Erfðabreytt, sjálflýsandi svín sem er grænt á litinn er nýjasta ræktunarafrek vísindamann við Þjóðarháskóla Taívans í Taipei. Var það sýnt opinberlega í dag, en þessir sömu vísindamenn urðu fyrstir til að rækta sjálflýsandi fiska með sömu aðferð í fyrra.
Vísindamennirnir vona að aðferðir sínar verði til þess að bæta stofnfrumurannsóknir á Taívan, að því er prófessor við Þjóðarháskólann sagði í dag.