Nýr tölvuvírus sendir SMS-skilaboð af handahófi

Nýr tölvuvírus sendir ruslpóst í formi SMS-skilaboða.

Nýr tölvuvírus sendir ruslpóst í formi SMS-skilaboða.
mbl.is

Fundist hefur nýr tölvuvírus sem meðal annars sendir SMS-skilaboð á símanúmer valin af handahófi úr hópi viðskiptavina spænsks farsímafyrirtækis. Vírusinn dreifir sér með tölvupósti í gegnum MS Outlook-forritið.

Frá nýja vírusnum segir í fréttatilkynningu frá vírusvarnarfyrirtækinu Kapersky Lab. Ekki kemur fram hvort vírusinn valdi einhverjum skaða, öðrum en þeim að trufla tölvu- og símnotendur með ruslpósti. Vírusinn sendir skeyti á öll póstföng í póstfangaskrá Outlook-forritisins. Í hvert skipti sem „sýkt" skeyti er sent með tölvupósti, velur vírusinn jafnframt eitt símanúmer af handahófi úr hópi viðskiptavina símafyrirtækisins „Movistar", og sendir á það SMS-skilaboð. Vírusinn er skrifaður á Visual Basic-forritunarmálinu og hefur því aðeins áhrif á tölvur með „Window Scripting Host", en hann fylgir með Windows 98- og Windows 2000-stýrikerfunum. Kapersky Lab-fyrirtækið hefur bætt vörn gegn vírusnum í vírusvarnarforrit sitt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert