Tunglið hefur ekki sest síðan 14. desember

Tunglið hefur ekki sest síðan 14. desember.
Tunglið hefur ekki sest síðan 14. desember. mbl.is/rax

Margir hafa tekið eftir því að tunglið virðist óvenjustórt og fagurt undanfarið. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur sagði í samtali við fréttavef Morgunblaðsins að ekki væri um neitt met að ræða en að sporbraut tunglsins liggi nú langt norðan við miðbaug jarðar og því hefur tunglið ekki sest síðan 14. desember.

Hallinn á möndli jarðar gerir það að verkum að sporbraut tunglsins færist til og mun hún mjakast suður á bóginn 17. desember og fer þá tunglið að setjast á nýjan leik. Þetta mun endurtaka sig síðan aftur nú í janúar en þessarar sveiflu gætir á 18,5 ára fresti og gerðist síðast 1986.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert