Nýr ástaormur veldur litlum skaða

Nýtt afbrigði af ástarorminum, "New Love" hefur ekki náð að valda jafnmiklum usla og sá upprunalegi. Àstæðurnar eru m.a. taldar þær að almenningur sé viðbúnari nú en auk þess sé veiran svo eyðileggjandi að hún nái illa að dreifa sér.p>Þrátt fyrir að New Love-ormurinn sé talinn tæknilega fullkomnari en upprunalegi ástarormurinn þá hefur hann valdið mun minna tjóni en sá fyrri, erfiðara er að verða var við New Love-veiruna þar sem hún breytir um bréfhausa og veldur hún mun meira tjóni en sá eldri. New Love eyðir nánast öllum gögnum af sýktri tölvu en þegar því er lokið getur hann ekki sýkt fleiri vélar. Þetta er talin vera meginástæðan fyrir því að ekki hefur orðið meira tjón. Talsmenn fyrirtækja sem vinna að öryggi tölva segja flestir að fáar tölvur hafi sýkst og að lítil hætta stafi af orminum, a.m.k. í samanburði við fyrri orminn sem talið er að hafi valdið allt að 10 milljarða dala tjóni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert