Netmyndavél frá Ricoh

Netmyndavél frá Ricoh
Netmyndavél frá Ricoh Reuters

Japanska fyrirtækið Ricoh hefur framleitt netmyndavél, sem er ætlað að taka upp efni, hvort sem það er texti eða myndir, til að nota á Netinu. Myndavélin, sem er 3.34 díla-vél og með 3x aðdráttarlinsu, verður komin á markað 20. september. Gert er ráð fyrir að vélin, sem er ætluð fyrir fyrirtæki, kosti um 120 þúsund ísl. krónur fyrst í stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert