Meira en helmingur Evrópubúa hafi aðgang að Netinu í gegnum farsíma

Álitið er að rúmlega helmingur Evrópubúa muni nota farsíma til …
Álitið er að rúmlega helmingur Evrópubúa muni nota farsíma til þess að fara á Netið að fimm árum liðnum. Morgunblaðið/Þorkell

Gert er ráð fyrir að þrír af hverjum fjórum Evrópubúum munu hafa aðgang að Netinu í gegnum farsíma árið 2005. Álitið er að rúmlega helmingur íbúa í álfunni muni nýta sér farsímana reglulega til þess að komast á Netið, að því er fram kemur í rannsókn Forrester-fyrirtækisins.

Segir í rannsókn fyrirtækisins að WAP-tæknin hafi ekki ýtt við netvæðingu með farsímum og að hún hafi í raun valdið vonbrigðum en von sé til þess að WAP 1.2, sem verði komið á markað á næsta ári, styðji betur við Netið. Þá er búist við að GPRS-tæknin, sem veitir sítengingu í gegnum Netið, muni efla enn frekar netnotkun með farsímum í álfunni. Forrester segir að þrátt fyrir aukna tækni sé ekki gert ráð fyrir að WAP hverfi af markaðnum. Þvert á móti er talið að WAP-tæknin haldi velli næstu fimm árin, ekki síst í ljósi þess ef það styður XHTML-síðuskipanamál.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert