Xbox 360 leikjatölvan fær blendna dóma

Þúsundir tölvuleikjaunnenda komu saman þegar Microoft kynnti Xbox 360 leikjatölvuna …
Þúsundir tölvuleikjaunnenda komu saman þegar Microoft kynnti Xbox 360 leikjatölvuna í Palmdale í Mojave-eyðimörkinni á sunnudag. AP

Svo virðist sem menn séu ekki eins ánægðir með nýju Xbox 360 leikjatölvuna frá Microsoft og vonir stóðu til. Tölvutímaritið PC World gefur leikjatölvunni fremur lélega einkunn. Myndgæðin séu ekkert til að hrópa húrra fyrir auk þess sem utanáliggjandi straumbreytir tölvunnar sé svo fyrirferðamikill að umfang hennar hefði orðið meira væri hann innbyggður. Þá hefur nokkurra bilana orðið vart í leikjatölvunni.

Gagnrýnandi PC World segir tölvuna vart peningana virði en dýrara eintak leikjatölvunnar kostar rúmar 25.000 krónur í búð í Bandaríkjunum. Þá fær útlit tölvunnar góða einkunn, sé straumlínulögun hennar glæsileg. Gagnrýnandinn segir það hins vegar galla hversu stór straumbreytirinn sé enda bendir hann á að leikjatölvan hefði óneitanlega orðið meiri um sig hefði straumbreytirinn verið innbyggður. Þá finnst honum óþarfi hjá Microsoft að hafa tvær gerðir af leikjatölvunni á markaðnum enda þurfi að kaupa minniskubb í ódýrari gerðina. Um 100 dollara munur er á tölvununum, en dýrari gerðin er með útskiptanlegu drifi. Allt eins hefði því verið hægt að framleiða eina gerð tölvunnar.

Foreldrar banna ofbeldisfulla leiki
Gagnrýnandi PC World segir tölvuna hins vegar góða fyrir foreldra sem vilji koma í veg fyrir að börn þeirra leiki ofbeldisfulla tölvuleiki. Í umsögn hans segir að skeið ofbeldisfullra leikja sé á enda runnið en foreldrar geta stillt leikjatölvuna á þann veg að hún spilar ekki leiki og DVD-myndir sem bannaðar eru börnum. Segir hann Microsoft hafa tekist að búa til bestu vörn foreldra gegn ofbeldisfullu efni fram til þessa.

Þeir sem keyptu leikjatölvuna hjá netversluninni Amazon.com virðast hins vegar nokkuð ánægðari með tölvuna en þeir gefa vélinni allt frá þremur stjörnum til fimm.

Tíðar bilanir
Þá hafa nýir notendur Xbox-ins greint frá tíðum bilunum í leikjatölvunni á spjallþráðum netsins. Hafi margir lenti í því að tölvan drepi á sér eftir stuttan spilun og ræsi tölvan sig ekki á nýjan leik. Þá lendi aðrir í því að tölvan frjósi oft en aðrir hafa greint frá því að þeim hafi yfir höfuð ekki tekist að kveikja á leikjatölvunni. Að sögn þeirra sem skrifað hafa sín á milli á spjallþráðunum er um tíðari bilanir að ræða en búist var við.

PC World

www.xbox-scene.com

http://forums.xbox-scene.com

Nýja Xbox 360 leikjatölvan frá Microsoft.
Nýja Xbox 360 leikjatölvan frá Microsoft. AP
Ungur drengur prófaði Xbox-ið í verslun í New York í …
Ungur drengur prófaði Xbox-ið í verslun í New York í gær. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert