Leiðtogar frá sjö helstu iðnríkjum heims auk Rússlands ætla ræða, á fundi sínum í París í dag, aðgerðir gegn skemmdarverkum og glæpum á Netinu og hvort hægt sé að samræma lög um tölvuglæpi landa á milli. Gert er ráð fyrir að fulltrúar ríkjanna muni helga umræðum næstu þrjá daga um Netið og tölvuglæpi. Er talið að ástarveiran, vírus sem gerði usla í tölvum um heim allan, hafi ýtt við ráðamönnum um að gera tilraun til þess að sporna við samskonar athæfum. Lítil samræming er milli þjóða hvernig dæmi beri tölvuþrjóta og slík lög eru nær eingöngu til í iðnvæddari ríkjum heims eða í Evrópu. Ríkin sem taka þátt á fundinum eru: Bandaríkin, Bretland, Þýskaland, Frakkland, Rússland, Japan, Kanada og Ítalía