Allt lítur út fyrir að tekist hafi að stöðva útbreiðslu nýrrar tölvuveiru, sem skaut uppi kollinum í Bandaríkjunum, um stundarsakir. Veiran, sem fylgdi viðhengi, er kallaðist "Resume - Janet Simons", sem gerði usla í Microsoft Outlook-tölvupóstkerfinu, dreifði sér um póstlista notenda og eyddi skrám.
Hjá FBI fengust þær upplýsingar að stofnuninni hefði ekki enn tekist að hafa hendur í hári höfundar veirunnar en henni hefði tekist að koma í veg fyrir eyðileggingu í eigin tölvum. Þar kom fram að lagt yrði til að Outlook yrði gert öruggara fyrir slíkum tölvuveirum. Óttast er að veiran skjóti upp kollinum að nýju þegar skrifstofur verða opnaðar eftir almennan frídag í Bandaríkjunum og Bretlandi.