Heimskortið breyttist

Jarðskjálftinn við Súmötru sem olli flóðunum við Indlandshaf var einn af þeim sterkustu sem mælst hafa eða níu stig á Richter-kvarða. Að sögn AFP-fréttastofunnar var hann svo kröftugur að Súmatra færðist til suðvesturs um 36 metra.

Súmatra er rösklega fjórum sinnum stærri en Ísland. Jarðskjálftar verða gjarnan á svonefndum flekamótum í jarðskorpunni. "Jarðskjálftinn hefur breytt heimskortinu," sagði Ken Hudnut, jarðeðlisfræðingur við Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna í Los Angeles. Hann segir að auk færslunnar á Súmötru hafi margar litlar eyjar á Indlandshafi sennilega færst til um 20 metra.

Þá segja vísindamenn, að sá tilflutningur massa í átt til miðju jarðar, sem varð í jarðskjálftanum, kunni að hafa valdið því að jörðin snérist hraðar, sem svaraði 3 míkrósekúndum, eða 3 milljónustu úr sekúndu, og einnig hafi möldulhalli jarpar aukist um um það bil 2,5 sentimetra.

Þessar breytingar eru svo litlar, að þær koma væntanlega ekki fram í mælingum gervihnatta, sem mæla reglulega snúning jarðar, en hugsanlega kemur smávægilegur titringur fram á þeim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert