Tölvuglæpir með WAP-síma

Búist er við að tölvuþrjótar muni ekki láta sér duga að brjótast inn í gagnagrunna á næstu árum með aðstoð tölva heldur muni þeir í síauknum mæli notfæra sér þráðlausa tækni, svo sem WAP-síma og fartölvur.

Ný kynslóð farsíma, Wireless Application Protocol (WAP), sem gerir aðgang að Netinu mögulegan, hefur litið dagsins ljós en hún gefur þrjótum færi á að notfæra sér farsímana í misgóðum tilgangi. Þeir eru sagðir geta notað síma sína í framtíðinni til þess að brjótast inn í gagnagrunna og hlaða upplýsingum inn á tölvur sínar og komið um leið fyrir vírus í tölvukerfinu, að því er fram kemur í netmiðlinum Register. Fyrirtæki víða um heim eru þegar farin að velta fyrir sér hvernig þau eigi að bregðast við hugsanlegum vanda. Þá er unnið að því að leysa tæknileg vandamál varðandi WAP-síma vegna bankaþjónustu, en sem stendur er slík þjónusta ekki nægilega örugg.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert