Vísindamenn við bandarísku geimvísindastofnunina NASA hafa greint frá því að þeir hafi fundið tíundu reikistjörnu sólkerfis okkar. Reikistjarnan, sem er fjærsta reikistjarna sólkerfisins, er hulin ís og grjóti. Hún er sögð töluvert stærri en Plútó en nákvæm stærð hennar hefur þó ekki enn verið reiknuð út.
Reikistjarnan er nú sögð vera í 14,4 milljarða km fjarlægð frá sólinni en það er þrefalt meiri fjarlægð en sú fjarlægð sem er á milli Plútó og sólarinnar.
Stungið hefur verið upp á nafni á reikistjörnuna en það hefur ekki verð gert opinbert og því gengur hún enn undir nafninu 2003UB313. Ákveðið var í skyndi að gera fund reikistjörnunnar opinberan eftir að tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi vísindamannanna.