Nýjar leiðir farnar til að sakfella höfund "ástarormsins"

Filippeyskir sérfræðingar afhentu lögfræðingum í dag skýrlu um ástarorminn svokallaða. Lögfræðingarnir munu á grundvelli skýrslunnar meta hvaða lög voru brotin og hvern eigi að kæra.

„Þeir eru nú að fara yfir skýrsluna og niðurstöður frá þeim koma síðar í vikunni," sagði Elfren Meneses, yfirmaður í svika- og tölvuglæpadeild rannsóknarlögreglunnar á Filippseyjum. Hann gaf ekki upp einstök efnisatriði skýrslunnar en upplýsti að hún bendi á lög sem hugsanlega hafa verið brotin þegar vírusinum var dreift. Þessi leið er farin vegna þess að sérstök lög um tölvuglæpi á Filippseyjum ná ekki til brota sem þessa. Sá grunaði í málinu, Onel de Guzman, hefur viðurkennt að hafa hugsanlega komið vírusinum af stað fyrir slysni. Rannsókn leiddi í ljós að símalína í íbúð Guzmans var notuð til að senda vírusinn út þann 4 maí. Tjón af völdum hans er nú metið á um 700 milljarða króna, aðallega vegna vinnutaps.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert