veiðigjaldi og vísar til þess að nú um áramótin hækkaði kolefnisgjald mikið. Meira
Fyrirtækið Zephyr Iceland ehf. hefur lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats fyrir vindorkugarð á Hælsheiði í Borgarbyggð. Meira
„Það eru miklar hækkanir á raforkumarkaðinum og allir bera fyrir sig að það sé orkuskortur,“ segir Guðjón L. Sigurðsson, stofnandi Liska ehf., en hann hefur unnið sem ráðgjafi í fjölmörg ár fyrir bæði sveitarfélög og Vegagerðina Meira
Á þessum tíma árs hafa viðskiptadagblöð og -tímarit það fyrir sið að reyna að sjá fyrir hvað nýtt ár mun bera í skauti sér. Vitaskuld þarf að taka slíkum spám með fyrirvara en greinendur eru þó allir sammála um að árið 2025 muni að verulegu leyti snúast um Donald Trump. Meira
Raforkukostnaður garðyrkjubænda sem treysta á raflýsingu við framleiðsluna hækkar um allt að 30% um næstu áramót. Meira