Vafri frá Opera Software í 9210i frá Nokia

9210i frá Nokia, sem kynntur verður til sögunnar á CeBIT.
9210i frá Nokia, sem kynntur verður til sögunnar á CeBIT. AP

Vafri frá tæknifyrirtækinu Opera Software verður að finna í 9210i, farsíma frá finnska farsímafyrirtækinu Nokia. Opera Software er að hluta til í eigu Jóns Stephenssons von Tetzchner, sem er af íslenskum ættum. Nokia mun kynna farsímann, sem verður með Symbian-stýrikerfi, á CeBIT-sýningunni í Hannover í Þýskalandi sem hefst á morgun, en Opera er meðal þeirra fyrirtækja hafa tekið þátt Symbian-samstarfinu.

Meðal annarra fyrirtækja, sem hafa tekið þátt í þróun á Symbian, eru: Psion, Ericsson, Nokia, Motorola og Matsushita. Vafrar, sem notaðir eru í farsímum, hafa fram að þessu þótt þungir en Opera-vafrinn, sem er sagður þriðji mest notaði vafri í heimi, er talinn auðveldari til notkunar í slíkum raftækjum. Haft er eftir Jon S. von Tetzchner að notendur ættu að geta vafrað með farsímaútgáfunni á sama hátt og þeir gera í tölvum, en notkunin er hins vegar takmörkuð við margþættan glugga. Þá verða notendur 9210i að sætta sig við minna rými á skjánum í samanburði við tölvunotendur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert