Notendur EVE Online gefa til neyðarhjálpar

Persóna úr EVE Online.
Persóna úr EVE Online.

Notendur tölvuleiksins EVE Online hafa frá því í ársbyrjun safnað fé handa þeim sem eiga um sárt að binda eftir náttúruhamfarirnar í Asíu. aðstoðar þeirra. Fram kemur í danska blaðinu Politiken að um 900 spilarar hafi lagt að mörkum og safnað jafnvirði rúmlega 1,5 milljónum íslenskra króna. Fyrirtækið CCP, sem rekur EVE Online, stýrir söfnuninni og mun afhenda Rauða krossi Íslands féð í lok janúar.

Alls eru um 54 þúsund skráðir notendur að tölvuleiknum og hefur því aðeins lítill hluti þeirra látið eitthvað af hendi rakna í söfnunina.

Fram kemur á heimasíðu leiksins, að sl. sunnudag hafi 12 þúsund spilarar verið samtímis í sama „heiminum" á netinu sem sé heimsmet.

Heimasíða EVE Online

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert